Var í sambandi við öfgamann sem boðaði dráp á samkynhneigðum Kjartan Kjartansson skrifar 26. júní 2022 10:02 Mynd af brennandi regnbogafána sem Arfan Bhatti birti 14. júní. Hann er sagður lykilmaður í hreyfingu róttækra íslamista í Noregi. Skjáskot/NRK Maðurinn sem skaut tvo til bana og særði fleiri fyrir utan hinsegin bar í Osló í fyrrinótt var í sambandi við þekktan íslamskan öfgamann í Noregi. Sá boðaði fyrir skömmu dráp á samkynhneigðum á samfélagsmiðlum. Arfan Bhatti er þekktur róttækur íslamisti í Noregi. Norska ríkisútvarpið NRK segist hafa heimildir fyrir því að árásarmaðurinn í Osló hafi verið í sambandi við Bhatti. Lögreglan rannsakar nú hvort að hann hafi verið í sambandi við fleiri öfgamenn. Bhatti þessi birti mynd af brennandi regnbogafána, tákni hinsegin samfélagsins og tilvitnun þar sem kallað var eftir drápi á samkynhneigðum á samfélagsmiðlum 14. júní. Tilvitnunin er í svonefnda hadíðu úr íslam sem er grundvöllur dauðarefsinga við samkynhneigð í íslamstrú. Lögreglan vildi ekki tjá sig um samfélagsmiðlafærslur Bhatti og leyniþjónustan PST ekki heldur. Lögmaður árásarmannsins hefur einnig varið Bhatti. Árásarmaðurinn er 42 ára gamall norskur ríkisborgari en hann kom sem flóttamaður frá kúrdíska hluta Írans þegar hann var barn. PST hefur vitað af manninum um hríð vegna tengsla við öfgamenn. Lögreglan rannsakar árásina sem hryðjuverk. Hann hefur einnig hlotið refsidóma, meðal annars fyrir líkamsrás og fíkniefnabrot. Hann var handtekinn í tengslum við manndráp fyrir nokkrum árum en ekki voru taldar nægar sannanir til þess að halda honum. Fórnarlömb árásarinnar voru tveir karlmenn, annar á sextugsaldri en hinn á sjötugsaldri. Gleðigöngu sem átti að fara fram í Osló í gær var aflýst að ráði lögreglunnar. Noregur Hinsegin Trúmál Skotárás við London Pub í Osló Tengdar fréttir Telja árásina hryðjuverk íslamista Norska leyniþjónustan PST lítur á skotárás sem kostaði tvö mannslíf í miðborg Oslóar í nótt sem hryðjuverk öfgafulls íslamista. Viðbúnaðarstig vegna hryðjuverkahættu var hækkað í kjölfar árásarinnar. 25. júní 2022 13:44 Vaknaði við þyrlur í Osló í nótt: „Mikill óhugur í fólki“ Íslendingur í Osló segir mikinn óhug í fólki eftir skotárás sem gerð var á hinsegin skemmtistað þar í nótt. Hann man ekki eftir öðru eins síðan að hryðjuverkaárásin í Útey og Osló var framin árið 2011 þar sem 69 létu lífið. 25. júní 2022 13:31 Árásarmaðurinn áður komist í kast við lögin Karlmaður á fimmtugsaldri sem er sakaður um morð, tilraun til manndráps og hryðjuverk með skotárás í miðborg Oslóar í nótt hefur ítrekað komist í kast við lögin. Tilgáta lögreglu er að hann hafi verið knúinn áfram af hatri. 25. júní 2022 10:16 Mest lesið Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Erlent Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Innlent Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Innlent Af hverju langar Trump í Grænland? Erlent Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Innlent Titringur á Alþingi Innlent Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Innlent Ummælin um Grænland risastórt mál sem ætti að taka alvarlega Innlent Foreldrar Ibrahims krefjast tuttugu milljóna í miskabætur Innlent Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Innlent Fleiri fréttir Forstjóri OpenAI sakaður um áralangt ofbeldi gegn systur sinni Mette boðar flokksformenn á neyðarfund vegna Grænlands Stjórnlausum eldum fjölgar í LA ESB sektað fyrir að brjóta eigin persónuverndarlög Af hverju langar Trump í Grænland? Leita nýrra leiða til að sækja sýni til Mars Kyrrsetja skuggaskipið vegna slæms ástands Ætlar að hitta kónginn í dag Belgar varaðir við því að borða jólatrén Hætta staðreyndavöktun á Facebook og Instagram Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Ummæli um vanþakklæti Afríkubúa valda reiði Danir ekki í rónni með Grænlandsheimsókn Trumps yngri Le Pen látinn Símar framhaldskólanema læstir inni í skáp Trump-liðar vilja stöðva birtingu skýrslu Smiths Aldrei færri fangar í Guantánamo-fangelsinu Enn segjast menn vongóðir um vopnahlé á Gasa Tugir látnir eftir stóran skjálfta í Tíbet Trump yngri á leið til Grænlands Trudeau segir af sér Byrjuðu strax að endurskrifa sögu árásarinnar Minkarækt hafin að nýju eftir að milljónum var lógað Hafa tekið nokkur þorp í Kúrsk Sjötta fórnarlamb árásarinnar í Magdeburg látið Afsögn Trudeau sögð yfirvofandi Biðtíminn í umferðinni hvergi lengri en í Lundúnum Sagður hafa þegið töskur fullar fjár frá Gaddafi Kuldaboli bítur Bandaríkjamenn Sjá meira
Arfan Bhatti er þekktur róttækur íslamisti í Noregi. Norska ríkisútvarpið NRK segist hafa heimildir fyrir því að árásarmaðurinn í Osló hafi verið í sambandi við Bhatti. Lögreglan rannsakar nú hvort að hann hafi verið í sambandi við fleiri öfgamenn. Bhatti þessi birti mynd af brennandi regnbogafána, tákni hinsegin samfélagsins og tilvitnun þar sem kallað var eftir drápi á samkynhneigðum á samfélagsmiðlum 14. júní. Tilvitnunin er í svonefnda hadíðu úr íslam sem er grundvöllur dauðarefsinga við samkynhneigð í íslamstrú. Lögreglan vildi ekki tjá sig um samfélagsmiðlafærslur Bhatti og leyniþjónustan PST ekki heldur. Lögmaður árásarmannsins hefur einnig varið Bhatti. Árásarmaðurinn er 42 ára gamall norskur ríkisborgari en hann kom sem flóttamaður frá kúrdíska hluta Írans þegar hann var barn. PST hefur vitað af manninum um hríð vegna tengsla við öfgamenn. Lögreglan rannsakar árásina sem hryðjuverk. Hann hefur einnig hlotið refsidóma, meðal annars fyrir líkamsrás og fíkniefnabrot. Hann var handtekinn í tengslum við manndráp fyrir nokkrum árum en ekki voru taldar nægar sannanir til þess að halda honum. Fórnarlömb árásarinnar voru tveir karlmenn, annar á sextugsaldri en hinn á sjötugsaldri. Gleðigöngu sem átti að fara fram í Osló í gær var aflýst að ráði lögreglunnar.
Noregur Hinsegin Trúmál Skotárás við London Pub í Osló Tengdar fréttir Telja árásina hryðjuverk íslamista Norska leyniþjónustan PST lítur á skotárás sem kostaði tvö mannslíf í miðborg Oslóar í nótt sem hryðjuverk öfgafulls íslamista. Viðbúnaðarstig vegna hryðjuverkahættu var hækkað í kjölfar árásarinnar. 25. júní 2022 13:44 Vaknaði við þyrlur í Osló í nótt: „Mikill óhugur í fólki“ Íslendingur í Osló segir mikinn óhug í fólki eftir skotárás sem gerð var á hinsegin skemmtistað þar í nótt. Hann man ekki eftir öðru eins síðan að hryðjuverkaárásin í Útey og Osló var framin árið 2011 þar sem 69 létu lífið. 25. júní 2022 13:31 Árásarmaðurinn áður komist í kast við lögin Karlmaður á fimmtugsaldri sem er sakaður um morð, tilraun til manndráps og hryðjuverk með skotárás í miðborg Oslóar í nótt hefur ítrekað komist í kast við lögin. Tilgáta lögreglu er að hann hafi verið knúinn áfram af hatri. 25. júní 2022 10:16 Mest lesið Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Erlent Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Innlent Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Innlent Af hverju langar Trump í Grænland? Erlent Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Innlent Titringur á Alþingi Innlent Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Innlent Ummælin um Grænland risastórt mál sem ætti að taka alvarlega Innlent Foreldrar Ibrahims krefjast tuttugu milljóna í miskabætur Innlent Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Innlent Fleiri fréttir Forstjóri OpenAI sakaður um áralangt ofbeldi gegn systur sinni Mette boðar flokksformenn á neyðarfund vegna Grænlands Stjórnlausum eldum fjölgar í LA ESB sektað fyrir að brjóta eigin persónuverndarlög Af hverju langar Trump í Grænland? Leita nýrra leiða til að sækja sýni til Mars Kyrrsetja skuggaskipið vegna slæms ástands Ætlar að hitta kónginn í dag Belgar varaðir við því að borða jólatrén Hætta staðreyndavöktun á Facebook og Instagram Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Ummæli um vanþakklæti Afríkubúa valda reiði Danir ekki í rónni með Grænlandsheimsókn Trumps yngri Le Pen látinn Símar framhaldskólanema læstir inni í skáp Trump-liðar vilja stöðva birtingu skýrslu Smiths Aldrei færri fangar í Guantánamo-fangelsinu Enn segjast menn vongóðir um vopnahlé á Gasa Tugir látnir eftir stóran skjálfta í Tíbet Trump yngri á leið til Grænlands Trudeau segir af sér Byrjuðu strax að endurskrifa sögu árásarinnar Minkarækt hafin að nýju eftir að milljónum var lógað Hafa tekið nokkur þorp í Kúrsk Sjötta fórnarlamb árásarinnar í Magdeburg látið Afsögn Trudeau sögð yfirvofandi Biðtíminn í umferðinni hvergi lengri en í Lundúnum Sagður hafa þegið töskur fullar fjár frá Gaddafi Kuldaboli bítur Bandaríkjamenn Sjá meira
Telja árásina hryðjuverk íslamista Norska leyniþjónustan PST lítur á skotárás sem kostaði tvö mannslíf í miðborg Oslóar í nótt sem hryðjuverk öfgafulls íslamista. Viðbúnaðarstig vegna hryðjuverkahættu var hækkað í kjölfar árásarinnar. 25. júní 2022 13:44
Vaknaði við þyrlur í Osló í nótt: „Mikill óhugur í fólki“ Íslendingur í Osló segir mikinn óhug í fólki eftir skotárás sem gerð var á hinsegin skemmtistað þar í nótt. Hann man ekki eftir öðru eins síðan að hryðjuverkaárásin í Útey og Osló var framin árið 2011 þar sem 69 létu lífið. 25. júní 2022 13:31
Árásarmaðurinn áður komist í kast við lögin Karlmaður á fimmtugsaldri sem er sakaður um morð, tilraun til manndráps og hryðjuverk með skotárás í miðborg Oslóar í nótt hefur ítrekað komist í kast við lögin. Tilgáta lögreglu er að hann hafi verið knúinn áfram af hatri. 25. júní 2022 10:16