Nei eða já: Jokic vinnur ekki titil með Nuggets og Clippers betri á pappír en Warriors Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 28. júní 2022 23:30 Strákarnir í Lögmáli leiksins fóru um víðan völl í hinum vinsæla dagskrárlið Nei eða já. Stöð 2 Sport Hinn stórskemmtilegi liður Nei eða já var að sjálfsögðu á sínum stað í seinasta þætti að Lögmál leiksins þar sem stjórnandi þáttarins, Kjartan Atli Kjartansson, fékk sérfæðinga í setti til að svara laufléttum nei eða já spurningum um NBA-deildina í körfubolta. Farið var um víðan völl eins og oft áður og í þetta skipti voru umræðuefnin fjögur. Kjartan Atli byrjaði á því að spyrja sérfræðingana hvort Nikola Jokic myndi vinna titil með Denver Nuggets, en þeir Sigurður Orri Kristjánsson og Hörður Unnsteinsson voru sammála um að það muni ekki gerast. „Nei. Það er ekkert diss á Nikola Jokic sem er stórkostlegur leikmaður, en ég held bara að Michael Porter samningurinn verði of erfiður fyrir þá þegar fram í líður,“ sagði Sigurður Orri. „Það er bara erfitt að byggja lið í kringum menn þar sem er verið að fá stjarnfræðilegar upphæðir borgaðar þannig að nei, Nikola Jokic binnur ekki titil í Denver.“ Hörður var sammála kollega sínum og sagði það ekki vænlegt til árangurs þegar lið eru ekki tilbúin að reiða fram stóru seðlana. „Sagnfræðilega séð þá vinna svona „Small-market“ lið ekki titilinn. Það þarf alveg sérstakar aðstæður. Þú þarft Giannis, þú þarft ár eins og Toronto átti með Kawhi til þess að lið á þessum markaði nái að vinna. Eða þá að þú þarft einstakt lið. Nikola Jokic er einstakur leikmaður, en liðið sem er byggt upp í kringum hann er langt frá því að vera einstakt.“ Klippa: Lögmál leiksins: Nei eða já Næst fóru strákarnir í það að bera saman lið, nánar tiltekið Los Angeles Clippers og nýkrýnda NBA-meistara í Golden State Warriors. „Körfubolti er spilaður á parketi, en í þessari hugarleikfimi ætlum við að spila hann á pappír,“ sagði Kjartan Atli. „Clippers er með betra lið en Warriors á pappír, nei eða já?“ Sigurður og Hörður virtust ekki beint sammála um þetta mál, en Hörður vildi meina að Clippers myndi vinna ef liðunum væri stillt upp í tölvuleik og engar utanaðkomandi aðstæður myndu hafa áhrif á leikinn. „Já, það gæti alveg verið,“ sagði Hörður. „Þeir eru komnir með Paul George og Kawhi Leonard til baka og það er betra heldur en tvennan sem þú getur sett upp hjá Warriors. Besti einstaki leikmaðurinn í þessum tveimur liðum er samt ennþá Steph Curry þangað til við sjáum hvernig Kawhi kemur til baka.“ Þrátt fyrir að vera sammála Herði um hver besti leikmaðurinn í þessum tveimur liðum væri var Sigurður þó ekki sammála Herði um hvort liðið væri betra á pappírum. „Ég segi bara nei,“ sagði Sigurður. „Jú jú, ég er sammála Herði að Steph Curry er besti gaurinn af öllum þessum sem er að spila. Paul George er frábær leikmaður en ég veit ekki hvað hann hefur gert fyrir mig undanfarin ár, Kawhi Leonard, ég held að hans tíma sem svona ofur-dóminerandi leikmaður séu bara búnir.“ „Við erum að tala um á pappír. Augljóslega eru Clippers ekki betra lið en Warriors, en ef þú setur upp í NBA2k leik þar sem þú lætur leikinn bara spila og það eru engar ytri aðstæður með þá vinna Clippers,“ svaraði Hörður. Að lokum ræddu strákarnir um það hvort sólin væri sest í Phoenix og hvort Christian Wood, eða Stjáni Viðars eins og þeir kalla hann, muni verða dásamlegur í Dallas, en innslagið í heild sinni má sjá í spilaranum hér fyrir ofan. Lögmál leiksins er vikulegur þáttur um NBA-deildina sem er sýndur á mánudögum á Stöð 2 Sport 2. NBA-deildin er hluti af Sport Erlent sem kostar kr. 3.990 á mánuði. Smelltu hér til að kaupa áskrift. Lögmál leiksins NBA Mest lesið Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Enski boltinn Luke Littler grét eftir leik Sport Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Fótbolti Í beinni: Tottenham - Liverpool | Stórleikur í London Enski boltinn Jackson komst upp fyrir Eið Smára Enski boltinn Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Enski boltinn Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Fótbolti Versta frumraun í úrvalsdeild? Körfubolti Tapsár Tyson Fury: „Hann fékk jólagjöfina sína of snemma“ Sport Michael Schumacher verður afi Formúla 1 Fleiri fréttir Martin og félagar burstuðu botnslaginn Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Versta frumraun í úrvalsdeild? Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Selfoss fær leikmann sem hefur spilað meira en hundrað NBA leiki „Sást frekar bersýnilega að það er ekki mikið sjálfstraust í liðinu“ „Valsararnir voru bara betri“ „Við þurfum að girða okkur í jólafríinu“ Enn eitt tapið og Martin í minna hlutverki en vanalega Uppgjörið: Valur - Tindastóll 89-80 | Meistararnir upp úr fallsæti „Fyrirgefðu að ég var ekki pabbinn sem þú vildir að ég værir“ Körfuboltakvöld í beinni frá Minigarðinum „Nánast afsökuðu meðdómara sinn“ „Setjið stóra mynd af honum á skjáinn og leyfið fólki að horfa“ „Spiluðum glimrandi vel í sókn“ Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 105-86 | Keflavík fór illa með Jordan-lausa Þórsara „Við þurfum bara að finna lausnir og bæta okkar leik“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 90-100 | Hilmar Smári í ham Uppgjörið: Álftanes - Höttur 89-92 | Ótrúleg endurkoma hjá Hetti „Leikurinn þróaðist eins og við hefðum viljað að hann þróist“ Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum Thelma og Tryggvi best í fyrsta sinn Hornets gaf dreng PlayStation 5 en tók gjöfina síðan til baka Pippen stríddi dómurunum á NBA leik Ho You Fat vill spila áfram á Íslandi: „Ég er að skoða hvað er í boði“ Þorleifur: Þetta er ákveðin skita Uppgjörið: ÍR - Haukar 93-96 | Haukar enduðu sigurgöngu ÍR Haukamaðurinn Ho You Fat í tveggja leikja bann Uppgjör og viðtöl: Valur - Grindavík 69-67 | Valssigur í háspennuleik KR sótti Gigliotti Sjá meira
Farið var um víðan völl eins og oft áður og í þetta skipti voru umræðuefnin fjögur. Kjartan Atli byrjaði á því að spyrja sérfræðingana hvort Nikola Jokic myndi vinna titil með Denver Nuggets, en þeir Sigurður Orri Kristjánsson og Hörður Unnsteinsson voru sammála um að það muni ekki gerast. „Nei. Það er ekkert diss á Nikola Jokic sem er stórkostlegur leikmaður, en ég held bara að Michael Porter samningurinn verði of erfiður fyrir þá þegar fram í líður,“ sagði Sigurður Orri. „Það er bara erfitt að byggja lið í kringum menn þar sem er verið að fá stjarnfræðilegar upphæðir borgaðar þannig að nei, Nikola Jokic binnur ekki titil í Denver.“ Hörður var sammála kollega sínum og sagði það ekki vænlegt til árangurs þegar lið eru ekki tilbúin að reiða fram stóru seðlana. „Sagnfræðilega séð þá vinna svona „Small-market“ lið ekki titilinn. Það þarf alveg sérstakar aðstæður. Þú þarft Giannis, þú þarft ár eins og Toronto átti með Kawhi til þess að lið á þessum markaði nái að vinna. Eða þá að þú þarft einstakt lið. Nikola Jokic er einstakur leikmaður, en liðið sem er byggt upp í kringum hann er langt frá því að vera einstakt.“ Klippa: Lögmál leiksins: Nei eða já Næst fóru strákarnir í það að bera saman lið, nánar tiltekið Los Angeles Clippers og nýkrýnda NBA-meistara í Golden State Warriors. „Körfubolti er spilaður á parketi, en í þessari hugarleikfimi ætlum við að spila hann á pappír,“ sagði Kjartan Atli. „Clippers er með betra lið en Warriors á pappír, nei eða já?“ Sigurður og Hörður virtust ekki beint sammála um þetta mál, en Hörður vildi meina að Clippers myndi vinna ef liðunum væri stillt upp í tölvuleik og engar utanaðkomandi aðstæður myndu hafa áhrif á leikinn. „Já, það gæti alveg verið,“ sagði Hörður. „Þeir eru komnir með Paul George og Kawhi Leonard til baka og það er betra heldur en tvennan sem þú getur sett upp hjá Warriors. Besti einstaki leikmaðurinn í þessum tveimur liðum er samt ennþá Steph Curry þangað til við sjáum hvernig Kawhi kemur til baka.“ Þrátt fyrir að vera sammála Herði um hver besti leikmaðurinn í þessum tveimur liðum væri var Sigurður þó ekki sammála Herði um hvort liðið væri betra á pappírum. „Ég segi bara nei,“ sagði Sigurður. „Jú jú, ég er sammála Herði að Steph Curry er besti gaurinn af öllum þessum sem er að spila. Paul George er frábær leikmaður en ég veit ekki hvað hann hefur gert fyrir mig undanfarin ár, Kawhi Leonard, ég held að hans tíma sem svona ofur-dóminerandi leikmaður séu bara búnir.“ „Við erum að tala um á pappír. Augljóslega eru Clippers ekki betra lið en Warriors, en ef þú setur upp í NBA2k leik þar sem þú lætur leikinn bara spila og það eru engar ytri aðstæður með þá vinna Clippers,“ svaraði Hörður. Að lokum ræddu strákarnir um það hvort sólin væri sest í Phoenix og hvort Christian Wood, eða Stjáni Viðars eins og þeir kalla hann, muni verða dásamlegur í Dallas, en innslagið í heild sinni má sjá í spilaranum hér fyrir ofan. Lögmál leiksins er vikulegur þáttur um NBA-deildina sem er sýndur á mánudögum á Stöð 2 Sport 2. NBA-deildin er hluti af Sport Erlent sem kostar kr. 3.990 á mánuði. Smelltu hér til að kaupa áskrift.
Lögmál leiksins er vikulegur þáttur um NBA-deildina sem er sýndur á mánudögum á Stöð 2 Sport 2. NBA-deildin er hluti af Sport Erlent sem kostar kr. 3.990 á mánuði. Smelltu hér til að kaupa áskrift.
Lögmál leiksins NBA Mest lesið Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Enski boltinn Luke Littler grét eftir leik Sport Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Fótbolti Í beinni: Tottenham - Liverpool | Stórleikur í London Enski boltinn Jackson komst upp fyrir Eið Smára Enski boltinn Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Enski boltinn Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Fótbolti Versta frumraun í úrvalsdeild? Körfubolti Tapsár Tyson Fury: „Hann fékk jólagjöfina sína of snemma“ Sport Michael Schumacher verður afi Formúla 1 Fleiri fréttir Martin og félagar burstuðu botnslaginn Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Versta frumraun í úrvalsdeild? Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Selfoss fær leikmann sem hefur spilað meira en hundrað NBA leiki „Sást frekar bersýnilega að það er ekki mikið sjálfstraust í liðinu“ „Valsararnir voru bara betri“ „Við þurfum að girða okkur í jólafríinu“ Enn eitt tapið og Martin í minna hlutverki en vanalega Uppgjörið: Valur - Tindastóll 89-80 | Meistararnir upp úr fallsæti „Fyrirgefðu að ég var ekki pabbinn sem þú vildir að ég værir“ Körfuboltakvöld í beinni frá Minigarðinum „Nánast afsökuðu meðdómara sinn“ „Setjið stóra mynd af honum á skjáinn og leyfið fólki að horfa“ „Spiluðum glimrandi vel í sókn“ Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 105-86 | Keflavík fór illa með Jordan-lausa Þórsara „Við þurfum bara að finna lausnir og bæta okkar leik“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 90-100 | Hilmar Smári í ham Uppgjörið: Álftanes - Höttur 89-92 | Ótrúleg endurkoma hjá Hetti „Leikurinn þróaðist eins og við hefðum viljað að hann þróist“ Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum Thelma og Tryggvi best í fyrsta sinn Hornets gaf dreng PlayStation 5 en tók gjöfina síðan til baka Pippen stríddi dómurunum á NBA leik Ho You Fat vill spila áfram á Íslandi: „Ég er að skoða hvað er í boði“ Þorleifur: Þetta er ákveðin skita Uppgjörið: ÍR - Haukar 93-96 | Haukar enduðu sigurgöngu ÍR Haukamaðurinn Ho You Fat í tveggja leikja bann Uppgjör og viðtöl: Valur - Grindavík 69-67 | Valssigur í háspennuleik KR sótti Gigliotti Sjá meira
Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum