Gagnrýnin á framgöngu Tyrkja Tryggvi Páll Tryggvason og Heimir Már Pétursson skrifa 29. júní 2022 14:37 Katrín Jakobsdóttir er stödd í Madríd á leiðtogafundi NATO. EPA. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir að það hafi verið óviðeigandi af hálfu Tyrkja að setja óskyld mál á dagskrá í aðdraganda aðildarumsóknar Svía og Finna að Atlantshafsbandalaginu. Hún segir það skipta máli að fá tvær Norðurlandaþjóðir inn í bandalagið. Katrín er stödd á leiðtogafundi bandalagsins sem haldinn er í Madríd á Spáni. Fundurinn er sögulegur þar sem gengið verður frá formlegu boði til Svía og Finna um að ganga í bandalagið. Tyrkir létu af andstöðu sinni við aðild ríkjanna í gær, eftir fund leiðtoga ríkjanna. Tyrknesk stjórnvöld höfðu farið fram á að sænsk og finnsk stjórnvöld lýsi yfir skýrri andstöðu við kúrdísku uppreisnarsveitina PKK ásamt sýrlenska-kúrdíska stjórnmálaflokknum YPG, en Tyrkir skilgreina samtökin sem hryðjuverkasamtök. Málamiðlun náðist á fundinum í gær sem ruddi brautina fyrir aðild Svía og Finna að bandalaginu. Katrín ræddi við Heimi Má Pétursson fréttamann um fundinn í dag. Þar var hún gagnrýnin á þessa framgöngu tyrkneskra stjórnvalda. „Við erum hins vegar búin að fylgjast með ákveðinni atburðarrás þar sem að Tyrkir settu óskyld mál á dagskrá sem mér finnst mikið umhugsunarefni og ekki rétta leiðin þegar við erum stödd á þessum tímum í Evrópu þar sem einmitt skiptir máli að sýna samstöðu,“ sagði Katrín. „Mér fannst óviðeigandi af Tyrkjum að setja þessi óskyldu mál á dagskrá í tengslum við þetta mál,“ sagði hún enn fremur. Lagði hún þó áherslu á að gott væri að fá bæði Svía og Finna inn í bandalagið. „Ég held að það sé óhætt að segja að það skiptir auðvitað máli að fá þessar þjóðir inn í Atlantshafsbandalagið, sem eru með mjög sterka lýðræðishefð og sterka samfélagsgerð. Bera virðingu fyrir bæði alþjóðalögum og mannréttindum,“ sagði Katrín. Leiðtogar Nato-ríkjanna í Madríd.Stefan Rousseau - WPA Pool/Getty Images) Eftir að hindrunum Tyrkja var rutt úr vegi segir Katrín að mikill samhljómur hafi verið með aðildarumsóknum Finna og Svía. Eigi að síður vil ég segja það að það var mikill samhljóma stuðningur við þessa aðildarumsókn þessarra tveggja ríkja alveg hringinn í kringum borðið, og ekki bara frá öðrum Norðurlandaþjóðum heldur í raun og veru frá öllum sem sátu við borðið, sagði Katrín sem telur að innganga þessarra ríkja séu merkileg tíðindi, og líklega ekki það sem yfirvöld í Rússlandi stefndu að með innrásinni í Úkraínu. „Það eru auðvitað mjög merkileg tíðindi og örugglega ekki tilgangur Rússa með innrásinni í Úkraínu að stækka Atlantshafsbandalagið með þessum hætti.“ NATO Innrás Rússa í Úkraínu Utanríkismál Tyrkland Svíþjóð Finnland Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Innlent „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Fleiri fréttir Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB eigi síðar en 2027 „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Sjá meira
Katrín er stödd á leiðtogafundi bandalagsins sem haldinn er í Madríd á Spáni. Fundurinn er sögulegur þar sem gengið verður frá formlegu boði til Svía og Finna um að ganga í bandalagið. Tyrkir létu af andstöðu sinni við aðild ríkjanna í gær, eftir fund leiðtoga ríkjanna. Tyrknesk stjórnvöld höfðu farið fram á að sænsk og finnsk stjórnvöld lýsi yfir skýrri andstöðu við kúrdísku uppreisnarsveitina PKK ásamt sýrlenska-kúrdíska stjórnmálaflokknum YPG, en Tyrkir skilgreina samtökin sem hryðjuverkasamtök. Málamiðlun náðist á fundinum í gær sem ruddi brautina fyrir aðild Svía og Finna að bandalaginu. Katrín ræddi við Heimi Má Pétursson fréttamann um fundinn í dag. Þar var hún gagnrýnin á þessa framgöngu tyrkneskra stjórnvalda. „Við erum hins vegar búin að fylgjast með ákveðinni atburðarrás þar sem að Tyrkir settu óskyld mál á dagskrá sem mér finnst mikið umhugsunarefni og ekki rétta leiðin þegar við erum stödd á þessum tímum í Evrópu þar sem einmitt skiptir máli að sýna samstöðu,“ sagði Katrín. „Mér fannst óviðeigandi af Tyrkjum að setja þessi óskyldu mál á dagskrá í tengslum við þetta mál,“ sagði hún enn fremur. Lagði hún þó áherslu á að gott væri að fá bæði Svía og Finna inn í bandalagið. „Ég held að það sé óhætt að segja að það skiptir auðvitað máli að fá þessar þjóðir inn í Atlantshafsbandalagið, sem eru með mjög sterka lýðræðishefð og sterka samfélagsgerð. Bera virðingu fyrir bæði alþjóðalögum og mannréttindum,“ sagði Katrín. Leiðtogar Nato-ríkjanna í Madríd.Stefan Rousseau - WPA Pool/Getty Images) Eftir að hindrunum Tyrkja var rutt úr vegi segir Katrín að mikill samhljómur hafi verið með aðildarumsóknum Finna og Svía. Eigi að síður vil ég segja það að það var mikill samhljóma stuðningur við þessa aðildarumsókn þessarra tveggja ríkja alveg hringinn í kringum borðið, og ekki bara frá öðrum Norðurlandaþjóðum heldur í raun og veru frá öllum sem sátu við borðið, sagði Katrín sem telur að innganga þessarra ríkja séu merkileg tíðindi, og líklega ekki það sem yfirvöld í Rússlandi stefndu að með innrásinni í Úkraínu. „Það eru auðvitað mjög merkileg tíðindi og örugglega ekki tilgangur Rússa með innrásinni í Úkraínu að stækka Atlantshafsbandalagið með þessum hætti.“
NATO Innrás Rússa í Úkraínu Utanríkismál Tyrkland Svíþjóð Finnland Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Innlent „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Fleiri fréttir Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB eigi síðar en 2027 „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Sjá meira