„Ótrúlega ánægð að fara inn á EM með sigur“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 29. júní 2022 22:31 Glódís Perla Viggósdóttir er spenn fyrir EM. Vísir/Skjáskot Glódís Perla Viggósdóttir fór yfir leik íslenska kvennalandsliðsins gegn því pólska fyrr í dag þar sem Ísland vann góðan 1-3 sigur í lokaleik sínum áður en Evrópumeistaramótið hefst í næstu viku. Hún segir liðið hafa sýnt gott hugarfar í leiknum og að það sé mikilvægt að taka sigur með sér inn á EM. „Fyrst og fremst er ég bara ótrúlega ánægð að fara inn á EM með sigur,“ sagði Glódís Perla eftir sigur íslenska liðsins í dag. „Það er bara gott hugarfar þegar við lendum undir í fyrri hálfleik og erum í smá brasi og finnum að það er svolítið langt síðan að margar af okkur hafa spilað alvöru leik. Svo í seinni hálfleik þá finnst mér við bara miklu betra lið og við náum að tengja fleiri sendingar og skapa okkur fín færi og við klárum þetta bara sannfærandi.“ Nokkur munur var á spilamennsku íslenska liðsins í fyrri hálfleik og þeim seinni. Betur gekk að spila boltanum innan liðsins í síðari hálfleik og Glódís segir það óhætt að tala um kaflaskiptan leik. „Ekki það að mér fannst þær ekkert vera að skapa sér neitt mikið í fyrri hálfleik heldur, en jú, þær kannski áttu fyrri hálfleikinn og við seinni. En mér fannsi við bara klára færin okkar fínt í seinni hálfleik og ég er bara ánægð með þetta.“ Glódís segir að leikurinn í dag sýni að liðið eigi að sýna hugrekki og þora að spila ofar á vellinum. „Bara muninn á því þegar við náum að tengja saman fleiri sendingar og halda í boltann. Við náum að færa boltann á milli kanta í seinni hálfleik og skapa okkur færi og á sama tíma erum við hærra í hápressunni, vinnum boltann og náum að skora þannig. Við þurfum að taka þetta með okkur, að þora að vera hugrakkar, standa ofarlega og spila hápressuna því það gerir það auðveldara fyrir okkur að skora mörk ef við vinnum hann ofar.“ Áður en EM hefst heldur íslenska liðið til Þýskalands í æfingabúðir. Glódís er eins og flestir vita leikmaður Bayern München og hún er spennt að komast „heim“ í nokkra daga. „Mér lýst bara vel á það. Fara heim til München að æfa þar, það verður bara flott. Það er alltaf gaman með stelpunum þannig að þetta verður bara gaman,“ sagði Glódís að lokum. Landslið kvenna í fótbolta EM 2022 í Englandi Mest lesið Snéru heim eins og rokkstjörnur og komust á súluna á Astró Fótbolti Köstuðu blysum en segja hina hafa hrækt og hellt bjór á leikmenn Handbolti Hópslagsmál í NBA og sjö hent úr húsi Körfubolti Glódís ekki með í landsleikjunum Fótbolti Haaland yfirgaf völlinn á hækjum og í spelku Fótbolti Lýsa miklum áhuga Arsenal á manninum sem Man. Utd þráir Enski boltinn Vill hópfjármögnun fyrir Antony Fótbolti Besta-spáin 2025: Að finna sér nýjan samastað í tilverunni Íslenski boltinn Hafa engar áhyggjur af hugarfari Njarðvíkinga Körfubolti Búinn að skora gegn öllum en bíður enn eftir titli Fótbolti Fleiri fréttir Ekki þess virði að taka áhættu með Glódísi „Maður er pínu hræddur fyrir þeirra hönd“ Glódís ekki með í landsleikjunum Besta-spáin 2025: Að finna sér nýjan samastað í tilverunni Vill hópfjármögnun fyrir Antony Lýsa miklum áhuga Arsenal á manninum sem Man. Utd þráir Snéru heim eins og rokkstjörnur og komust á súluna á Astró Búinn að skora gegn öllum en bíður enn eftir titli Haaland yfirgaf völlinn á hækjum og í spelku Napólí heldur pressunni á toppliði Inter „Gerðum gott úr þessu“ Uppgjörið: Breiðablik - KA 3-1 | Breiðablik er meistari meistaranna Lewandowski með tvö og er á toppnum Cecilía fagnaði ótrúlegum sigri á toppliði Juventus Gleðifréttir fyrir Ísland: Glódís spilaði fyrir landsleikina mikilvægu Manchester City nokkuð þægilega í 4-liða úrslit Sætur sigur Alberts og félaga sem nálgast Meistaradeildarsæti Sjóðheitur Hilmir skoraði í fyrsta leik fyrir Viking Rashford lauk ævintýri Stefáns Teits og félaga Tók Ara þrjár mínútur að skora fyrsta markið Þættirnir um Arnar og Bjarka byrja í kvöld: „Þetta er búið að vera ævintýri“ Stefán Teit dreymir um bikarævintýri og Wembley Haaland sakaður um að meiða lukkudýrið Dagur Dan fagnaði eftir skelfileg mistök Tugþúsundir fögnuðu titlinum í Newcastle Stoppaði skyndisókn og stóð á haus Nottingham Forest í undanúrslit eftir vítaspyrnukeppni Sluppu naumlega með sigur gegn fallbaráttuliði Slæmt tap í fyrsta leik Freys Hlynur og Hjörtur byrjuðu báðir fyrsta leik eftir landsleikjahlé Sjá meira
„Fyrst og fremst er ég bara ótrúlega ánægð að fara inn á EM með sigur,“ sagði Glódís Perla eftir sigur íslenska liðsins í dag. „Það er bara gott hugarfar þegar við lendum undir í fyrri hálfleik og erum í smá brasi og finnum að það er svolítið langt síðan að margar af okkur hafa spilað alvöru leik. Svo í seinni hálfleik þá finnst mér við bara miklu betra lið og við náum að tengja fleiri sendingar og skapa okkur fín færi og við klárum þetta bara sannfærandi.“ Nokkur munur var á spilamennsku íslenska liðsins í fyrri hálfleik og þeim seinni. Betur gekk að spila boltanum innan liðsins í síðari hálfleik og Glódís segir það óhætt að tala um kaflaskiptan leik. „Ekki það að mér fannst þær ekkert vera að skapa sér neitt mikið í fyrri hálfleik heldur, en jú, þær kannski áttu fyrri hálfleikinn og við seinni. En mér fannsi við bara klára færin okkar fínt í seinni hálfleik og ég er bara ánægð með þetta.“ Glódís segir að leikurinn í dag sýni að liðið eigi að sýna hugrekki og þora að spila ofar á vellinum. „Bara muninn á því þegar við náum að tengja saman fleiri sendingar og halda í boltann. Við náum að færa boltann á milli kanta í seinni hálfleik og skapa okkur færi og á sama tíma erum við hærra í hápressunni, vinnum boltann og náum að skora þannig. Við þurfum að taka þetta með okkur, að þora að vera hugrakkar, standa ofarlega og spila hápressuna því það gerir það auðveldara fyrir okkur að skora mörk ef við vinnum hann ofar.“ Áður en EM hefst heldur íslenska liðið til Þýskalands í æfingabúðir. Glódís er eins og flestir vita leikmaður Bayern München og hún er spennt að komast „heim“ í nokkra daga. „Mér lýst bara vel á það. Fara heim til München að æfa þar, það verður bara flott. Það er alltaf gaman með stelpunum þannig að þetta verður bara gaman,“ sagði Glódís að lokum.
Landslið kvenna í fótbolta EM 2022 í Englandi Mest lesið Snéru heim eins og rokkstjörnur og komust á súluna á Astró Fótbolti Köstuðu blysum en segja hina hafa hrækt og hellt bjór á leikmenn Handbolti Hópslagsmál í NBA og sjö hent úr húsi Körfubolti Glódís ekki með í landsleikjunum Fótbolti Haaland yfirgaf völlinn á hækjum og í spelku Fótbolti Lýsa miklum áhuga Arsenal á manninum sem Man. Utd þráir Enski boltinn Vill hópfjármögnun fyrir Antony Fótbolti Besta-spáin 2025: Að finna sér nýjan samastað í tilverunni Íslenski boltinn Hafa engar áhyggjur af hugarfari Njarðvíkinga Körfubolti Búinn að skora gegn öllum en bíður enn eftir titli Fótbolti Fleiri fréttir Ekki þess virði að taka áhættu með Glódísi „Maður er pínu hræddur fyrir þeirra hönd“ Glódís ekki með í landsleikjunum Besta-spáin 2025: Að finna sér nýjan samastað í tilverunni Vill hópfjármögnun fyrir Antony Lýsa miklum áhuga Arsenal á manninum sem Man. Utd þráir Snéru heim eins og rokkstjörnur og komust á súluna á Astró Búinn að skora gegn öllum en bíður enn eftir titli Haaland yfirgaf völlinn á hækjum og í spelku Napólí heldur pressunni á toppliði Inter „Gerðum gott úr þessu“ Uppgjörið: Breiðablik - KA 3-1 | Breiðablik er meistari meistaranna Lewandowski með tvö og er á toppnum Cecilía fagnaði ótrúlegum sigri á toppliði Juventus Gleðifréttir fyrir Ísland: Glódís spilaði fyrir landsleikina mikilvægu Manchester City nokkuð þægilega í 4-liða úrslit Sætur sigur Alberts og félaga sem nálgast Meistaradeildarsæti Sjóðheitur Hilmir skoraði í fyrsta leik fyrir Viking Rashford lauk ævintýri Stefáns Teits og félaga Tók Ara þrjár mínútur að skora fyrsta markið Þættirnir um Arnar og Bjarka byrja í kvöld: „Þetta er búið að vera ævintýri“ Stefán Teit dreymir um bikarævintýri og Wembley Haaland sakaður um að meiða lukkudýrið Dagur Dan fagnaði eftir skelfileg mistök Tugþúsundir fögnuðu titlinum í Newcastle Stoppaði skyndisókn og stóð á haus Nottingham Forest í undanúrslit eftir vítaspyrnukeppni Sluppu naumlega með sigur gegn fallbaráttuliði Slæmt tap í fyrsta leik Freys Hlynur og Hjörtur byrjuðu báðir fyrsta leik eftir landsleikjahlé Sjá meira