„Lagið kom upphaflega þannig til að Storytel höfðu samband við mig og sögðust vilja gera lag fyrir bókina „Dansarinn“ og Daníel Ágúst væri að fara lesa inn bókina. Þeim fannst því tilvalið að gera þemalag fyrir bókina og við Daníel Ágúst fórum í stúdíó með Bjarka Ómars, Bomarz. Útkoman varð að mjög skemmtilegu lag með texta eftir Daníel Ágúst í anda bókarinnar,“ segir Victor.
Hér má sjá tónlistarmyndband af upprunalegu útgáfunni:
Upprunalega lagið Dansarinn kom út um áramótin ásamt tónlistarmyndbandi en bókin og lagið unnu meðal annars til verðlauna á Storytel Awards. Í tilefni af hækkandi sól og rísandi gleði ákváðu þeir að henda í dansútgáfu.
„Þegar það fór að styttast í sumarið fannst okkur tilvalið að gera dansvæna útgáfu af Dansaranum þar sem allir eru núna til í að dansa og skemmta sér. Ég hlakka til að frumflytja nýju útgáfuna á DJ setti á pallinum á Petersen svítunni í kvöld í góða veðrinu,“ segir Doctor Victor að lokum.