Sér fyrir endann á tæpum tveimur árum Arnars í tveimur störfum hjá KSÍ Sindri Sverrisson skrifar 28. júní 2022 08:01 Blaðamannfundur KSÍ þar sem nýtt starfslið landsliðsins var kynnt Foto: Vilhelm Gunnarsson/Vilhelm Gunnarsson Vanda Sigurgeirsdóttir, formaður KSÍ, segir að í haust verði auglýst laus staða yfirmanns knattspyrnumála hjá sambandinu. Arnar Þór Viðarsson hefur gegnt starfinu samhliða því að þjálfa A-landslið karla frá því í lok árs 2020 en mun frá og með haustinu geta einbeitt sér alfarið að landsliðinu. „Hann hefur sinnt báðum þessum störfum allan tímann,“ segir Vanda í samtali við Vísi. Þegar Arnar var ráðinn þjálfari A-landsliðsins var samið við hann um að gegna „tímabundið“ stöðu yfirmanns knattspyrnumála, eða „sviðsstjóra knattspyrnusviðs“, þangað til nýr maður yrði ráðinn í starfið. Þetta segir í skriflegu svari Klöru Bjartmarz, framkvæmdastjóra KSÍ, þar sem segir að laun Arnars vegna starfanna tveggja séu aðskilin. Ljóst er að þetta tímabundna samkomulag mun ná til tuttugu mánaða og jafnvel lengur, allt eftir því hvernig gengur að finna arftaka Arnars í haust. Staðan auglýst í haust Áður en að Arnar var ráðinn yfirmaður knattspyrnumála, vorið 2019, hafði hann verið ráðinn þjálfari U21-landsliðs karla í byrjun ársins. Hann hætti svo með U21-landsliðið til að taka við A-landsliðinu í desember 2020 og hefur því haft í nægu að snúast fyrir hönd KSÍ síðustu þrjú ár. „Eins og fram hefur komið erum við að fara að breyta þessu og í fjárhagsáætlun er gert ráð fyrir því að í haust verði auglýst staða [yfirmanns knattspyrnumála],“ segir Vanda og bætir við: „Fyrri stjórn ákvað í desember að þetta væri eitthvað sem við þyrftum að gera, enda finnst mér það mjög eðlilegt. Það er fullt starf að vera þjálfari A-landsliðs karla,“ segir Vanda sem í síðustu viku lýsti yfir fullu trausti til Arnars sem landsliðsþjálfara eftir leikina í júní. Vilja vanda valið en líka fjárhagsleg spurning Frá því að Arnar tók við A-landsliðinu hefur verið rætt um mögulegan arftaka hans í stöðu yfirmanns knattspyrnumála og til að mynda lýsti Kári Árnason yfir áhuga á starfinu, áður en hann var ráðinn yfirmaður knattspyrnumála hjá Víkingi síðasta haust. En af hverju hefur ekki verið brugðist við fyrr svo að Arnar þurfi ekki að sinna tveimur krefjandi störfum á sama tíma? „Við viljum vanda okkur og undirbúa þetta vel. Svo er þetta líka fjárhagsleg spurning en fyrst og fremst snýst þetta um að við viljum vanda okkur því þetta er mjög mikilvægt starf,“ segir Vanda. KSÍ Fótbolti Mest lesið Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Fótbolti Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf gervifætur til þess að geta gengið eðlilega Fótbolti Albert sagður á óskalista Everton og Inter Fótbolti Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Körfubolti Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers Körfubolti Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Íslenski boltinn Sara Björk skoraði tvö í stórsigri Fótbolti Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Handbolti Dagskráin í dag: Nágrannaslagur í Njarðvík, Jókerinn og Íslendingalið Fortuna Sport Lena Margrét til Svíþjóðar Handbolti Fleiri fréttir Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf gervifætur til þess að geta gengið eðlilega Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Albert sagður á óskalista Everton og Inter Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni Sara Björk skoraði tvö í stórsigri Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna „Því miður verðið þið að þola mig aðeins lengur“ Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Fjöldi stuðningsmanna Man. United fór of snemma af vellinum í gærkvöldi Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Bestu mörkin: Helena hélt að Þóra hefði allt aðra skoðun á þessu Arne Slot: Samningarnir við Van Dijk og Salah sýna okkar metnað Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United „Hér er allt mögulegt“ Van Dijk fær 68 milljónir á viku Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Solanke skaut Tottenham í undanúrslit Chelsea í undanúrslit þrátt fyrir tap Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Albert og félagar í undanúrslit Slæmur skellur á móti nágrönnunum Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Sönderjyske vann Íslendingaslaginn Sjá meira
„Hann hefur sinnt báðum þessum störfum allan tímann,“ segir Vanda í samtali við Vísi. Þegar Arnar var ráðinn þjálfari A-landsliðsins var samið við hann um að gegna „tímabundið“ stöðu yfirmanns knattspyrnumála, eða „sviðsstjóra knattspyrnusviðs“, þangað til nýr maður yrði ráðinn í starfið. Þetta segir í skriflegu svari Klöru Bjartmarz, framkvæmdastjóra KSÍ, þar sem segir að laun Arnars vegna starfanna tveggja séu aðskilin. Ljóst er að þetta tímabundna samkomulag mun ná til tuttugu mánaða og jafnvel lengur, allt eftir því hvernig gengur að finna arftaka Arnars í haust. Staðan auglýst í haust Áður en að Arnar var ráðinn yfirmaður knattspyrnumála, vorið 2019, hafði hann verið ráðinn þjálfari U21-landsliðs karla í byrjun ársins. Hann hætti svo með U21-landsliðið til að taka við A-landsliðinu í desember 2020 og hefur því haft í nægu að snúast fyrir hönd KSÍ síðustu þrjú ár. „Eins og fram hefur komið erum við að fara að breyta þessu og í fjárhagsáætlun er gert ráð fyrir því að í haust verði auglýst staða [yfirmanns knattspyrnumála],“ segir Vanda og bætir við: „Fyrri stjórn ákvað í desember að þetta væri eitthvað sem við þyrftum að gera, enda finnst mér það mjög eðlilegt. Það er fullt starf að vera þjálfari A-landsliðs karla,“ segir Vanda sem í síðustu viku lýsti yfir fullu trausti til Arnars sem landsliðsþjálfara eftir leikina í júní. Vilja vanda valið en líka fjárhagsleg spurning Frá því að Arnar tók við A-landsliðinu hefur verið rætt um mögulegan arftaka hans í stöðu yfirmanns knattspyrnumála og til að mynda lýsti Kári Árnason yfir áhuga á starfinu, áður en hann var ráðinn yfirmaður knattspyrnumála hjá Víkingi síðasta haust. En af hverju hefur ekki verið brugðist við fyrr svo að Arnar þurfi ekki að sinna tveimur krefjandi störfum á sama tíma? „Við viljum vanda okkur og undirbúa þetta vel. Svo er þetta líka fjárhagsleg spurning en fyrst og fremst snýst þetta um að við viljum vanda okkur því þetta er mjög mikilvægt starf,“ segir Vanda.
KSÍ Fótbolti Mest lesið Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Fótbolti Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf gervifætur til þess að geta gengið eðlilega Fótbolti Albert sagður á óskalista Everton og Inter Fótbolti Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Körfubolti Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers Körfubolti Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Íslenski boltinn Sara Björk skoraði tvö í stórsigri Fótbolti Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Handbolti Dagskráin í dag: Nágrannaslagur í Njarðvík, Jókerinn og Íslendingalið Fortuna Sport Lena Margrét til Svíþjóðar Handbolti Fleiri fréttir Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf gervifætur til þess að geta gengið eðlilega Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Albert sagður á óskalista Everton og Inter Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni Sara Björk skoraði tvö í stórsigri Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna „Því miður verðið þið að þola mig aðeins lengur“ Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Fjöldi stuðningsmanna Man. United fór of snemma af vellinum í gærkvöldi Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Bestu mörkin: Helena hélt að Þóra hefði allt aðra skoðun á þessu Arne Slot: Samningarnir við Van Dijk og Salah sýna okkar metnað Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United „Hér er allt mögulegt“ Van Dijk fær 68 milljónir á viku Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Solanke skaut Tottenham í undanúrslit Chelsea í undanúrslit þrátt fyrir tap Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Albert og félagar í undanúrslit Slæmur skellur á móti nágrönnunum Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Sönderjyske vann Íslendingaslaginn Sjá meira