Piquet rekinn úr breska aksturíþróttasambandinu vegna ummæla um Hamilton Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 30. júní 2022 16:31 Nelson Piquet hefur verið rekinn úr breska akstursíþróttasambandinu fyrir ummæli sín um Lewis Hamilton. Vísir/Getty Breska akstursíþróttasambandið, BRDC, hefur rekið Nelson Piquet úr sambandinu fyrir rasísk ummæli hans um sjöfalda heimsmeistaran Lewis Hamilton. Piquet notaði rasísk orð þegar hann talaði um Lewis Hamilton í hlaðvarpsþætti á portúgölsku þar sem var verið að ræða umdeildan árekstur þeirra Hamilton og Max Verstappen í Silverstone kappakstrinum. Piquet baðst þó afsökunar á ummælum sínum í gær. BRDC, sem á Silverstone kappakstursbrautina, segist hafa skráð afsökunarbeiðni Piquet hjá sér, en þrátt fyrir það mun hann þurfa að skila meðlimakorti sínu inn að viku liðinni. Another ban has come Nelson Piquet's way...#F1https://t.co/cSxlbAMES7— PlanetF1 (@Planet_F1) June 30, 2022 Piquet er þrefaldur heimsmeistari í Formúlu 1, en hann stóð uppi sem sigurvegari árin 1981, 1983 og 1987. Ummæli hans um Hamilton hafa valdið miklum usla innan Formúlu 1 og hvert stórnafnið á fætur öðru hefur stigið fram til að fordæma umrædd ummæli. Fjórfaldi heimsmeistarinn Sebastian Vettel var einn af þeim sem lét í sér heyra eftir ummælin og sagði ekkert pláss vera fyrir slíkan hugsunarhátt í samfélaginu. „Hvers kyns mismunun er röng þannig að það var gott að sjá svona mikil viðbrögð frá Formúlu 1 samfélaginu og að fólk skuli hafa lýst yfir stuðningi sínum við Lewis,“ sagði Vettel. „Það á ekki að vera neitt pláss fyrir svona ummæli og við eigum enn langt í land. Við erum komin mun lengra en fyrir nokkrum árum, en það hjálpar ekkert þegar það er enn fólk sem notar óviðeigandi talsmáta.“ Formúla Akstursíþróttir Tengdar fréttir Piquet biðst afsökunar og segist ekki hafa ætlað að gera lítið úr Hamilton vegna húðlitar Nelson Piquet, þrefaldur heimsmeistari í Formúlu 1, hefur beðist afsökunar á ummælum sínum um ökuþórinn Lewis Hamilton og segir þau hafa verið illa úthugsuð. 29. júní 2022 22:00 Lewis Hamilton sakar fyrrum meistara og föður kærustu Verstappen um rasisma Formúlukappinn Lewis Hamilton gagnrýnir orðanotkun fyrrum heimsmeistara í formúlu eitt og sakar þar þrefaldan meistara um kynþáttafordóma. 29. júní 2022 09:30 Mest lesið Dagur sló í gegn á sviðinu: „Gefið honum ríkisborgararétt“ Handbolti Segir að Ronaldo eigi þátt í óförum Rashford Enski boltinn Valskonur í Eyjum þegar öllu var frestað: „Brast nú út smá hlátur“ Handbolti Pavel rýfur þögnina: „Þetta kemur Keflavík ekkert við“ Körfubolti Ekki komið að kveðjustund hjá Gunnari Nelson Sport Fyrsti sitjandi forsetinn á Super Bowl Sport Franska stórliðið staðfestir komu Dags Handbolti Sonur Jordans handtekinn með kókaín Körfubolti Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim Enski boltinn Útskýrði af hverju Napoli fékk ekki Garnacho Enski boltinn Fleiri fréttir Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira
Piquet notaði rasísk orð þegar hann talaði um Lewis Hamilton í hlaðvarpsþætti á portúgölsku þar sem var verið að ræða umdeildan árekstur þeirra Hamilton og Max Verstappen í Silverstone kappakstrinum. Piquet baðst þó afsökunar á ummælum sínum í gær. BRDC, sem á Silverstone kappakstursbrautina, segist hafa skráð afsökunarbeiðni Piquet hjá sér, en þrátt fyrir það mun hann þurfa að skila meðlimakorti sínu inn að viku liðinni. Another ban has come Nelson Piquet's way...#F1https://t.co/cSxlbAMES7— PlanetF1 (@Planet_F1) June 30, 2022 Piquet er þrefaldur heimsmeistari í Formúlu 1, en hann stóð uppi sem sigurvegari árin 1981, 1983 og 1987. Ummæli hans um Hamilton hafa valdið miklum usla innan Formúlu 1 og hvert stórnafnið á fætur öðru hefur stigið fram til að fordæma umrædd ummæli. Fjórfaldi heimsmeistarinn Sebastian Vettel var einn af þeim sem lét í sér heyra eftir ummælin og sagði ekkert pláss vera fyrir slíkan hugsunarhátt í samfélaginu. „Hvers kyns mismunun er röng þannig að það var gott að sjá svona mikil viðbrögð frá Formúlu 1 samfélaginu og að fólk skuli hafa lýst yfir stuðningi sínum við Lewis,“ sagði Vettel. „Það á ekki að vera neitt pláss fyrir svona ummæli og við eigum enn langt í land. Við erum komin mun lengra en fyrir nokkrum árum, en það hjálpar ekkert þegar það er enn fólk sem notar óviðeigandi talsmáta.“
Formúla Akstursíþróttir Tengdar fréttir Piquet biðst afsökunar og segist ekki hafa ætlað að gera lítið úr Hamilton vegna húðlitar Nelson Piquet, þrefaldur heimsmeistari í Formúlu 1, hefur beðist afsökunar á ummælum sínum um ökuþórinn Lewis Hamilton og segir þau hafa verið illa úthugsuð. 29. júní 2022 22:00 Lewis Hamilton sakar fyrrum meistara og föður kærustu Verstappen um rasisma Formúlukappinn Lewis Hamilton gagnrýnir orðanotkun fyrrum heimsmeistara í formúlu eitt og sakar þar þrefaldan meistara um kynþáttafordóma. 29. júní 2022 09:30 Mest lesið Dagur sló í gegn á sviðinu: „Gefið honum ríkisborgararétt“ Handbolti Segir að Ronaldo eigi þátt í óförum Rashford Enski boltinn Valskonur í Eyjum þegar öllu var frestað: „Brast nú út smá hlátur“ Handbolti Pavel rýfur þögnina: „Þetta kemur Keflavík ekkert við“ Körfubolti Ekki komið að kveðjustund hjá Gunnari Nelson Sport Fyrsti sitjandi forsetinn á Super Bowl Sport Franska stórliðið staðfestir komu Dags Handbolti Sonur Jordans handtekinn með kókaín Körfubolti Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim Enski boltinn Útskýrði af hverju Napoli fékk ekki Garnacho Enski boltinn Fleiri fréttir Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira
Piquet biðst afsökunar og segist ekki hafa ætlað að gera lítið úr Hamilton vegna húðlitar Nelson Piquet, þrefaldur heimsmeistari í Formúlu 1, hefur beðist afsökunar á ummælum sínum um ökuþórinn Lewis Hamilton og segir þau hafa verið illa úthugsuð. 29. júní 2022 22:00
Lewis Hamilton sakar fyrrum meistara og föður kærustu Verstappen um rasisma Formúlukappinn Lewis Hamilton gagnrýnir orðanotkun fyrrum heimsmeistara í formúlu eitt og sakar þar þrefaldan meistara um kynþáttafordóma. 29. júní 2022 09:30