„Ótrúlega ánægð að fara inn á EM með sigur“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 29. júní 2022 22:31 Glódís Perla Viggósdóttir er spenn fyrir EM. Vísir/Skjáskot Glódís Perla Viggósdóttir fór yfir leik íslenska kvennalandsliðsins gegn því pólska fyrr í dag þar sem Ísland vann góðan 1-3 sigur í lokaleik sínum áður en Evrópumeistaramótið hefst í næstu viku. Hún segir liðið hafa sýnt gott hugarfar í leiknum og að það sé mikilvægt að taka sigur með sér inn á EM. „Fyrst og fremst er ég bara ótrúlega ánægð að fara inn á EM með sigur,“ sagði Glódís Perla eftir sigur íslenska liðsins í dag. „Það er bara gott hugarfar þegar við lendum undir í fyrri hálfleik og erum í smá brasi og finnum að það er svolítið langt síðan að margar af okkur hafa spilað alvöru leik. Svo í seinni hálfleik þá finnst mér við bara miklu betra lið og við náum að tengja fleiri sendingar og skapa okkur fín færi og við klárum þetta bara sannfærandi.“ Nokkur munur var á spilamennsku íslenska liðsins í fyrri hálfleik og þeim seinni. Betur gekk að spila boltanum innan liðsins í síðari hálfleik og Glódís segir það óhætt að tala um kaflaskiptan leik. „Ekki það að mér fannst þær ekkert vera að skapa sér neitt mikið í fyrri hálfleik heldur, en jú, þær kannski áttu fyrri hálfleikinn og við seinni. En mér fannsi við bara klára færin okkar fínt í seinni hálfleik og ég er bara ánægð með þetta.“ Glódís segir að leikurinn í dag sýni að liðið eigi að sýna hugrekki og þora að spila ofar á vellinum. „Bara muninn á því þegar við náum að tengja saman fleiri sendingar og halda í boltann. Við náum að færa boltann á milli kanta í seinni hálfleik og skapa okkur færi og á sama tíma erum við hærra í hápressunni, vinnum boltann og náum að skora þannig. Við þurfum að taka þetta með okkur, að þora að vera hugrakkar, standa ofarlega og spila hápressuna því það gerir það auðveldara fyrir okkur að skora mörk ef við vinnum hann ofar.“ Áður en EM hefst heldur íslenska liðið til Þýskalands í æfingabúðir. Glódís er eins og flestir vita leikmaður Bayern München og hún er spennt að komast „heim“ í nokkra daga. „Mér lýst bara vel á það. Fara heim til München að æfa þar, það verður bara flott. Það er alltaf gaman með stelpunum þannig að þetta verður bara gaman,“ sagði Glódís að lokum. Landslið kvenna í fótbolta EM 2022 í Englandi Mest lesið „Hér er allt mögulegt“ Fótbolti Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Fótbolti „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Sport Lagði egóið til hliðar fyrir liðið Körfubolti Dramatík á Hlíðarenda Handbolti Van Dijk fær 68 milljónir á viku Enski boltinn Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Íslenski boltinn Móðir Eyglóar afhenti henni sögulegt EM-gull Sport Eygló Fanndal Evrópumeistari Sport Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Handbolti Fleiri fréttir „Hér er allt mögulegt“ Van Dijk fær 68 milljónir á viku Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Solanke skaut Tottenham í undanúrslit Chelsea í undanúrslit þrátt fyrir tap Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Albert og félagar í undanúrslit Slæmur skellur á móti nágrönnunum Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Sönderjyske vann Íslendingaslaginn Neymar fór grátandi af velli Sky Sports: Ancelotti hættir með Real Madrid eftir bikarúrslitaleikinn Tevez vill að Ronaldo og Messi spili saman í kveðjuleiknum hans Fimmtán ára og skoraði í fyrsta byrjunarliðsleiknum í efstu deild Óvenjuleg taktík Real Madrid á móti Arsenal fær falleinkunn frá Ferdinand Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Sjáðu Arsenal slá út Real Madrid, vítið sem dæmt og vítið sem var dæmt af Veltu fyrir sér hvort það hafi verið rétt að taka Rashford af velli Uppbótartíminn: „Draumar eru til þess að stefna hátt“ Aubameyang syrgir fallinn félaga „Þetta var skrýtinn leikur“ „Höfum afsannað allar spár sem hafa komið og ætlum að halda því áfram“ Newcastle upp í þriðja sætið „Hugur minn er bara hjá henni“ Leik lokið: Valur - FH 0-0 | Markalaust í leik sem litaðist af ljótum meiðslum Tvö mörk á þremur mínútum sendu Inter í undanúrslit Skytturnar í undanúrslit Meistaradeildar Evrópu Sjá meira
„Fyrst og fremst er ég bara ótrúlega ánægð að fara inn á EM með sigur,“ sagði Glódís Perla eftir sigur íslenska liðsins í dag. „Það er bara gott hugarfar þegar við lendum undir í fyrri hálfleik og erum í smá brasi og finnum að það er svolítið langt síðan að margar af okkur hafa spilað alvöru leik. Svo í seinni hálfleik þá finnst mér við bara miklu betra lið og við náum að tengja fleiri sendingar og skapa okkur fín færi og við klárum þetta bara sannfærandi.“ Nokkur munur var á spilamennsku íslenska liðsins í fyrri hálfleik og þeim seinni. Betur gekk að spila boltanum innan liðsins í síðari hálfleik og Glódís segir það óhætt að tala um kaflaskiptan leik. „Ekki það að mér fannst þær ekkert vera að skapa sér neitt mikið í fyrri hálfleik heldur, en jú, þær kannski áttu fyrri hálfleikinn og við seinni. En mér fannsi við bara klára færin okkar fínt í seinni hálfleik og ég er bara ánægð með þetta.“ Glódís segir að leikurinn í dag sýni að liðið eigi að sýna hugrekki og þora að spila ofar á vellinum. „Bara muninn á því þegar við náum að tengja saman fleiri sendingar og halda í boltann. Við náum að færa boltann á milli kanta í seinni hálfleik og skapa okkur færi og á sama tíma erum við hærra í hápressunni, vinnum boltann og náum að skora þannig. Við þurfum að taka þetta með okkur, að þora að vera hugrakkar, standa ofarlega og spila hápressuna því það gerir það auðveldara fyrir okkur að skora mörk ef við vinnum hann ofar.“ Áður en EM hefst heldur íslenska liðið til Þýskalands í æfingabúðir. Glódís er eins og flestir vita leikmaður Bayern München og hún er spennt að komast „heim“ í nokkra daga. „Mér lýst bara vel á það. Fara heim til München að æfa þar, það verður bara flott. Það er alltaf gaman með stelpunum þannig að þetta verður bara gaman,“ sagði Glódís að lokum.
Landslið kvenna í fótbolta EM 2022 í Englandi Mest lesið „Hér er allt mögulegt“ Fótbolti Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Fótbolti „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Sport Lagði egóið til hliðar fyrir liðið Körfubolti Dramatík á Hlíðarenda Handbolti Van Dijk fær 68 milljónir á viku Enski boltinn Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Íslenski boltinn Móðir Eyglóar afhenti henni sögulegt EM-gull Sport Eygló Fanndal Evrópumeistari Sport Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Handbolti Fleiri fréttir „Hér er allt mögulegt“ Van Dijk fær 68 milljónir á viku Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Solanke skaut Tottenham í undanúrslit Chelsea í undanúrslit þrátt fyrir tap Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Albert og félagar í undanúrslit Slæmur skellur á móti nágrönnunum Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Sönderjyske vann Íslendingaslaginn Neymar fór grátandi af velli Sky Sports: Ancelotti hættir með Real Madrid eftir bikarúrslitaleikinn Tevez vill að Ronaldo og Messi spili saman í kveðjuleiknum hans Fimmtán ára og skoraði í fyrsta byrjunarliðsleiknum í efstu deild Óvenjuleg taktík Real Madrid á móti Arsenal fær falleinkunn frá Ferdinand Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Sjáðu Arsenal slá út Real Madrid, vítið sem dæmt og vítið sem var dæmt af Veltu fyrir sér hvort það hafi verið rétt að taka Rashford af velli Uppbótartíminn: „Draumar eru til þess að stefna hátt“ Aubameyang syrgir fallinn félaga „Þetta var skrýtinn leikur“ „Höfum afsannað allar spár sem hafa komið og ætlum að halda því áfram“ Newcastle upp í þriðja sætið „Hugur minn er bara hjá henni“ Leik lokið: Valur - FH 0-0 | Markalaust í leik sem litaðist af ljótum meiðslum Tvö mörk á þremur mínútum sendu Inter í undanúrslit Skytturnar í undanúrslit Meistaradeildar Evrópu Sjá meira