Drógu tvo vélarvana báta að landi og björguðu örmagna göngumönnum Magnús Jochum Pálsson skrifar 27. júní 2022 17:42 Björgunarskipið Sjöfn dregur skemmtibátinn að landi. Landsbjörg Tvisvar þurfti að kalla út björgunarskip Landsbjargar í dag, Gísli Jóns var kallaður út frá Ísafirði vegna vélarvana strandveiðibáts og Sjöfn í Reykjavík var kölluð út vegna vélarvana skemmtibáts við Viðey. Björgunarsveitarmenn þurftu einnig að bjarga örmagna göngumönnum á Sprengisandsleið og aðstoða mann sem hrasaði við Hengifoss. Björgunarsveitir Landsbjargar stóðu í ströngu í dag. Snemma í morgun var björgunarskipið Gísli Jóns kallað út frá Ísafirði vegna vélarvana strandveiðibáts sem var staddur 10 sjómílur vestur af Barða milli Önundarfjarðar og Dýrafjarðar. Björgunarskipið sótti bátinn og tók í tog til Bolungarvíkur. Klukkan hálf tvö var björgunarbáturinn Sjöfn í Reykjavík einnig kallaður út vegna vélarvana skemmtibáts sem varð vélarvana suður af Viðey. Skemmtibáturinn var tekinn í tog og dreginn til hafnar og sakaði engann um borð. Myndir frá björguninni við Viðey í dag.Landsbjörg Einn sem hrasaði og nokkrir örmagna Stuttu síðar var björgunarsveit frá Héraði kölluð út til aðstoðar eftir að maður hafði hrasað við Hengifoss. Rétt fyrir hádegi í dag barst Neyðarlínunni tilkynning frá örmagna göngumönnum sem voru staddir á Sprengisandsleið og höfðu verið á göngu í um viku. Þeir voru orðnir kaldir og hraktir eftir íslenska suddann enda hefur rignt undanfarna daga á hálendinu og rignir enn. Hópur björgunarsveitarfólks á hálendisvakt í Landmannalaugum var kallaður út og fór til mannanna sem voru staddir í grend við skálann í Versölum. Þegar fréttin var skrifuð voru björgunarsveitarmennirnir komnir að mönnunum og hálfnaðir með að koma þeim til Landmannalauga þar sem á að hlúa að þeim. Björgunarsveitir Reykjavík Viðey Mest lesið Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Færeyingar fagna tvennum göngum Erlent Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar Innlent Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Erlent Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Innlent Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi Innlent Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Innlent Fleiri fréttir Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB eigi síðar en 2027 „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Ætla að fjölga lögreglumönnum verulega Vilja ekki plast eða vír á leiðisskreytingar í kirkjugörðum Þetta eru ráðherrar nýrrar ríkisstjórnar Allir punktar stefnuyfirlýsingar ríkisstjórnarinnar Kallar eftir stillingu: „Menn eru saklausir uns sekt er sönnuð!“ Full tilhlökkunar að taka við nýju ráðuneyti „Það verður unnið fyrir heimilin í landinu“ Ný ríkisstjórn og áfall í Magdeburg „Ég held að þetta sé góður dagur fyrir þjóðina“ Áslaug Arna bjargaði kafnandi konu á veitingastað Tveir ungir á 140 kílómetra hraða Vaktin: Ný ríkisstjórn kynnt fyrir landanum Í eðli Sólveigar að vera með hnefann á lofti Hvetja Íslendinga á svæðinu til að láta vita af sér „Maður mun sakna þess mjög“ Engin breyting á hvalveiðileyfi því það sé glænýtt Ríkisstjórn sem þarfnist mikillar samhæfingar milli formannanna Einar baðst fyrirgefningar Sjá meira
Björgunarsveitir Landsbjargar stóðu í ströngu í dag. Snemma í morgun var björgunarskipið Gísli Jóns kallað út frá Ísafirði vegna vélarvana strandveiðibáts sem var staddur 10 sjómílur vestur af Barða milli Önundarfjarðar og Dýrafjarðar. Björgunarskipið sótti bátinn og tók í tog til Bolungarvíkur. Klukkan hálf tvö var björgunarbáturinn Sjöfn í Reykjavík einnig kallaður út vegna vélarvana skemmtibáts sem varð vélarvana suður af Viðey. Skemmtibáturinn var tekinn í tog og dreginn til hafnar og sakaði engann um borð. Myndir frá björguninni við Viðey í dag.Landsbjörg Einn sem hrasaði og nokkrir örmagna Stuttu síðar var björgunarsveit frá Héraði kölluð út til aðstoðar eftir að maður hafði hrasað við Hengifoss. Rétt fyrir hádegi í dag barst Neyðarlínunni tilkynning frá örmagna göngumönnum sem voru staddir á Sprengisandsleið og höfðu verið á göngu í um viku. Þeir voru orðnir kaldir og hraktir eftir íslenska suddann enda hefur rignt undanfarna daga á hálendinu og rignir enn. Hópur björgunarsveitarfólks á hálendisvakt í Landmannalaugum var kallaður út og fór til mannanna sem voru staddir í grend við skálann í Versölum. Þegar fréttin var skrifuð voru björgunarsveitarmennirnir komnir að mönnunum og hálfnaðir með að koma þeim til Landmannalauga þar sem á að hlúa að þeim.
Björgunarsveitir Reykjavík Viðey Mest lesið Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Færeyingar fagna tvennum göngum Erlent Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar Innlent Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Erlent Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Innlent Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi Innlent Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Innlent Fleiri fréttir Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB eigi síðar en 2027 „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Ætla að fjölga lögreglumönnum verulega Vilja ekki plast eða vír á leiðisskreytingar í kirkjugörðum Þetta eru ráðherrar nýrrar ríkisstjórnar Allir punktar stefnuyfirlýsingar ríkisstjórnarinnar Kallar eftir stillingu: „Menn eru saklausir uns sekt er sönnuð!“ Full tilhlökkunar að taka við nýju ráðuneyti „Það verður unnið fyrir heimilin í landinu“ Ný ríkisstjórn og áfall í Magdeburg „Ég held að þetta sé góður dagur fyrir þjóðina“ Áslaug Arna bjargaði kafnandi konu á veitingastað Tveir ungir á 140 kílómetra hraða Vaktin: Ný ríkisstjórn kynnt fyrir landanum Í eðli Sólveigar að vera með hnefann á lofti Hvetja Íslendinga á svæðinu til að láta vita af sér „Maður mun sakna þess mjög“ Engin breyting á hvalveiðileyfi því það sé glænýtt Ríkisstjórn sem þarfnist mikillar samhæfingar milli formannanna Einar baðst fyrirgefningar Sjá meira