Stelpurnar komast á heimsmeistaramótið í tæka tíð Árni Sæberg skrifar 27. júní 2022 14:25 Helmingur stelpnanna frá JSB er lagður af stað til Spánar. Hinn helmingurinn bíður enn á Íslandi með öndina í hálsinum. Aðsend Búið er að tryggja öllum dansstelpunum frá danskólanum JSB flugfar frá Íslandi í dag eða á morgun. Að sögn aðstoðarskólastjóra skólans komast þær á áfangastað í tæka tíð til að keppa á heimsmeistaramóti í dansi, þótt litlu hafi mátt muna. Bára Magnúsdóttir, sem Jazzballetskóli Báru, JSB, er kenndur við, segir að unnið hafi verið að því baki brotnu frá því að flug stelpnanna var fellt niður í gær að koma þeim til Spánar. Flug þeirra var fellt niður vegna þess að rekist var utan í flugvél Play á flugvelli erlendis og hún tafðist í viðgerð með þeim afleiðingum að hún var ekki nothæf í gær. „Þetta er alveg í fullum gangi að koma keppendum út. Því ef þær komast ekki út í dag eða á morgun er ferðin ónýt af því þá komast þær of seint í keppnina, þær eru að keppa fyrir Íslands hönd á Dance World Cup, heimsmeistaramóti. Þetta er náttúrulega dálítið mikið mál, af því að það eru millilendingar og rútuferðir,“ segir Bára í samtali við Vísi. Hún segir að helmingur hópsins sé kominn út en hinn helmingurinn bíði enn á Íslandi með öndina í hálsinum. Eftir að Vísir ræddi við Báru hefur fengist staðfest að helmingur hópsins kemur á áfangastað um klukkan þrjú í nótt eftir að hafa ferðast í allan dag. Stelpurnar munu því ná að keppa á morgun þó þær verði eflaust ansi þreyttar. Hinn helmingurinn flýgur svo út til Parísar í fyrramálið með Play og þaðan til Bilbao, sem er nálægt San Sebastian þar sem keppnin fer fram. Sá hluti hópsins keppir ekki fyrr en á miðvikudag og því er ljóst að allir keppendur komast á mótið fyrir keppni. Þetta staðfestir Þórdís Schram, aðstoðarskólastjóri JSB og dóttir Báru, í samtali við Vísi en hún er stödd úti á Spáni. Þurfa að leggja út tvær til þrjár milljónir króna Bára segir hluta af vandanum vera að leggja þarf út fyrir nýju fargjaldi, rútuferðum og gistingu á hótelum. „Það er of flókið að tala við hvern foreldra fyrir sig. Það er bara verið ganga frá því núna hvernig á að gera þetta fyrir svona marga í einu og skólinn stendur bara á bak við það og það er verið ganga frá því að far fyrir alla verði greitt, allir komist í keppnina. Svo verðum við bara að taka á því eftir á, hvernig við fáum það endurgreitt,“ segir hún. Hún telur að útlagður kostnaður verði á bilinu tvær til þrjár milljónir króna. Bára segir að hópurinn, sem telur tæplega sextíu manns, eigi bókað flugfar með Play frá Spáni að móti loknu. Hún vonar að það standi. „En þessi hlið á ferðinni, sem við leggjum út fyrir fólkið að komast í keppnina. Það förum við fram á við Play að verði endurgreitt. En það er meira en það, það var líka búið að borga hótel fyrir ákveðið marga daga, rútuferð af því það er millilent og tekin rúta í marga klukkutíma, það er svolítið erfitt að komast á keppnisstað,“ segir hún. Þá segir hún að allir, fararstjórar, foreldrar og stjórnendur, hafi starfað sem einn maður í því að koma stelpunum á keppnisstað. „Við erum ekki vön að hlaupa frá hálfkláruðu verki. Þannig að við reynum að komast á leiðarenda og ljúka þessu verkefni, svo tökumst við bara á við afleiðingarnar seinna,“ segir Bára að lokum. Fréttin hefur verið uppfærð. Play Spánn Fréttir af flugi Dans Tengdar fréttir Leika sér ekki að því að aflýsa flugi Vél flugfélagsins Play er komin í gagnið á ný eftir að ekið var á hana fyrir helgi. Tafir urðu á viðgerð sem varð til þess að aflýsa þurfti flugferðum til og frá Madrid, flugfarþegum til mikils ama. Nadine Guðrún Yaghi, samskiptastjóri Play, segir flugfélagið ekki leika sér að því að aflýsa flugi - allt sé reynt áður en gripið sé til þess ráðs. 27. júní 2022 12:54 Mest lesið Heitir umfangsmestu brottvísunum í sögu Bandaríkjanna Erlent „Ég held að ég þurfi að fara að pakka niður í tösku og flytja upp í ský“ Innlent Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Erlent Ekkert ferðaveður á morgun og Freyja komin í Seyðisfjörð Innlent Opna fyrir Tiktok á nýjan leik Erlent Fjölskyldur fögnuðu þegar gíslum var sleppt Erlent Ók inn í snjóflóð í Færivallaskriðum Innlent „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Innlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Innlent Fleiri fréttir Ekkert ferðaveður á morgun og Freyja komin í Seyðisfjörð „Ég held að ég þurfi að fara að pakka niður í tösku og flytja upp í ský“ Umhverfis- og tæknisvið uppsveita á Laugarvatni Ók inn í snjóflóð í Færivallaskriðum Um 170 íbúar komnir með húsaskjól og rýmingarsvæðum fjölgað Rýmingar á Austfjörðum, vopnahlé og dýramessa „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Vill að þingið leyfi Hvammsvirkjun með bráðabirgðalögum Vopnahlé og ákvörðun tekin um rýmingu á Austfjörðum Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Tuttugu manns í rútuslysi Háskólinn, Hvammsvirkun og Sjálfstæðisflokkurinn á Sprengisandi Landið mest allt gult í dag Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Sjá meira
Bára Magnúsdóttir, sem Jazzballetskóli Báru, JSB, er kenndur við, segir að unnið hafi verið að því baki brotnu frá því að flug stelpnanna var fellt niður í gær að koma þeim til Spánar. Flug þeirra var fellt niður vegna þess að rekist var utan í flugvél Play á flugvelli erlendis og hún tafðist í viðgerð með þeim afleiðingum að hún var ekki nothæf í gær. „Þetta er alveg í fullum gangi að koma keppendum út. Því ef þær komast ekki út í dag eða á morgun er ferðin ónýt af því þá komast þær of seint í keppnina, þær eru að keppa fyrir Íslands hönd á Dance World Cup, heimsmeistaramóti. Þetta er náttúrulega dálítið mikið mál, af því að það eru millilendingar og rútuferðir,“ segir Bára í samtali við Vísi. Hún segir að helmingur hópsins sé kominn út en hinn helmingurinn bíði enn á Íslandi með öndina í hálsinum. Eftir að Vísir ræddi við Báru hefur fengist staðfest að helmingur hópsins kemur á áfangastað um klukkan þrjú í nótt eftir að hafa ferðast í allan dag. Stelpurnar munu því ná að keppa á morgun þó þær verði eflaust ansi þreyttar. Hinn helmingurinn flýgur svo út til Parísar í fyrramálið með Play og þaðan til Bilbao, sem er nálægt San Sebastian þar sem keppnin fer fram. Sá hluti hópsins keppir ekki fyrr en á miðvikudag og því er ljóst að allir keppendur komast á mótið fyrir keppni. Þetta staðfestir Þórdís Schram, aðstoðarskólastjóri JSB og dóttir Báru, í samtali við Vísi en hún er stödd úti á Spáni. Þurfa að leggja út tvær til þrjár milljónir króna Bára segir hluta af vandanum vera að leggja þarf út fyrir nýju fargjaldi, rútuferðum og gistingu á hótelum. „Það er of flókið að tala við hvern foreldra fyrir sig. Það er bara verið ganga frá því núna hvernig á að gera þetta fyrir svona marga í einu og skólinn stendur bara á bak við það og það er verið ganga frá því að far fyrir alla verði greitt, allir komist í keppnina. Svo verðum við bara að taka á því eftir á, hvernig við fáum það endurgreitt,“ segir hún. Hún telur að útlagður kostnaður verði á bilinu tvær til þrjár milljónir króna. Bára segir að hópurinn, sem telur tæplega sextíu manns, eigi bókað flugfar með Play frá Spáni að móti loknu. Hún vonar að það standi. „En þessi hlið á ferðinni, sem við leggjum út fyrir fólkið að komast í keppnina. Það förum við fram á við Play að verði endurgreitt. En það er meira en það, það var líka búið að borga hótel fyrir ákveðið marga daga, rútuferð af því það er millilent og tekin rúta í marga klukkutíma, það er svolítið erfitt að komast á keppnisstað,“ segir hún. Þá segir hún að allir, fararstjórar, foreldrar og stjórnendur, hafi starfað sem einn maður í því að koma stelpunum á keppnisstað. „Við erum ekki vön að hlaupa frá hálfkláruðu verki. Þannig að við reynum að komast á leiðarenda og ljúka þessu verkefni, svo tökumst við bara á við afleiðingarnar seinna,“ segir Bára að lokum. Fréttin hefur verið uppfærð.
Play Spánn Fréttir af flugi Dans Tengdar fréttir Leika sér ekki að því að aflýsa flugi Vél flugfélagsins Play er komin í gagnið á ný eftir að ekið var á hana fyrir helgi. Tafir urðu á viðgerð sem varð til þess að aflýsa þurfti flugferðum til og frá Madrid, flugfarþegum til mikils ama. Nadine Guðrún Yaghi, samskiptastjóri Play, segir flugfélagið ekki leika sér að því að aflýsa flugi - allt sé reynt áður en gripið sé til þess ráðs. 27. júní 2022 12:54 Mest lesið Heitir umfangsmestu brottvísunum í sögu Bandaríkjanna Erlent „Ég held að ég þurfi að fara að pakka niður í tösku og flytja upp í ský“ Innlent Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Erlent Ekkert ferðaveður á morgun og Freyja komin í Seyðisfjörð Innlent Opna fyrir Tiktok á nýjan leik Erlent Fjölskyldur fögnuðu þegar gíslum var sleppt Erlent Ók inn í snjóflóð í Færivallaskriðum Innlent „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Innlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Innlent Fleiri fréttir Ekkert ferðaveður á morgun og Freyja komin í Seyðisfjörð „Ég held að ég þurfi að fara að pakka niður í tösku og flytja upp í ský“ Umhverfis- og tæknisvið uppsveita á Laugarvatni Ók inn í snjóflóð í Færivallaskriðum Um 170 íbúar komnir með húsaskjól og rýmingarsvæðum fjölgað Rýmingar á Austfjörðum, vopnahlé og dýramessa „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Vill að þingið leyfi Hvammsvirkjun með bráðabirgðalögum Vopnahlé og ákvörðun tekin um rýmingu á Austfjörðum Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Tuttugu manns í rútuslysi Háskólinn, Hvammsvirkun og Sjálfstæðisflokkurinn á Sprengisandi Landið mest allt gult í dag Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Sjá meira
Leika sér ekki að því að aflýsa flugi Vél flugfélagsins Play er komin í gagnið á ný eftir að ekið var á hana fyrir helgi. Tafir urðu á viðgerð sem varð til þess að aflýsa þurfti flugferðum til og frá Madrid, flugfarþegum til mikils ama. Nadine Guðrún Yaghi, samskiptastjóri Play, segir flugfélagið ekki leika sér að því að aflýsa flugi - allt sé reynt áður en gripið sé til þess ráðs. 27. júní 2022 12:54