Búa sig undir slag um þungunarrofspillu Kjartan Kjartansson skrifar 26. júní 2022 11:24 Sjálfboðaliði heilsugæslustöðvar í Jackson í Mississippi heldur á skilti um að stöðin sé enn opin og að þungunarrofspilla sé enn lögleg eftir að Hæstiréttur felldi niður rétt kvenna til þungunarrofs á föstudag. Stöðin er sú eina sem gerði þungunarrof í Mississippi en bann við þungunarrofi tekur gildi á næstu dögum. AP/Rogelio V. Solis Hvíta húsið ætlar að reyna að koma í veg fyrir að ríki geti bannað svonefnda þungunarrofspillu í kjölfar Hæstaréttardóms um að konur eigi ekki rétt til þungunarrofs. Búast má við að tekist verði um málið fyrir dómstólum. Hæstiréttur Bandaríkjanna sneri við tæplega fimmtíu ára gömlu dómafordæmi um að konur hefði stjórnarskrárvarinn rétt til þungunarrofs á föstudag. Fjöldi ríkja ætlar að banna þungunarrof strax á næstu dögum og vikum eða takmarka verulega aðgang að því. Tugir milljóna kvenna missir þannig aðgang að þungunarrofi í heimaríkjunum sínum á næstunni. Alríkisstjórnin hefur fá vopn í höndum til að bregðast við dómnum. Hún ætlar hins vegar að reyna að koma í veg fyrir að ríkin geti líka bannað lyfið mifepristone sem hefur verið nefnt þungunarrofspillan í Bandaríkjunum. Reuters-fréttastofan segir að stjórnin gæti byggt á því að sú staðreynd að Matvæla- og lyfjastofnun Bandaríkjanna (FDA) hafi gefið grænt ljós á notkun lyfsins þýði að ríkin geti ekki bannað notkun þess. Merrick Garland, dómsmálaráðherra, sagði að ríkin gætu ekki bannað notkun mifepristone á grundvelli þess að þau séu ósammála sérþekkingu FDA á öryggi þess og gagnsemi. Lyfið hefur verið með markaðsleyfi í Bandaríkjunum frá árinu 2000. Erfitt gæti reynst fyrir ríki sem banna þungunarrof að koma í veg fyrir að konur nálgist lyfið. Það er hægt að kaupa á netinu eða í öðrum ríkjum. Hópur ríkja hefur þó reynt að takmarka notkun lyfsins. Í nítján ríkjum verða konur að mæta á staðinn til að geta verslað pilluna þrátt fyrir að FDA setji engar slíkar kvaðir á notkun þess. Joe Biden Bandaríkjaforseti lýsti hæstaréttardóminum sem „öfgafullum“. Auk þess að lofa að taka slaginn um þungunarrofspilluna sagði hann að alríkisstjórnin myndi tryggja að ríki kæmu ekki í veg fyrir að konur ferðuðust til annarra ríkja til að gangast undir þungunarrof. Bandaríkin Hæstiréttur Bandaríkjanna Þungunarrof Trúmál Tengdar fréttir Byrjað að loka heilsugæslustöðvum sem gerðu þungunarrof Þungunarrof hefur þegar verið bannað í nokkrum ríkjum Bandaríkjanna eftir að hæstiréttur landsins felldi úr gildi rétt kvenna til þess í gær. Byrjað var að loka heilsugæslustöðvum sem hafa gert þungunarrof. 25. júní 2022 09:35 Viðsnúningurinn mikil afturför í mannréttindum Fyrr í dag sneri Hæstiréttur Bandaríkjanna við fordæmi sínu sem hefur tryggt konum rétt til þungunarrofs. Silja Bára Ómarsdóttir prófessor í stjórnmálafræði og sérfræðingur í bandarískum stjórnmálum segir viðsnúning Hæstaréttar mikla afturför í mannréttindum. 24. júní 2022 21:30 Mest lesið Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Innlent Gullbakka stolið á Skólavörðustíg: „Þetta eru galdramenn“ Innlent Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Erlent Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Erlent Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Erlent Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Erlent Átján ára með 13 kíló af kókaíni Innlent Öll börn fái leikskólapláss frá 18 mánaða aldri Innlent Ferðamaður rændur og kortið notað fyrir tæpa milljón Innlent Frú Vigdís fagnar 95 ára afmæli Innlent Fleiri fréttir Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Yngsti lýðræðislega kjörni þjóðhöfðingi heims endurkjörinn Áfrýjar í von um að geta boðið sig fram til forseta Ísraelsher réðst á sjúkrahús Síðasti stjórnarandstöðuflokkur Hong Kong verður leystur upp Biðja Trump um að sýna hörku vegna vatnsdeilna við Mexíkó Tugir sagðir liggja í valnum eftir eldflaugaárás á Sumy Réðust á síðasta starfandi sjúkrahúsið í Gasaborg Fundi Bandaríkjanna og Íran lýst sem „uppbyggilegum“ Ætla í „öfluga“ yfirtöku á Gasaströndinni Snjallsímar undanskildir tollunum Létt fólk hvatt til að halda sig innandyra til að fjúka ekki Menendez bræðurnir nær frelsinu Skjótasta leiðin að friði að verða við kröfum Rússa Þessi Airbus gæti flogið á íslenskri orku til Oslóar Segist ætla finna orsök einhverfu fyrir september Spánverjar óska eftir umræðu um þátttöku Ísrael í Eurovision Ráku yfirmann herstöðvarinnar á Grænlandi eftir heimsókn Vance Ætla að hætta að safna gögnum um losun gróðurhúsalofttegunda Sjá meira
Hæstiréttur Bandaríkjanna sneri við tæplega fimmtíu ára gömlu dómafordæmi um að konur hefði stjórnarskrárvarinn rétt til þungunarrofs á föstudag. Fjöldi ríkja ætlar að banna þungunarrof strax á næstu dögum og vikum eða takmarka verulega aðgang að því. Tugir milljóna kvenna missir þannig aðgang að þungunarrofi í heimaríkjunum sínum á næstunni. Alríkisstjórnin hefur fá vopn í höndum til að bregðast við dómnum. Hún ætlar hins vegar að reyna að koma í veg fyrir að ríkin geti líka bannað lyfið mifepristone sem hefur verið nefnt þungunarrofspillan í Bandaríkjunum. Reuters-fréttastofan segir að stjórnin gæti byggt á því að sú staðreynd að Matvæla- og lyfjastofnun Bandaríkjanna (FDA) hafi gefið grænt ljós á notkun lyfsins þýði að ríkin geti ekki bannað notkun þess. Merrick Garland, dómsmálaráðherra, sagði að ríkin gætu ekki bannað notkun mifepristone á grundvelli þess að þau séu ósammála sérþekkingu FDA á öryggi þess og gagnsemi. Lyfið hefur verið með markaðsleyfi í Bandaríkjunum frá árinu 2000. Erfitt gæti reynst fyrir ríki sem banna þungunarrof að koma í veg fyrir að konur nálgist lyfið. Það er hægt að kaupa á netinu eða í öðrum ríkjum. Hópur ríkja hefur þó reynt að takmarka notkun lyfsins. Í nítján ríkjum verða konur að mæta á staðinn til að geta verslað pilluna þrátt fyrir að FDA setji engar slíkar kvaðir á notkun þess. Joe Biden Bandaríkjaforseti lýsti hæstaréttardóminum sem „öfgafullum“. Auk þess að lofa að taka slaginn um þungunarrofspilluna sagði hann að alríkisstjórnin myndi tryggja að ríki kæmu ekki í veg fyrir að konur ferðuðust til annarra ríkja til að gangast undir þungunarrof.
Bandaríkin Hæstiréttur Bandaríkjanna Þungunarrof Trúmál Tengdar fréttir Byrjað að loka heilsugæslustöðvum sem gerðu þungunarrof Þungunarrof hefur þegar verið bannað í nokkrum ríkjum Bandaríkjanna eftir að hæstiréttur landsins felldi úr gildi rétt kvenna til þess í gær. Byrjað var að loka heilsugæslustöðvum sem hafa gert þungunarrof. 25. júní 2022 09:35 Viðsnúningurinn mikil afturför í mannréttindum Fyrr í dag sneri Hæstiréttur Bandaríkjanna við fordæmi sínu sem hefur tryggt konum rétt til þungunarrofs. Silja Bára Ómarsdóttir prófessor í stjórnmálafræði og sérfræðingur í bandarískum stjórnmálum segir viðsnúning Hæstaréttar mikla afturför í mannréttindum. 24. júní 2022 21:30 Mest lesið Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Innlent Gullbakka stolið á Skólavörðustíg: „Þetta eru galdramenn“ Innlent Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Erlent Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Erlent Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Erlent Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Erlent Átján ára með 13 kíló af kókaíni Innlent Öll börn fái leikskólapláss frá 18 mánaða aldri Innlent Ferðamaður rændur og kortið notað fyrir tæpa milljón Innlent Frú Vigdís fagnar 95 ára afmæli Innlent Fleiri fréttir Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Yngsti lýðræðislega kjörni þjóðhöfðingi heims endurkjörinn Áfrýjar í von um að geta boðið sig fram til forseta Ísraelsher réðst á sjúkrahús Síðasti stjórnarandstöðuflokkur Hong Kong verður leystur upp Biðja Trump um að sýna hörku vegna vatnsdeilna við Mexíkó Tugir sagðir liggja í valnum eftir eldflaugaárás á Sumy Réðust á síðasta starfandi sjúkrahúsið í Gasaborg Fundi Bandaríkjanna og Íran lýst sem „uppbyggilegum“ Ætla í „öfluga“ yfirtöku á Gasaströndinni Snjallsímar undanskildir tollunum Létt fólk hvatt til að halda sig innandyra til að fjúka ekki Menendez bræðurnir nær frelsinu Skjótasta leiðin að friði að verða við kröfum Rússa Þessi Airbus gæti flogið á íslenskri orku til Oslóar Segist ætla finna orsök einhverfu fyrir september Spánverjar óska eftir umræðu um þátttöku Ísrael í Eurovision Ráku yfirmann herstöðvarinnar á Grænlandi eftir heimsókn Vance Ætla að hætta að safna gögnum um losun gróðurhúsalofttegunda Sjá meira
Byrjað að loka heilsugæslustöðvum sem gerðu þungunarrof Þungunarrof hefur þegar verið bannað í nokkrum ríkjum Bandaríkjanna eftir að hæstiréttur landsins felldi úr gildi rétt kvenna til þess í gær. Byrjað var að loka heilsugæslustöðvum sem hafa gert þungunarrof. 25. júní 2022 09:35
Viðsnúningurinn mikil afturför í mannréttindum Fyrr í dag sneri Hæstiréttur Bandaríkjanna við fordæmi sínu sem hefur tryggt konum rétt til þungunarrofs. Silja Bára Ómarsdóttir prófessor í stjórnmálafræði og sérfræðingur í bandarískum stjórnmálum segir viðsnúning Hæstaréttar mikla afturför í mannréttindum. 24. júní 2022 21:30