Í samtali við Variety segir Broccoli að nú taki við ferli þar sem á að enduruppgötva hver James Bond er. Daniel Craig hætti að leika njósnarann eftir að No Time to Die kom út í fyrra og með nýjum leikara fylgja breytingar.
„Það er ekki komið handrit og við getum ekki skrifað það fyrr en við ákveðum hvernig við ætlum að nálgast næstu mynd,“ segir Broccoli.
Margir hafa verið orðaðir við hlutverkið, þá einna helst breski leikarinn Idris Elba. Broccoli enn ekki hafa verið skoðað hvaða leikari taki við af Craig.
Það liðu fjögur ár á milli lokamyndar Pierce Brosnan, Die Another Day, og fyrstu myndar Daniel Craig, Casino Royale, sem kom út árið 2006. Líklegt er að aðdáendur þurfi að bíða enn lengur núna á meðan leitað er að nýjum Bond.