Þróun mála í Bandaríkjunum „sérstök og ömurleg“ Bjarki Sigurðsson og Óttar Kolbeinsson Proppé skrifa 27. júní 2022 19:00 Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra segir stöðu mála í Bandaríkjunum varðandi þungunarrof vera ömurlega. Vísir/Vilhelm Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra segir þróun mála í Bandaríkjunum í kjölfar niðurfellingu fordæmis Roe v Wade vera ömurlega. Þungunarrof sé sjálfsagður réttur kvenna. Í síðustu viku sneri Hæstiréttur Bandaríkjanna við fordæmi sínu sem hefur tryggt konum rétt til þungunarrofs. Nú hafa ríki í landinu frjálsari hendur til að setja takmarkanir í þungunarrof eða banna það alfarið. Aðstoðarmaður Jóns, Brynjar Níelsson, hefur tjáð sig um málið á Facebook-síðu sinni þar sem hann segir meðal annars að þungunarrof sé ekki mannréttindi og að rangfærslur og misskilningur séu áberandi í umræðunni um dóm Hæstarétts Bandaríkjanna. „Hæstiréttur Bandaríkjanna er einfaldlega að segja að þungunarrof sé ekki stjórnarskrárvarinn réttur heldur er það kjörinna fulltrúa að ákveða með lögum réttindi til þungunarrofs og reglur þar um. Þannig virkar nefnilega lýðræðið,“ skrifaði Brynjar á Facebook-síðu sína. Í samtali við fréttastofu segir Jón að hann hafi ekki fylgst með skrifum aðstoðarmanns síns. „Ég get bara sagt um þetta mál að mér finnst þessi þróun í Bandaríkjunum vera mjög sérstök og ömurleg. Það á að vera sjálfsagður réttur kvenna að geta leitað eftir þungunarrofi, svo langt sem það nær,“ segir Jón. Ákvörðunin snúist um tímamörk Jón, ásamt fleiri þingmönnum, greiddi atkvæði gegn svokölluðu þungunarrofsfrumvarpi á Alþingi árið 2019 en hann segir að það hafi verið mikið gert úr þessari ákvörðun hans. „Það var auðvitað gert á þeim forsendum að það gerði ráð fyrir því að fóstureyðing gæti átt sér stað alveg fram á síðustu viku fyrir barnsburð. Það töldum við nokkrir þingmenn ekki vera eðlilegt. Við teljum að það hljóti að vera á þessu tímamörk, nema lífi móður sé ógnað. Einhvern tímann í þessu ferli myndist réttur fósturs til lífs. Um það snýst þetta mál, hvar ætlar þú að setja þau tímamörk, hversu marga mánuði þarf kona að vera gengin þar til að fóstur eignast rétt til lífs,“ segir ráðherrann. Ísland ekki nálægt slíkri umræðu Hann segir að sem betur fer sé Ísland ekki nálægt svipaðri umræðu og nú er í gangi í Bandaríkjunum. „Það er svo langur vegur frá því að við séum eitthvað á móti þungunarrofi eða fóstureyðingu ef svo ber undir. Það á að vera sjálfsákvörðunarréttur kvenna upp að ákveðnu marki.“ Uppfært 28. júní: Tekið skal fram að þau lög sem samþykkt voru á þingi árið 2019 og Jón greiddi atkvæði gegn kváðu á um að þunugnarrof væri heimilt til loka 22. viku meðgöngu en ekki fram að síðustu viku meðgöngu eins og Jón nefndi í viðtalinu. Hann hefur verið gagnrýndur fyrir þessi orð sín: Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Þungunarrof Reykjavík síðdegis Mest lesið Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Erlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Innlent Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Innlent Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Innlent Reykjavíkurborg dregur úr áformunum Innlent Fleiri fréttir Skjálftahrina á Reykjanestá og sá stærsti 3,5 Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Reykjavíkurborg dregur úr áformunum Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Varðhald í manndrápsmáli, offita barna og íslenskir kafbátar Berklasmit á Fáskrúðsfirði Berghildur Erla hlaut blaðamannaverðlaun fyrir Vistheimilin Guðni verður prófessor í nafni Jóns Sigurðssonar Leikarar og dansarar á leið í verkfall Bein útsending: Blaðamannaverðlaunin afhent Tekið á móti nýju hafrannsóknaskipi Taldir hafa nýtt sér óvissu um starfsemi Zuism til þess að svíkja út fé Ögurstund upp runnin hjá VR Skjálftahrina við Reykjanestá Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Samþykkt að fella 700 til 900 tré í næsta áfanga Ráðherra mátti sín lítils gegn ríkinu Fangelsisdómar Zúistabræðra staðfestir Lögregla lýsir eftir manni Bæjarfulltrúum í Suðurnesjabæ fækkað um tvo Bindur vonir við að aukið fjármagn fáist í viðhald fyrir vestan Ekki meira en 350 grömm af rauðu kjöti á viku og sem minnst af sykri Lögregla segir rannsókn manndrápsins enn á frumstigi Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Mæla gegn því að ungbörn séu hnykkt Bein útsending: Landlæknir endurskoðar ráð sín um mataræði Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Sjá meira
Í síðustu viku sneri Hæstiréttur Bandaríkjanna við fordæmi sínu sem hefur tryggt konum rétt til þungunarrofs. Nú hafa ríki í landinu frjálsari hendur til að setja takmarkanir í þungunarrof eða banna það alfarið. Aðstoðarmaður Jóns, Brynjar Níelsson, hefur tjáð sig um málið á Facebook-síðu sinni þar sem hann segir meðal annars að þungunarrof sé ekki mannréttindi og að rangfærslur og misskilningur séu áberandi í umræðunni um dóm Hæstarétts Bandaríkjanna. „Hæstiréttur Bandaríkjanna er einfaldlega að segja að þungunarrof sé ekki stjórnarskrárvarinn réttur heldur er það kjörinna fulltrúa að ákveða með lögum réttindi til þungunarrofs og reglur þar um. Þannig virkar nefnilega lýðræðið,“ skrifaði Brynjar á Facebook-síðu sína. Í samtali við fréttastofu segir Jón að hann hafi ekki fylgst með skrifum aðstoðarmanns síns. „Ég get bara sagt um þetta mál að mér finnst þessi þróun í Bandaríkjunum vera mjög sérstök og ömurleg. Það á að vera sjálfsagður réttur kvenna að geta leitað eftir þungunarrofi, svo langt sem það nær,“ segir Jón. Ákvörðunin snúist um tímamörk Jón, ásamt fleiri þingmönnum, greiddi atkvæði gegn svokölluðu þungunarrofsfrumvarpi á Alþingi árið 2019 en hann segir að það hafi verið mikið gert úr þessari ákvörðun hans. „Það var auðvitað gert á þeim forsendum að það gerði ráð fyrir því að fóstureyðing gæti átt sér stað alveg fram á síðustu viku fyrir barnsburð. Það töldum við nokkrir þingmenn ekki vera eðlilegt. Við teljum að það hljóti að vera á þessu tímamörk, nema lífi móður sé ógnað. Einhvern tímann í þessu ferli myndist réttur fósturs til lífs. Um það snýst þetta mál, hvar ætlar þú að setja þau tímamörk, hversu marga mánuði þarf kona að vera gengin þar til að fóstur eignast rétt til lífs,“ segir ráðherrann. Ísland ekki nálægt slíkri umræðu Hann segir að sem betur fer sé Ísland ekki nálægt svipaðri umræðu og nú er í gangi í Bandaríkjunum. „Það er svo langur vegur frá því að við séum eitthvað á móti þungunarrofi eða fóstureyðingu ef svo ber undir. Það á að vera sjálfsákvörðunarréttur kvenna upp að ákveðnu marki.“ Uppfært 28. júní: Tekið skal fram að þau lög sem samþykkt voru á þingi árið 2019 og Jón greiddi atkvæði gegn kváðu á um að þunugnarrof væri heimilt til loka 22. viku meðgöngu en ekki fram að síðustu viku meðgöngu eins og Jón nefndi í viðtalinu. Hann hefur verið gagnrýndur fyrir þessi orð sín:
Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Þungunarrof Reykjavík síðdegis Mest lesið Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Erlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Innlent Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Innlent Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Innlent Reykjavíkurborg dregur úr áformunum Innlent Fleiri fréttir Skjálftahrina á Reykjanestá og sá stærsti 3,5 Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Reykjavíkurborg dregur úr áformunum Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Varðhald í manndrápsmáli, offita barna og íslenskir kafbátar Berklasmit á Fáskrúðsfirði Berghildur Erla hlaut blaðamannaverðlaun fyrir Vistheimilin Guðni verður prófessor í nafni Jóns Sigurðssonar Leikarar og dansarar á leið í verkfall Bein útsending: Blaðamannaverðlaunin afhent Tekið á móti nýju hafrannsóknaskipi Taldir hafa nýtt sér óvissu um starfsemi Zuism til þess að svíkja út fé Ögurstund upp runnin hjá VR Skjálftahrina við Reykjanestá Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Samþykkt að fella 700 til 900 tré í næsta áfanga Ráðherra mátti sín lítils gegn ríkinu Fangelsisdómar Zúistabræðra staðfestir Lögregla lýsir eftir manni Bæjarfulltrúum í Suðurnesjabæ fækkað um tvo Bindur vonir við að aukið fjármagn fáist í viðhald fyrir vestan Ekki meira en 350 grömm af rauðu kjöti á viku og sem minnst af sykri Lögregla segir rannsókn manndrápsins enn á frumstigi Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Mæla gegn því að ungbörn séu hnykkt Bein útsending: Landlæknir endurskoðar ráð sín um mataræði Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Sjá meira