Fréttir

Ungar dans­stelpur úr Reykja­nes­bæ unnu silfur á heims­meistara­mótinu

Árni Sæberg skrifar
Hópurinn var himinlifandi með verðlaunin.
Hópurinn var himinlifandi með verðlaunin. Danskompaní

Enn gera stelpurnar úr dansskólanum Danskompaní úr Reykjanesbæ það gott á heimsmeistaramótinu í dansi sem nú fer fram á Spáni. Hópur úr skólanum vann til silfurverðlauna í gærkvöldi.

„ATRIÐIÐ OKKAR PÓLAR EXPRESS VANN SILFURVERÐLAUN NÚNA RÉTT Í ÞESSU!!!!!!“ þetta segir í færslu á Facebooksíðu Danskompanís frá því í gærkvöldi.

Dansararnir í hópnum eru Ástrós Tekla, Elísabet, Halla Björk, Heiðdís, Helena Rós, Hugrún, Hildigunnur, Pálína Hrönn, Valgerður Ósk og Viktoría Sól. Danshöfundur er Elma Rún Kristinsdóttir.

Hópurinn keppti í flokknum Mini Small Group Song & Dance.

Í færslu Danskompanís segir að aðstandendur skólans séu gjörsamlega orðlausir. 

Það sagði Helga Ásta Ólafsdóttir, eigandi Danskompanís, líka þegar hópur úr skólanum vann heimsmeistaratitil, í samtali við Vísi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×