Eina mark fyrri hálfleiksins skoraði Sólveig Jóhannesdóttir Larsen þegar hún kom íslenska liðinu í forystu eftir tæplega hálftíma leik. Staðan var því 0-1 þegar liðin gengu til búningsherbergja.
Það var svo Dagný Rún Pétursdóttir sem tvöfaldaði forystu íslenska liðsins þegar hún kom boltanum yfir línuna eftir vandræðagang í vörn eistneska liðsins og niðurstaðan varð því 0-2 sigur Íslands.
Eistland er í 111. sæti heimslista FIFA en Ísland er þar í 17. sæti.
Bein útsending frá leiknum var á Youtube-síðu eistneska knattspyrnusambandsins og áhugasamir geta horft á leikinn hér fyrir neðan.
Byrjunarlið Íslands í dag: Auður Sveinbjörnsdóttir Scheving - Barbára Sól Gísladóttir, Áslaug Dóra Sigurbjörnsdóttir, Arna Eiríksdóttir, Karen María Sigurgeirsdóttir, Katla María Þórðardóttir, Ásdís Karen Halldórsdóttir, Ída Marín Hermannsdóttir, Hlín Eiríksdóttir fyrirliði, Diljá Ýr Zomers, Sólveig Jóhannesdóttir Larsen.
U23-landsliðshópur Íslands:
Andrea Rut Bjarnadóttir - Þróttur R.
Arna Eiríksdóttir - Þór/KA
Ásdís Karen Halldórsdóttir - Valur
Áslaug Dóra Sigurbjörnsdóttir - Selfoss
Auður Sveinbjörnsdóttir Scheving - Afturelding
Barbára Sól Gísladóttir - Selfoss
Birta Georgsdóttir - Breiðablik
Dagný Pétursdóttir - Víkingur R.
Diljá Ýr Zomers - Häcken
Gyða Kristín Gunnarsdóttir - Stjarnan
Hlín Eiríksdóttir - Pitea
Ída Marín Hermannsdóttir - Valur
Karen María Sigurgeirsdóttir - Breiðablik
Katla María Þórðardóttir - Selfoss
Sóley María Steinarsdóttir - Þróttur R.
Sólveig Jóhannesdóttir Larsen - Afturelding
Tinna Brá Magnúsdóttir - Fylkir
Unnur Dóra Bergsdóttir - Selfoss