Hluti íbúðarhússins hrundi þann 24. júní 2021 en sjónarvottar lýstu því að að hluti af steypuplötunni yfir bílastæðakjallaranum, sem á voru bílastæði og sundlaugarsvæði á jarðhæð, hafi fyrst fallið saman nokkrum mínútum áður en hluti byggingarinnar hrundi til grunna.
Dómarinn í málinu sagði bæturnar aldrei verða nægar til þess að græða missinn en þessi bótaupphæð sé það besta sem hægt sé að bjóða aðstandendum fórnarlamba slyssins. Þetta kemur fram í umfjöllun Guardian um málið.
Verktaki frá Dubai sem hyggst kaupa lóðina sem íbúðarhúsið stóð á studdi bótafjárhæðina um 120 milljónir Bandaríkjadala.
Slysið er eitt það mannskæðasta í sögu Bandaríkjanna ef litið er til samskonar óhappa en 98 einstaklingar létust í slysinu.