Sjötti hvalur vertíðarinnar kominn á land í Hvalfirði Kristján Már Unnarsson skrifar 27. júní 2022 22:00 Frá hvalstöðinni í Hvalfirði. Hvalbáturinn Hvalur 8 kominn að bryggju með feng sinn síðastliðinn föstudag. Egill Aðalsteinsson Sex langreyðar eru komnar á land í Hvalfirði það sem af er hvalvertíðinni og segir Kristján Loftsson, forstjóri Hvals, það ágætis veiði miðað við að bræla hafi verið á miðunum fyrstu dagana. Í fréttum Stöðvar 2 mátti sjá myndir sem Egill Aðalsteinsson, kvikmyndatökumaður fréttastofu, tók í Hvalfirði síðdegis á föstudag þegar hvalbáturinn Hvalur 8 var að koma með langreyði númer tvö að landi í hvalstöðinni, tíu klukkustundum eftir að Hvalur 9 kom þangað með fyrstu langreyðina. Hvalur 8 við bryggju hvalstöðvarinnar. Langreyðurin sést við síðu skipsins,Egill Aðalsteinsson Aðfararnótt sunnudags kom nían með þriðju langreyðina að landi og í gær kom áttan með tvær. Síðdegis í dag kom svo Hvalur 9 inn í Hvalfjörð með sjötta dýrið sem veiðist á þessari vertíð og unnu starfsmenn Hvals hf. fram á kvöld við að skera hvalinn á vinnsluplaninu. Kristján Loftsson, forstjóri Hvals, segir sex hvali á fimm dögum ágætis veiði í ljósi þess að bræla hafi verið á miðunum fyrstu dagana. Hann segir hvalina hafa veiðst suður af Reykjanesi, suðvestur af Garðskaga og vestur af Faxaflóa. Þeir sem næstir voru landi veiddust um 120 sjómílur undan Reykjanesi en algengt er að þeir veiðist um 150 mílur frá landinu. Í hvalstöðinni eru um 120 manns á störfum við hvalvinnsluna og auk þeirra eru hátt þrjátíu manns í áhöfnum hvalbátanna. Margir starfsmanna eru núna á sinni fyrstu hvalvertíð og því þykir ekki verra að vertíðin fari rólega af stað meðan mannskapurinn er að þjálfast. Hvalbátarnir Hvalur 6 og Hvalur 7 sigla tæpast framar til hvalveiða.Egill Aðalsteinsson Til hliðar við hvalstöðina má sjá hvalbátana Hval 6 og Hval 7 uppi í fjöru en þangað var þeim siglt til geymslu fyrir ellefu árum. Þeir höfðu þá ekkert verið í notkun í aldarfjórðung eða frá því þeim var sökkt í Reykjavíkurhöfn árið 1986 í skemmdarverkaárás Sea Shepherd-samtakanna. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Hvalveiðar Hvalfjarðarsveit Sjávarútvegur Tengdar fréttir Segir hvalveiðar hafa eyðileggjandi áhrif á orðspor Íslands Fréttastofa CNN ræddi við fólk sem starfar í íslenskri ferðaþjónustu um hvalveiðar og áhrif þeirra á ferðaþjónustuna. Íslendingarnir segja meirihluta íslensku þjóðarinnar vera mótfallinn hvalveiðum og þær hafi neikvæð áhrif á orðspor Íslands. 26. júní 2022 13:15 Segir það kjaftæði að ferðamenn sniðgangi Ísland vegna hvalveiða Fyrsta langreyður vertíðarinnar, og jafnframt sú fyrsta sem skotin er við Ísland í nærri fjögur ár, veiddist um miðjan dag vestur af landinu. Búist er við að hvalurinn verði dreginn á land í Hvalfirði á morgun en þar var í kvöld byrjað að kynda undir kötlunum. 23. júní 2022 21:42 „Kristján Loftsson búinn að einangrast“ Hvalbáturinn Hvalur 9 kom með fyrstu langreyðina á þessari vertíð að landi í Hvalfirði í morgun. Hún reyndist átján metra löng og veiddist djúpt út af Faxaflóa um miðjan dag í gær. 24. júní 2022 12:33 Kristján stendur keikur í heimildarmynd þar sem hann er kallaður „hataðasti“ maður Íslands Segist ætla að stunda hvalveiðar að eilífu og kallar dýraverndarsinna skræfur. 17. desember 2018 13:58 Eigandi Hvals hf. við New York Times: „Ef það er sjálfbært þá veiðir maður“ Kristján Loftsson sér enga ástæðu til að hætta hvalveiðum þrátt fyrir alþjóðlega fordæmingu í viðtali við New York Times. 10. ágúst 2018 11:34 Mest lesið Ungar danskar konur taldar hafa látist af metanóleitrun Erlent Vita ekki hvað fór úrskeiðis Innlent Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Eftirlitið skipar afurðastöðvum að stöðva aðgerðir tafarlaust Innlent Óheppilegt að setja Jón í ráðuneytið Innlent Ný brú á Þjórsá talin kosta um fimmtung af verði Ölfusárbrúar Innlent Minnisblað þvert á niðurstöðu dómsins Innlent Efast um skýringar Snorra á lækkandi fæðingartíðni Innlent Börn Pelicot biðla til föður síns um að játa brot sín að fullu Erlent Fleiri fréttir Segist vita hver vó Geirfinn Miðflokksmenn séu mestu vælukjóarnir Ógildu lögin gætu bakað ríkinu skaðabótaskyldu Fern ný jarðgöng undirbúin meðan Fjarðarheiðin bíður Vita ekki hvað fór úrskeiðis Lykildagar fram undan: „Það er mjög erfitt ástand á heimilinu“ Hinsegin fólk í Bandaríkjunum horfir til Íslands „Klassískt dæmi“ um sérhagsmunagæslu Framsóknar og Sjálfstæðisflokks Sérhagsmunagæsla, lykildagar og bókaormar í beinni Málglaðasti þingmaðurinn talaði í þrjá og hálfan sólarhring Bein útsending: Kosningafundur Flugmálafélags Íslands Eftirlitið skipar afurðastöðvum að stöðva aðgerðir tafarlaust Ólíklegt að gjósi í nóvember Óheppilegt að setja Jón í ráðuneytið Sautján mál urðu að lögum og tvær þingsályktanir samþykktar Auka öryggið á Bland.is vegna svikahrappa Minnisblað þvert á niðurstöðu dómsins Ekið á sex kindur viku eftir að ekið var á sjö Kosningafundur um jafnréttismál Lögfræðingar Alþingis vöruðu við breytingum á búvörulögum Lögfræðingar þingsins lögðu til að nýtt frumvarp yrði lagt fram Mál hjúkrunarfræðingsins tekið fyrir á ný í dag Fjölmennt á samstöðufundi foreldra leikskólabarna á Sauðárkróki Sexfalda greiðslur í fyrstu tæknifrjóvgun og tæknisæðing telur Unglingar í alvarlegum vanda fá nýtt húsnæði Sjálfstæðisflokkurinn hafi misnotað aðstöðu sína í aðdraganda kosninga Borgarlínuvagnar þeir einu sem fái að aka Fríkirkju- og Skothúsveg Leiðindafæri á Austurlandi og víða þungfært Ný brú á Þjórsá talin kosta um fimmtung af verði Ölfusárbrúar Endanleg fjárlög 2025: Hallinn jókst um 18 milljarða vegna kólnunar Sjá meira
Í fréttum Stöðvar 2 mátti sjá myndir sem Egill Aðalsteinsson, kvikmyndatökumaður fréttastofu, tók í Hvalfirði síðdegis á föstudag þegar hvalbáturinn Hvalur 8 var að koma með langreyði númer tvö að landi í hvalstöðinni, tíu klukkustundum eftir að Hvalur 9 kom þangað með fyrstu langreyðina. Hvalur 8 við bryggju hvalstöðvarinnar. Langreyðurin sést við síðu skipsins,Egill Aðalsteinsson Aðfararnótt sunnudags kom nían með þriðju langreyðina að landi og í gær kom áttan með tvær. Síðdegis í dag kom svo Hvalur 9 inn í Hvalfjörð með sjötta dýrið sem veiðist á þessari vertíð og unnu starfsmenn Hvals hf. fram á kvöld við að skera hvalinn á vinnsluplaninu. Kristján Loftsson, forstjóri Hvals, segir sex hvali á fimm dögum ágætis veiði í ljósi þess að bræla hafi verið á miðunum fyrstu dagana. Hann segir hvalina hafa veiðst suður af Reykjanesi, suðvestur af Garðskaga og vestur af Faxaflóa. Þeir sem næstir voru landi veiddust um 120 sjómílur undan Reykjanesi en algengt er að þeir veiðist um 150 mílur frá landinu. Í hvalstöðinni eru um 120 manns á störfum við hvalvinnsluna og auk þeirra eru hátt þrjátíu manns í áhöfnum hvalbátanna. Margir starfsmanna eru núna á sinni fyrstu hvalvertíð og því þykir ekki verra að vertíðin fari rólega af stað meðan mannskapurinn er að þjálfast. Hvalbátarnir Hvalur 6 og Hvalur 7 sigla tæpast framar til hvalveiða.Egill Aðalsteinsson Til hliðar við hvalstöðina má sjá hvalbátana Hval 6 og Hval 7 uppi í fjöru en þangað var þeim siglt til geymslu fyrir ellefu árum. Þeir höfðu þá ekkert verið í notkun í aldarfjórðung eða frá því þeim var sökkt í Reykjavíkurhöfn árið 1986 í skemmdarverkaárás Sea Shepherd-samtakanna. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Hvalveiðar Hvalfjarðarsveit Sjávarútvegur Tengdar fréttir Segir hvalveiðar hafa eyðileggjandi áhrif á orðspor Íslands Fréttastofa CNN ræddi við fólk sem starfar í íslenskri ferðaþjónustu um hvalveiðar og áhrif þeirra á ferðaþjónustuna. Íslendingarnir segja meirihluta íslensku þjóðarinnar vera mótfallinn hvalveiðum og þær hafi neikvæð áhrif á orðspor Íslands. 26. júní 2022 13:15 Segir það kjaftæði að ferðamenn sniðgangi Ísland vegna hvalveiða Fyrsta langreyður vertíðarinnar, og jafnframt sú fyrsta sem skotin er við Ísland í nærri fjögur ár, veiddist um miðjan dag vestur af landinu. Búist er við að hvalurinn verði dreginn á land í Hvalfirði á morgun en þar var í kvöld byrjað að kynda undir kötlunum. 23. júní 2022 21:42 „Kristján Loftsson búinn að einangrast“ Hvalbáturinn Hvalur 9 kom með fyrstu langreyðina á þessari vertíð að landi í Hvalfirði í morgun. Hún reyndist átján metra löng og veiddist djúpt út af Faxaflóa um miðjan dag í gær. 24. júní 2022 12:33 Kristján stendur keikur í heimildarmynd þar sem hann er kallaður „hataðasti“ maður Íslands Segist ætla að stunda hvalveiðar að eilífu og kallar dýraverndarsinna skræfur. 17. desember 2018 13:58 Eigandi Hvals hf. við New York Times: „Ef það er sjálfbært þá veiðir maður“ Kristján Loftsson sér enga ástæðu til að hætta hvalveiðum þrátt fyrir alþjóðlega fordæmingu í viðtali við New York Times. 10. ágúst 2018 11:34 Mest lesið Ungar danskar konur taldar hafa látist af metanóleitrun Erlent Vita ekki hvað fór úrskeiðis Innlent Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Eftirlitið skipar afurðastöðvum að stöðva aðgerðir tafarlaust Innlent Óheppilegt að setja Jón í ráðuneytið Innlent Ný brú á Þjórsá talin kosta um fimmtung af verði Ölfusárbrúar Innlent Minnisblað þvert á niðurstöðu dómsins Innlent Efast um skýringar Snorra á lækkandi fæðingartíðni Innlent Börn Pelicot biðla til föður síns um að játa brot sín að fullu Erlent Fleiri fréttir Segist vita hver vó Geirfinn Miðflokksmenn séu mestu vælukjóarnir Ógildu lögin gætu bakað ríkinu skaðabótaskyldu Fern ný jarðgöng undirbúin meðan Fjarðarheiðin bíður Vita ekki hvað fór úrskeiðis Lykildagar fram undan: „Það er mjög erfitt ástand á heimilinu“ Hinsegin fólk í Bandaríkjunum horfir til Íslands „Klassískt dæmi“ um sérhagsmunagæslu Framsóknar og Sjálfstæðisflokks Sérhagsmunagæsla, lykildagar og bókaormar í beinni Málglaðasti þingmaðurinn talaði í þrjá og hálfan sólarhring Bein útsending: Kosningafundur Flugmálafélags Íslands Eftirlitið skipar afurðastöðvum að stöðva aðgerðir tafarlaust Ólíklegt að gjósi í nóvember Óheppilegt að setja Jón í ráðuneytið Sautján mál urðu að lögum og tvær þingsályktanir samþykktar Auka öryggið á Bland.is vegna svikahrappa Minnisblað þvert á niðurstöðu dómsins Ekið á sex kindur viku eftir að ekið var á sjö Kosningafundur um jafnréttismál Lögfræðingar Alþingis vöruðu við breytingum á búvörulögum Lögfræðingar þingsins lögðu til að nýtt frumvarp yrði lagt fram Mál hjúkrunarfræðingsins tekið fyrir á ný í dag Fjölmennt á samstöðufundi foreldra leikskólabarna á Sauðárkróki Sexfalda greiðslur í fyrstu tæknifrjóvgun og tæknisæðing telur Unglingar í alvarlegum vanda fá nýtt húsnæði Sjálfstæðisflokkurinn hafi misnotað aðstöðu sína í aðdraganda kosninga Borgarlínuvagnar þeir einu sem fái að aka Fríkirkju- og Skothúsveg Leiðindafæri á Austurlandi og víða þungfært Ný brú á Þjórsá talin kosta um fimmtung af verði Ölfusárbrúar Endanleg fjárlög 2025: Hallinn jókst um 18 milljarða vegna kólnunar Sjá meira
Segir hvalveiðar hafa eyðileggjandi áhrif á orðspor Íslands Fréttastofa CNN ræddi við fólk sem starfar í íslenskri ferðaþjónustu um hvalveiðar og áhrif þeirra á ferðaþjónustuna. Íslendingarnir segja meirihluta íslensku þjóðarinnar vera mótfallinn hvalveiðum og þær hafi neikvæð áhrif á orðspor Íslands. 26. júní 2022 13:15
Segir það kjaftæði að ferðamenn sniðgangi Ísland vegna hvalveiða Fyrsta langreyður vertíðarinnar, og jafnframt sú fyrsta sem skotin er við Ísland í nærri fjögur ár, veiddist um miðjan dag vestur af landinu. Búist er við að hvalurinn verði dreginn á land í Hvalfirði á morgun en þar var í kvöld byrjað að kynda undir kötlunum. 23. júní 2022 21:42
„Kristján Loftsson búinn að einangrast“ Hvalbáturinn Hvalur 9 kom með fyrstu langreyðina á þessari vertíð að landi í Hvalfirði í morgun. Hún reyndist átján metra löng og veiddist djúpt út af Faxaflóa um miðjan dag í gær. 24. júní 2022 12:33
Kristján stendur keikur í heimildarmynd þar sem hann er kallaður „hataðasti“ maður Íslands Segist ætla að stunda hvalveiðar að eilífu og kallar dýraverndarsinna skræfur. 17. desember 2018 13:58
Eigandi Hvals hf. við New York Times: „Ef það er sjálfbært þá veiðir maður“ Kristján Loftsson sér enga ástæðu til að hætta hvalveiðum þrátt fyrir alþjóðlega fordæmingu í viðtali við New York Times. 10. ágúst 2018 11:34