Ólíklegt að brugghús geti hafið sölu strax á föstudag Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 27. júní 2022 13:34 Laufey Sif Lárusdóttir er formaður Samtaka íslenskra handverksbrugghúsa. Smá brugghús óttast að geta ekki hafið sölu á bjór út úr húsi þann 1. júlí eins og boðað var með breytingu á áfengislögum. Bið eftir reglugerð og langt ferli leyfisveitinga í gegn um sýslumann virðast tefja málið. Lögunum var breytt rétt fyrir þinglok og handverksbrugghúsum heimilt að selja áfengi frá framleiðslustað frá og með 1. júlí. Þessu var víða fagnað og hafa margir beðið spenntir eftir næsta föstudag, sem einhverjir þingmenn stungu meira að segja upp á að yrði haldinn hátíðlegur sem brugghúsdagurinn. Þetta virðist þó ekki ætla að ganga eftir. „Við erum kannski ekki að horfa á fyrsta júlí, að salan muni hefjast þá, því miður. Við erum kannski frekar að horfa á 1. ágúst eða 1. september,“ segir Laufey Sif Lárusdóttir, formaður Samtaka íslenskra handverksbrugghúsa. Lögin, sem voru samþykkt kveða á um að brugghús sem framleiða 500 þúsund lítra eða minna á ári megi selja áfengi út úr húsi beint frá framleiðslustað og losna þannig við ÁTVR sem millilið. Fréttastofa tók hús á Ægisgarði, handverksbrugghúsi, um miðjan mánuð eftir að lögin voru samþykkt: Allt í kring um söluna er þó í höndum ráðherra að útfæra með reglugerð og því alls óljóst hvort brugghúsin megi til dæmis selja langt fram á kvöld svo dæmi sé tekið. Laufey segir mikilvægt að reglugerðin verði vel unnin og telur töfina ekki endilega slæma ef af henni verður. „Það er mikilvægt að við séum að fara inn í þetta og allir viti hundrað prósent hvernig málin ganga fyrir sig upp á magn, afgreiðslutíma, staðsetningu, afhendingu og svo framvegis,“ segir Laufey Sif. Þrátt fyrir töfina bendir hún á að brugghúsin verði væntanlega farin að selja fyrir haust og það sé mikilvægur tími í ferðaþjónustunni og fyrir Íslendinga. Boltinn hjá sveitarfélögum Það sem tefur málið þó líklega mest er sú staðreynd að brugghúsin verða að fá leyfi í gegn um sýslumann fyrir sölunni. Eyðublað fyrir leyfisumsókninni er ekki enn tilbúið. „Frá því að við sendum umsóknina inn í gegn um þetta blað sem er ekki enn þá alveg tilbúið, þá getur síðan tekið smá tíma fyrir sveitarfélögin að taka ákvörðun og heimila þessa sölu á framleiðslustað,“ segir Laufey Sif. Samkvæmt reglum verður sýslumaður að fá umsagnir sveitarfélaga áður en leyfir er veitt. Sveitarfélögin fá allavega þrjár vikur til að skila umsögnum sínum og safna umsögnum ýmissa eftirlitsaðila og ákvarða hvort æskilegt sé að leyfa verslun frá brugghúsunum. Laufey bendir þá á að mjög stór hluti starfsfólks sveitarfélaga sé á leið í sumarfrí, sem gæti tafið málið enn frekar. En Laufey er sátt með haustið, sem fyrr segir, þó hún hafi heyrt frá mörgum sem voru spenntir að geta skotist út í brugghús strax næsta föstudag til að kaupa bjór. Áfengi og tóbak Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Hægt að nálgast ódýrari bjór eftir lagabreytinguna Stærsta breyting á áfengislögum frá því að bjórbanninu var aflétt var samþykkt í gær. Bruggarar eru himinlifandi með áfangann en vona að þetta sé aðeins fyrsta skrefið í átt að frjálsum áfengismarkaði á Íslandi. 16. júní 2022 19:01 Mest lesið Varað við svörtum eldhúsáhöldum Neytendur Segir skilið við Grillmarkaðinn Viðskipti innlent Airbus vottuð með hreyflum sem knýja þotur Icelandair Viðskipti innlent „Þetta verður bara heiðarlegur bisness, ég nenni engu kjaftæði“ Viðskipti innlent Skipar í valnefndir til að meta umsækjendur um stjórnarsetu Viðskipti innlent Að taka því ekki persónulega hvernig týpa þinn yfirmaður er Atvinnulíf Metsætanýting í febrúar hjá Icelandair Viðskipti innlent Milljarðar Menntasjóðsins skrítnir þegar stúdentar sligist undan vöxtum Neytendur Vill færa RÚV nær fyrirkomulaginu á Norðurlöndunum Viðskipti innlent Bein útsending: Iðnþing 2025 – Ísland á stóra sviðinu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Metsætanýting í febrúar hjá Icelandair Segir skilið við Grillmarkaðinn Skipar í valnefndir til að meta umsækjendur um stjórnarsetu Bein útsending: Iðnþing 2025 – Ísland á stóra sviðinu Airbus vottuð með hreyflum sem knýja þotur Icelandair Vill færa RÚV nær fyrirkomulaginu á Norðurlöndunum Grunnskólarnir pöntuðu fjögur þúsund pizzur Slæm staða einkarekinna fjölmiðla kom á óvart Árétta að uppsagnir geti verið liður í framkvæmd samruna Bein útsending: Magnast spennan – Orkuöryggi í breyttu umhverfi Tilnefningar til Íslensku vefverðalaunanna Norræni bankinn fjármagnar þrjú verkefni Heima Nýir eigendur endurreisa Snúruna Ráðinn yfirverkefnastjóri Colas Halldóra Fanney, Auður Erla og Sunna Ösp ráðnar til Samkaupa Starfsfólki fjölgar hjá RÚV en hríðfækkar í bransanum Eldrauður dagur í Kauphöllinni Bein útsending: Ársfundur Landsvirkjunar Stækka Smárabíó og bæta við þrettán veitingastöðum í Smáralind Gunnar tekur við af Hálfdáni hjá Örnu 64 sagt upp í þremur hópuppsögnum Baðlón og nýr veitingastaður Gísla Matt í Laugarási Sérfræðingur í gervigreind til KPMG Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Fyrrverandi aðstoðarmaður skellir sér aftur í auglýsingarnar Ekkert verður af frekari loðnuvertíð Engin bráð hætta á „bíólausu Íslandi“ Skattar á áfengi hæstir á Íslandi Stefna á Coda stöð við Húsavík Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Sjá meira
Lögunum var breytt rétt fyrir þinglok og handverksbrugghúsum heimilt að selja áfengi frá framleiðslustað frá og með 1. júlí. Þessu var víða fagnað og hafa margir beðið spenntir eftir næsta föstudag, sem einhverjir þingmenn stungu meira að segja upp á að yrði haldinn hátíðlegur sem brugghúsdagurinn. Þetta virðist þó ekki ætla að ganga eftir. „Við erum kannski ekki að horfa á fyrsta júlí, að salan muni hefjast þá, því miður. Við erum kannski frekar að horfa á 1. ágúst eða 1. september,“ segir Laufey Sif Lárusdóttir, formaður Samtaka íslenskra handverksbrugghúsa. Lögin, sem voru samþykkt kveða á um að brugghús sem framleiða 500 þúsund lítra eða minna á ári megi selja áfengi út úr húsi beint frá framleiðslustað og losna þannig við ÁTVR sem millilið. Fréttastofa tók hús á Ægisgarði, handverksbrugghúsi, um miðjan mánuð eftir að lögin voru samþykkt: Allt í kring um söluna er þó í höndum ráðherra að útfæra með reglugerð og því alls óljóst hvort brugghúsin megi til dæmis selja langt fram á kvöld svo dæmi sé tekið. Laufey segir mikilvægt að reglugerðin verði vel unnin og telur töfina ekki endilega slæma ef af henni verður. „Það er mikilvægt að við séum að fara inn í þetta og allir viti hundrað prósent hvernig málin ganga fyrir sig upp á magn, afgreiðslutíma, staðsetningu, afhendingu og svo framvegis,“ segir Laufey Sif. Þrátt fyrir töfina bendir hún á að brugghúsin verði væntanlega farin að selja fyrir haust og það sé mikilvægur tími í ferðaþjónustunni og fyrir Íslendinga. Boltinn hjá sveitarfélögum Það sem tefur málið þó líklega mest er sú staðreynd að brugghúsin verða að fá leyfi í gegn um sýslumann fyrir sölunni. Eyðublað fyrir leyfisumsókninni er ekki enn tilbúið. „Frá því að við sendum umsóknina inn í gegn um þetta blað sem er ekki enn þá alveg tilbúið, þá getur síðan tekið smá tíma fyrir sveitarfélögin að taka ákvörðun og heimila þessa sölu á framleiðslustað,“ segir Laufey Sif. Samkvæmt reglum verður sýslumaður að fá umsagnir sveitarfélaga áður en leyfir er veitt. Sveitarfélögin fá allavega þrjár vikur til að skila umsögnum sínum og safna umsögnum ýmissa eftirlitsaðila og ákvarða hvort æskilegt sé að leyfa verslun frá brugghúsunum. Laufey bendir þá á að mjög stór hluti starfsfólks sveitarfélaga sé á leið í sumarfrí, sem gæti tafið málið enn frekar. En Laufey er sátt með haustið, sem fyrr segir, þó hún hafi heyrt frá mörgum sem voru spenntir að geta skotist út í brugghús strax næsta föstudag til að kaupa bjór.
Áfengi og tóbak Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Hægt að nálgast ódýrari bjór eftir lagabreytinguna Stærsta breyting á áfengislögum frá því að bjórbanninu var aflétt var samþykkt í gær. Bruggarar eru himinlifandi með áfangann en vona að þetta sé aðeins fyrsta skrefið í átt að frjálsum áfengismarkaði á Íslandi. 16. júní 2022 19:01 Mest lesið Varað við svörtum eldhúsáhöldum Neytendur Segir skilið við Grillmarkaðinn Viðskipti innlent Airbus vottuð með hreyflum sem knýja þotur Icelandair Viðskipti innlent „Þetta verður bara heiðarlegur bisness, ég nenni engu kjaftæði“ Viðskipti innlent Skipar í valnefndir til að meta umsækjendur um stjórnarsetu Viðskipti innlent Að taka því ekki persónulega hvernig týpa þinn yfirmaður er Atvinnulíf Metsætanýting í febrúar hjá Icelandair Viðskipti innlent Milljarðar Menntasjóðsins skrítnir þegar stúdentar sligist undan vöxtum Neytendur Vill færa RÚV nær fyrirkomulaginu á Norðurlöndunum Viðskipti innlent Bein útsending: Iðnþing 2025 – Ísland á stóra sviðinu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Metsætanýting í febrúar hjá Icelandair Segir skilið við Grillmarkaðinn Skipar í valnefndir til að meta umsækjendur um stjórnarsetu Bein útsending: Iðnþing 2025 – Ísland á stóra sviðinu Airbus vottuð með hreyflum sem knýja þotur Icelandair Vill færa RÚV nær fyrirkomulaginu á Norðurlöndunum Grunnskólarnir pöntuðu fjögur þúsund pizzur Slæm staða einkarekinna fjölmiðla kom á óvart Árétta að uppsagnir geti verið liður í framkvæmd samruna Bein útsending: Magnast spennan – Orkuöryggi í breyttu umhverfi Tilnefningar til Íslensku vefverðalaunanna Norræni bankinn fjármagnar þrjú verkefni Heima Nýir eigendur endurreisa Snúruna Ráðinn yfirverkefnastjóri Colas Halldóra Fanney, Auður Erla og Sunna Ösp ráðnar til Samkaupa Starfsfólki fjölgar hjá RÚV en hríðfækkar í bransanum Eldrauður dagur í Kauphöllinni Bein útsending: Ársfundur Landsvirkjunar Stækka Smárabíó og bæta við þrettán veitingastöðum í Smáralind Gunnar tekur við af Hálfdáni hjá Örnu 64 sagt upp í þremur hópuppsögnum Baðlón og nýr veitingastaður Gísla Matt í Laugarási Sérfræðingur í gervigreind til KPMG Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Fyrrverandi aðstoðarmaður skellir sér aftur í auglýsingarnar Ekkert verður af frekari loðnuvertíð Engin bráð hætta á „bíólausu Íslandi“ Skattar á áfengi hæstir á Íslandi Stefna á Coda stöð við Húsavík Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Sjá meira
Hægt að nálgast ódýrari bjór eftir lagabreytinguna Stærsta breyting á áfengislögum frá því að bjórbanninu var aflétt var samþykkt í gær. Bruggarar eru himinlifandi með áfangann en vona að þetta sé aðeins fyrsta skrefið í átt að frjálsum áfengismarkaði á Íslandi. 16. júní 2022 19:01