Reykjavíkurborg og börnin í Vogabyggð – Þegar yfirvald tapar tilverurétti sínum Hallur Þór Sigurðarson skrifar 27. júní 2022 08:01 Hvers vegna erum við með opinbert yfirvald? Stutta svarið er að yfirvaldinu er ætlað að tryggja öryggi einstaklinga, sem undir það heyra. Ein grunnstoða lýðræðisins er sú tilhögun að einstaklingar framselji takmarkaðan hluta af frelsi sínu í skiptum fyrir meira öryggi, til að auka velferð sína. Yfirvald sem missir sjónar á þessu grefur undan tilverurétti sínum og tapar honum. Þetta eru valdhafar Reykjavíkurborgar að gera núna, að því er virðist, með fullri meðvitund. Borgaryfirvöld skipulögðu 1100-1300 íbúða reit í Vogabyggð. Þar er nú að myndast blómleg byggð fjölda íbúa. Hverfið er í göngufæri við bæði Elliðaárdal og Laugardal. En hverfið er líka þannig í sveit sett, að börnin í hverfinu þurfa daglega að fara yfir Sæbrautina til að sækja skóla, frístundir, heimsækja vini o.s.frv. Börnum beint á hættulegustu gatnamót borgarinnar Það er skemmst frá því að segja að gatnamótin sem börnin þurfa að fara yfir, Skeiðarvogur/Kleppsmýrarvegur/Sæbraut, verða að teljast hættulegustu gatnamót borgarinnar fyrir gangandi eða hjólandi vegfarendur. Sérstaklega að teknu tilliti til þess fjölda gangandi vegfarenda, sem um gatnamótin fara á degi hverjum, með tilkomu hins nýja íbúðahverfis. Ekki þarf að fjölyrða um hraðann og umferðina á Sæbrautinni eða þungaflutningana, til og frá hafnar-, byggingar- og iðnaðarsvæðum hverfisins. Við þetta bætist að á gatnamótunum eru engin vegrið, ekkert skjól, fyrir gangandi vegfarendur. Sjálfur leita ég skjálfandi skjóls í falskri trú bak við umferðaljósastaur, þegar ég hafna á lófastórum fleti á miðjum gatnamótunum, með eða án barnanna minna. Á meðan brunar umferðin hjá á 70 – 90 km/klst í fáeinna sentimetra fjarlægð, fyrir framan mig og aftan. Þá má ekkert fara úrskeiðis. Umferðaljósin á þessum gatnamótunum bila líka óvenju oft og þá hef ég séð litla fætur sæta lagi og taka á sprett til að komast yfir götuna, áður en næsti bíll brunar hjá. Borgin gengur þvert á eigin áform Þetta er auðvitað galið og óverjandi ástand. Það vill engin vera borgarfulltrúi eða embættismaður þegar stórslys verður við svona kringumstæður. Hér liggur ábyrgðin. Samt er borgaryfirvöldum fullkunnugt um aðstæður og aðhafast ekki, í trássi við eigin skjalfestu áform og yfirlýsingar. Hér má fyrst vísa í þinglýstan samning við lóðahafa Vogabyggðar frá 2017. Samkvæmt honum hefði göngubrú yfir Sæbrautina átt að rísa 2019. Ekki er að finna neinn fyrirvara um að Sæbrautin færi fyrst í stokk eða annað í þá veruna. Þessu til viðbótar greinir mbl.is (23.6.2019) frá því að þegar uppbygging Vogabyggðar var kynnt 2015, hafi samhliða verið kynnt áform um göngubrú yfir Sæbraut; einnig að á fundi Skipulagsráðs í febrúar 2017 hafi verið kynnt frumdrög að göngubrú eða undirgöngum. Þessi áform ættu ekki að koma neinum á óvart. Öllum hefur verið ljóst, þá eins og nú, að uppbygging stórs íbúðahverfis austan Sæbrautar stofnar lífum vegfarenda í stórkostlega hættu við núverandi aðstæður. Það eina sem kemur á óvart er að í júní 2022 er engin göngubrú og ekkert bólar á slíkum framkvæmdum. Göngubrú strax Krafa íbúa í Vogabyggð er skýr og afdráttarlaus. Hún kom fram í nýlegri undirskriftasöfnun: Göngubrú yfir Sæbraut strax! Krafan er skilyrðis- og fölskvalaus. Hún er ekki pólitísk, hún er pólitíska forsendan sjálf. Hún er bæði öryggi og frelsi. Það skiptir nákvæmlega engu máli hversu vel borgaryfirvöld standa sig í að fjölga nýjum byggingarlóðum, skreyta svæði eða halda hátíðir, á meðan þetta er ekki gert. Það fylgir því kristaltær ábyrgð á öryggi íbúa að skipuleggja hverfi þúsunda, sem þurfa að sækja þjónustu og tómstundir yfir stofnbraut. Reykjavíkurborg og fulltrúar hennar, eiga tilveru sína og umboð undir því að setja öryggi barna í Vogabyggð í fyrsta forgang, að þeim sé ekki stofnað í stórkostlega hættu daglega. ALLT annað kemur þar á eftir. Höfundur er þriggja barna faðir í Dugguvogi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Reykjavík Skipulag Börn og uppeldi Umferðaröryggi Mest lesið Samfélag án Pírata Lenya Rún Taha Karim Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen Skoðun Þarf ég að flytja úr landi? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Helvítis fokking fokk!! Er ekki nóg komið? Maríanna H. Helgadóttir Skoðun Borgið lausnargjaldið Ólafur Hauksson Skoðun Þegar Skagamenn glöddu lítið hjarta María Rut Kristinsdóttir Skoðun Flokkur fólksins ræðst gegn hagsmunum eldra fólks og komandi kynslóða Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Hver er munurinn á Viðreisn og Samfylkingu? Soffía Svanhvít Árnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Stöndum með trans börnum og foreldrum þeirra! Birna Guðmundsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir,Ynda Eldborg skrifar Skoðun Ég á ‘etta, ég má ‘etta Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Dómsmálið sem gæti kippt grunninum undan Heidelberg-verksmiðjunni Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar Skoðun Viljum við sósíalisma? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur Kári Stefánsson skrifar Skoðun Rjúfum kyrrstöðu í vegaframkvæmdum um allt land G.Svana Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsa bænda Unnur Rán Reynisdóttir,Arnar Páll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Hvenær á að skattleggja lífeyri? Inn eða út? Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Glasið er hálffullt Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Skilvirkari og einfaldari stjórnsýsla í þágu almennings Guðlaugur Þór Þórðarson skrifar Skoðun Gervilíf Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun Málsvari hinsegin samfélagsins og mannréttinda Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Framtíð til sölu Júlíus Kristjánsson skrifar Skoðun Kona, vertu ekki fyrir! Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar Skoðun Hagsmunir Evrópu í orkumálum stangast á við okkar hagsmuni Magnús Gehringer skrifar Skoðun Eitt lag enn með Lilju Hópur óperusöngvara skrifar Skoðun Skaðsemi vindtúrbínuvera á íslenska náttúru Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hver er munurinn á Viðreisn og Samfylkingu? Soffía Svanhvít Árnadóttir skrifar Skoðun Kennarinn sem hvarf Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Hamborgarhryggur - minnst viðeigandi jólamaturinn Óskar H. Valtýsson skrifar Skoðun Annarra manna peningar eru peningar okkar allra Davíð Þór Jónsson skrifar Skoðun Fasismi er að trenda – erum við að sofna á verðinum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Ehf-gatið og leiðir til að loka því Matthias Harksen skrifar Skoðun Heilbrigðisvandamál heilbrigðiskerfisins Sigurður Páll Jónsson skrifar Skoðun Heimilislæknir ----- þverfaglegt heilsugæsluteymi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Til friðarsinna á Íslandi Saga Unnsteinsdóttir skrifar Skoðun Að segja satt skiptir máli Þórunn Sveinbjörnsdóttir skrifar Skoðun Jöfnuður í heilbrigðisþjónustu fyrir öll börn – óháð búsetu Sif Huld Albertsdóttir skrifar Skoðun Að drepa eða drepast!? og þar fór það Bakir Anwar Nassar skrifar Skoðun Jane Goodall hvetur íslensk stjórnvöld til að hætta hvalveiðum Jane Goodall skrifar Sjá meira
Hvers vegna erum við með opinbert yfirvald? Stutta svarið er að yfirvaldinu er ætlað að tryggja öryggi einstaklinga, sem undir það heyra. Ein grunnstoða lýðræðisins er sú tilhögun að einstaklingar framselji takmarkaðan hluta af frelsi sínu í skiptum fyrir meira öryggi, til að auka velferð sína. Yfirvald sem missir sjónar á þessu grefur undan tilverurétti sínum og tapar honum. Þetta eru valdhafar Reykjavíkurborgar að gera núna, að því er virðist, með fullri meðvitund. Borgaryfirvöld skipulögðu 1100-1300 íbúða reit í Vogabyggð. Þar er nú að myndast blómleg byggð fjölda íbúa. Hverfið er í göngufæri við bæði Elliðaárdal og Laugardal. En hverfið er líka þannig í sveit sett, að börnin í hverfinu þurfa daglega að fara yfir Sæbrautina til að sækja skóla, frístundir, heimsækja vini o.s.frv. Börnum beint á hættulegustu gatnamót borgarinnar Það er skemmst frá því að segja að gatnamótin sem börnin þurfa að fara yfir, Skeiðarvogur/Kleppsmýrarvegur/Sæbraut, verða að teljast hættulegustu gatnamót borgarinnar fyrir gangandi eða hjólandi vegfarendur. Sérstaklega að teknu tilliti til þess fjölda gangandi vegfarenda, sem um gatnamótin fara á degi hverjum, með tilkomu hins nýja íbúðahverfis. Ekki þarf að fjölyrða um hraðann og umferðina á Sæbrautinni eða þungaflutningana, til og frá hafnar-, byggingar- og iðnaðarsvæðum hverfisins. Við þetta bætist að á gatnamótunum eru engin vegrið, ekkert skjól, fyrir gangandi vegfarendur. Sjálfur leita ég skjálfandi skjóls í falskri trú bak við umferðaljósastaur, þegar ég hafna á lófastórum fleti á miðjum gatnamótunum, með eða án barnanna minna. Á meðan brunar umferðin hjá á 70 – 90 km/klst í fáeinna sentimetra fjarlægð, fyrir framan mig og aftan. Þá má ekkert fara úrskeiðis. Umferðaljósin á þessum gatnamótunum bila líka óvenju oft og þá hef ég séð litla fætur sæta lagi og taka á sprett til að komast yfir götuna, áður en næsti bíll brunar hjá. Borgin gengur þvert á eigin áform Þetta er auðvitað galið og óverjandi ástand. Það vill engin vera borgarfulltrúi eða embættismaður þegar stórslys verður við svona kringumstæður. Hér liggur ábyrgðin. Samt er borgaryfirvöldum fullkunnugt um aðstæður og aðhafast ekki, í trássi við eigin skjalfestu áform og yfirlýsingar. Hér má fyrst vísa í þinglýstan samning við lóðahafa Vogabyggðar frá 2017. Samkvæmt honum hefði göngubrú yfir Sæbrautina átt að rísa 2019. Ekki er að finna neinn fyrirvara um að Sæbrautin færi fyrst í stokk eða annað í þá veruna. Þessu til viðbótar greinir mbl.is (23.6.2019) frá því að þegar uppbygging Vogabyggðar var kynnt 2015, hafi samhliða verið kynnt áform um göngubrú yfir Sæbraut; einnig að á fundi Skipulagsráðs í febrúar 2017 hafi verið kynnt frumdrög að göngubrú eða undirgöngum. Þessi áform ættu ekki að koma neinum á óvart. Öllum hefur verið ljóst, þá eins og nú, að uppbygging stórs íbúðahverfis austan Sæbrautar stofnar lífum vegfarenda í stórkostlega hættu við núverandi aðstæður. Það eina sem kemur á óvart er að í júní 2022 er engin göngubrú og ekkert bólar á slíkum framkvæmdum. Göngubrú strax Krafa íbúa í Vogabyggð er skýr og afdráttarlaus. Hún kom fram í nýlegri undirskriftasöfnun: Göngubrú yfir Sæbraut strax! Krafan er skilyrðis- og fölskvalaus. Hún er ekki pólitísk, hún er pólitíska forsendan sjálf. Hún er bæði öryggi og frelsi. Það skiptir nákvæmlega engu máli hversu vel borgaryfirvöld standa sig í að fjölga nýjum byggingarlóðum, skreyta svæði eða halda hátíðir, á meðan þetta er ekki gert. Það fylgir því kristaltær ábyrgð á öryggi íbúa að skipuleggja hverfi þúsunda, sem þurfa að sækja þjónustu og tómstundir yfir stofnbraut. Reykjavíkurborg og fulltrúar hennar, eiga tilveru sína og umboð undir því að setja öryggi barna í Vogabyggð í fyrsta forgang, að þeim sé ekki stofnað í stórkostlega hættu daglega. ALLT annað kemur þar á eftir. Höfundur er þriggja barna faðir í Dugguvogi.
Skoðun Stöndum með trans börnum og foreldrum þeirra! Birna Guðmundsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir,Ynda Eldborg skrifar
Skoðun Dómsmálið sem gæti kippt grunninum undan Heidelberg-verksmiðjunni Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar
Skoðun Kona, vertu ekki fyrir! Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar