Viðskipti erlent

Mesta vaxta­hækkun í Noregi í tuttugu ár

Atli Ísleifsson skrifar
Frá Osló.
Frá Osló. Getty

Norski seðlabankinn hækkaði í morgun stýrivexti um hálft prósentustig, úr 0,75 í 1,25 prósent. Norskir fjölmiðlar segja að þetta sé mesta hækkun stýrivaxta í landinu í heil tuttugu ár.

Ida Wolden Bache, seðlabankastjóri Noregs, sagði í morgun að hún reikni með frekari vaxtahækkunum síðar á árinu.

„Eins og við metum framtíðarhorfur og áhættuna, þá munu stýrivextirnir að öllum líkindum hækka í 1,5 prósent í ágúst,“ sagði Wolden Bache.

Seðlabankastjórinn segir ástæðu stýrivaxtahækkunarinnar meðal annars vera mikil verðbólga og lítið atvinnuleysi.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×