Heja! Margrét Kristín Blöndal skrifar 30. júní 2022 11:31 Mikið yljar það mér sem móður, dóttur og ömmu að sjá hve vel þær standa sig, konurnar okkar sem ég vil kalla svo og á þá að sjálfsögðu við okkar mæta forsætisráðherra Katrínu Jakobsdóttur og hennar vinkonu utanríkisráðherra, Þórdísi Kolbrúnu Reykfjörð Gylfadóttur, þar sem þær standa keikar og svo elegant í glæsilegum hópi helstu stríðsherra heimsins! Það er sko stórborgarbragur á okkar konum þessa dagana! Mæta skeleggar til leiks hjá Atlanthafsbandalaginu í Madrid þar sem borgin er nú í einhverskonar viðbúnaðarherkví vegna þess TÍMAMÓTA fundar, í stórborg þar sem fólk hefur meir að segja verið beðið að vinna heiman frá sér því viðbúnaðarstigið er svo hátt! Soldið spennandi fyrir íbúa Madrid að fá að halda þennan TÍMAMÓTA fund…ég játa að ég hef stundum í laumi undanfarið óskað þess hálfvegis að við hefðum getað haldið þennan fund hér en ekkert mál , Madrid er vel að þessum fundi komin því mér er hér efst í huga, þakklæti. Þakklæti sem ég finn svo sterkt fyrir í garð verndara okkar sem fórna sér (jafnvel þegar þeir væru vel að því komnir að taka sér gott sumarfríi eftir erilsaman vetur) fyrir okkar velferð. Leggja á sig ferðalag (sem sumir skítkastarana leyfa sér að gagnrýna fyrir að vera ekki nógu umhverfisvænt, en fari þeir og veri). Í okkar þágu ætla þessir englar að auka stórlega útgjöld til hermála á öllum sínum vígstöðvum og í herliðum Evrópu skal fjölgað! Ég segi takk. Ég segi takk, öll þið sem takið undir með kórnum. Ég segi takk öll sem leggið lið þeim málstað sem tætir í sundur “rétta drengi” og ég þakka fyrir hve sameinuð við erum, íslensk þjóð um það að liðka fyrir lengra stríði, stærra stríði við hinn eina sanna óvin! Ég þakka fyrir það hve átaklaust það hefur verið fyrir okkar fremstu, útvöldu eðalforingja að setja þetta stríð í "rétt" samhengi. Saman munum við láta þá hafa það óþvegið og fórnum sonum og eiginmönnum og feðrum svo sannarlega fyrir þann málstað! Við Íslendingar, Bandaríkjamenn, Tyrkir, Bretar, Ungverjar, Danir og öll hin stöndum sem aldrei fyrr, mótþróalaust loksins saman að stríðsrekstrinum! Það munar um svoleiðis, maður veit það alveg. Fundum við kannski ekki öll gleðibylgjuna hríslast um okkur þegar fregnirnar af innlimun Svía og Finna gekk í garð í gær? Þótt það hefði ekki verið fyrir annað en að Nato gerði okkur kleift að tala "dönsku", á Spáni. Magga Stína. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein NATO Utanríkismál Margrét Kristín Blöndal Mest lesið Því miður, atkvæði þitt fannst ekki Oddgeir Georgsson Skoðun Óður til Grænlands Halla Hrund Logadóttir Skoðun Afstaða forsætisráðherra til varnar- og öryggismála mikið áhyggjuefni! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Stigið fram af festu? Jón Steinar Gunnlaugsson Skoðun Upp með olnbogana! Eliza Reid Skoðun Skrifræðismartröð í Hæðargarði Dóra Magnúsdóttir Skoðun Hetjusögur af óþekktum manni – Ég kýs Þorstein Skúla sem formann VR Sólveig Guðjónsdóttir Skoðun Aðalvandamálið þegar þjónusta á íslensku er ekki í boði! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson Skoðun Að missa sjón þó augun virki Inga María Ólafsdóttir Skoðun Sérhagsmunir Viðskiptablaðsins Högni Elfar Gylfason Skoðun Skoðun Skoðun Kolbrún lætur verkin tala og fær mitt atkvæði Vanda Sigurgeirsdóttir skrifar Skoðun Ísland 2035: Gervigreind fyrir betra líf og styttri vinnuviku Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Lokum.is Alma Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Að komast frá mömmu og pabba Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Draumaskólinn – Skóli fyrir þig, ekki þú fyrir skólann Einar Mikael Sverrisson skrifar Skoðun Upp með olnbogana! Eliza Reid skrifar Skoðun Að missa sjón þó augun virki Inga María Ólafsdóttir skrifar Skoðun Flosi – sannur fyrirliði Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Því miður, atkvæði þitt fannst ekki Oddgeir Georgsson skrifar Skoðun Stigið fram af festu? Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Aðalvandamálið þegar þjónusta á íslensku er ekki í boði! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Óður til Grænlands Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Hetjusögur af óþekktum manni – Ég kýs Þorstein Skúla sem formann VR Sólveig Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Skrifræðismartröð í Hæðargarði Dóra Magnúsdóttir skrifar Skoðun Afstaða forsætisráðherra til varnar- og öryggismála mikið áhyggjuefni! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Sérhagsmunir Viðskiptablaðsins Högni Elfar Gylfason skrifar Skoðun Fáni okkar allra... Eva Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Átökin um áminningarskylduna – stutt upprifjun Óli Jón Jónsson skrifar Skoðun Hvernig kennum við gagnrýna hugsun? – Umræða sem þarf að halda áfram Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Föstum saman, Ramadan og langafasta Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Auðhumla í Hamraborg Tryggvi Rúnar Brynjarsson skrifar Skoðun Magnús Karl er einstakur kennari og verður afburða rektor Kristín Heimisdóttir skrifar Skoðun Mannlegi rektorinn Silja Bára Arnar Pálsson skrifar Skoðun Þegar Halla Gunnarsdóttir lét Kevin Spacey heyra það Drífa Snædal skrifar Skoðun Íslenskar löggæslustofnanir sem lögmæt skotmörk Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Ó-frjósemi eða val Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Er íslenska geðheilbrigðiskerfið of strangt þegar kemur að nauðungarvistun? Arna Ósk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Heimilisofbeldi – aðgerðir í þágu þolenda Alma D. Möller ,Drífa Jónasdóttir skrifar Skoðun Þegar nemendur skilja ekki grundvallarhugtök: Hvað segir það um kennsluna? Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Við kjósum Kolbrúnu! Rannveig Klara Guðmundsdóttir,Gunnar Ásgrímsson skrifar Sjá meira
Mikið yljar það mér sem móður, dóttur og ömmu að sjá hve vel þær standa sig, konurnar okkar sem ég vil kalla svo og á þá að sjálfsögðu við okkar mæta forsætisráðherra Katrínu Jakobsdóttur og hennar vinkonu utanríkisráðherra, Þórdísi Kolbrúnu Reykfjörð Gylfadóttur, þar sem þær standa keikar og svo elegant í glæsilegum hópi helstu stríðsherra heimsins! Það er sko stórborgarbragur á okkar konum þessa dagana! Mæta skeleggar til leiks hjá Atlanthafsbandalaginu í Madrid þar sem borgin er nú í einhverskonar viðbúnaðarherkví vegna þess TÍMAMÓTA fundar, í stórborg þar sem fólk hefur meir að segja verið beðið að vinna heiman frá sér því viðbúnaðarstigið er svo hátt! Soldið spennandi fyrir íbúa Madrid að fá að halda þennan TÍMAMÓTA fund…ég játa að ég hef stundum í laumi undanfarið óskað þess hálfvegis að við hefðum getað haldið þennan fund hér en ekkert mál , Madrid er vel að þessum fundi komin því mér er hér efst í huga, þakklæti. Þakklæti sem ég finn svo sterkt fyrir í garð verndara okkar sem fórna sér (jafnvel þegar þeir væru vel að því komnir að taka sér gott sumarfríi eftir erilsaman vetur) fyrir okkar velferð. Leggja á sig ferðalag (sem sumir skítkastarana leyfa sér að gagnrýna fyrir að vera ekki nógu umhverfisvænt, en fari þeir og veri). Í okkar þágu ætla þessir englar að auka stórlega útgjöld til hermála á öllum sínum vígstöðvum og í herliðum Evrópu skal fjölgað! Ég segi takk. Ég segi takk, öll þið sem takið undir með kórnum. Ég segi takk öll sem leggið lið þeim málstað sem tætir í sundur “rétta drengi” og ég þakka fyrir hve sameinuð við erum, íslensk þjóð um það að liðka fyrir lengra stríði, stærra stríði við hinn eina sanna óvin! Ég þakka fyrir það hve átaklaust það hefur verið fyrir okkar fremstu, útvöldu eðalforingja að setja þetta stríð í "rétt" samhengi. Saman munum við láta þá hafa það óþvegið og fórnum sonum og eiginmönnum og feðrum svo sannarlega fyrir þann málstað! Við Íslendingar, Bandaríkjamenn, Tyrkir, Bretar, Ungverjar, Danir og öll hin stöndum sem aldrei fyrr, mótþróalaust loksins saman að stríðsrekstrinum! Það munar um svoleiðis, maður veit það alveg. Fundum við kannski ekki öll gleðibylgjuna hríslast um okkur þegar fregnirnar af innlimun Svía og Finna gekk í garð í gær? Þótt það hefði ekki verið fyrir annað en að Nato gerði okkur kleift að tala "dönsku", á Spáni. Magga Stína.
Afstaða forsætisráðherra til varnar- og öryggismála mikið áhyggjuefni! Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Skoðun Aðalvandamálið þegar þjónusta á íslensku er ekki í boði! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Hetjusögur af óþekktum manni – Ég kýs Þorstein Skúla sem formann VR Sólveig Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Afstaða forsætisráðherra til varnar- og öryggismála mikið áhyggjuefni! Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Hvernig kennum við gagnrýna hugsun? – Umræða sem þarf að halda áfram Guðmundur Björnsson skrifar
Skoðun Er íslenska geðheilbrigðiskerfið of strangt þegar kemur að nauðungarvistun? Arna Ósk Óskarsdóttir skrifar
Skoðun Þegar nemendur skilja ekki grundvallarhugtök: Hvað segir það um kennsluna? Guðmundur Björnsson skrifar
Afstaða forsætisráðherra til varnar- og öryggismála mikið áhyggjuefni! Ole Anton Bieltvedt Skoðun