Lok, lok og læs á hjólhýsasvæðið á Laugarvatni Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 30. júní 2022 20:05 Allt þarf að vera farið af svæðinu á Laugarvatni fyrir næstu áramót. Magnús Hlynur Hreiðarsson Hjólhýsaeigendur á Laugarvatni verða að vera búnir að koma öllum sínum hýsum, pöllum og öðru í kringum hjólhýsin í burtu fyrir næstu áramót samkvæmt ákvörðun sveitarstjórnar Bláskógabyggðar. „Við erum sár og fólk er niðurbrotið“, segir formaður hjólhýsaeigenda á svæðinu. Samþykkt var á fundi sveitarstjórnar Bláskógabyggðar í gær að engir leigusamningar yrðu endurnýjaðir við hjólhýsaeigendur á Laugarvatni og þeir þyrftu því að víkja af svæðinu með hjólhýsin og allt sem þeim fylgir sem allra fyrst og í allra síðasta lagi um áramótin. „Svæðið eins og það er uppfyllir engan vegin kröfur, sem eru gerðar hvað varðar öryggi staða þar sem fólk dvelur,“ segir Ásta Stefánsdóttir, sveitarstjóri Bláskógabyggðar. Samhjól, Samtök hjólhýsaeigenda á Laugarvatni gerði Bláskógabyggð ýmis tilboð gegn því að fá að vera áfram á svæðinu, eins og að greiða allan kostnað vegna endurbóta á svæðinu en því var alfarið hafnað. „Það er ekki verið að taka þessa á ákvörðun af því að sveitarstjórn vilji gera fólki eitthvað illt. Ástandið eins og það er þarna núna er bara ekki viðunandi, öryggi er ekki tryggt og sveitarfélagið ætlar ekki að fara í aðgerðir til að greiða kostnað við það,“ bætir Ásta við. Ásta Stefánsdóttir, sveitarstjóri Bláskógabyggðar.Magnús Hlynur Hreiðarsson En hvernig er hljóðið í eigendum hjólhýsanna á Laugarvatni? „Ég ætla bara að lýsa vonbrigðum og við erum sár. Fólk er bara niðurbrotið, þetta hefur gríðarleg andleg áhrif á fólkið. Líka það að það skuli vera annað hjólhýsasvæði risið þarna á sama tíma og það er verið að bola okkur í burtu úr sveitarfélaginu. Við töldum okkur skipta meira máli,“ segir Hrafnhildur Bjarnadóttir, formaður Samhjóls. Og hér á Hrafnhildur við hjólhýsasvæðið í Úthlíð. Og þú ert með regnhlíf og himnarnir gráta eða hvað? „Já, þeir gráta með okkur og það er ekki í fyrsta sinn, sem þeir gera það og vonandi getur svo sólin skinið með okkur og sveitarstjórn og allir lifað í sátt og samlyndi. Hrafnhildur Bjarnadóttir, formaður Samhjóls á Laugarvatni.Magnús Hlynur Hreiðarsson Fundargerð sveitarstjórnar þar sem hjólhýsamálið var m.a. tekið fyrir 29. júní 2022.“ Bláskógabyggð Húsnæðismál Tjaldsvæði Deilur um hjólhýsabyggð við Laugarvatn Mest lesið Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Verkfallið hafi mikil áhrif á fáar fjölskyldur og lítil áhrif á samfélagið Innlent Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Innlent „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Erlent Málið komið á „endastöð“ og rannsókn lokið Innlent Selur íbúð sem hann gerði upp og flytur í ódýrari íbúð Innlent Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Innlent Sigurður Ingi sat þögull við ríkisstjórnarborðið Innlent Aukaþingmaður leikur enn lausum hala Innlent Fleiri fréttir Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi sat þögull við ríkisstjórnarborðið Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Sjálfstæðismenn vilja taka upp samræmd próf Sjónum beint til vinstri í kosningapallborðinu Ríkið þrýsti læknum út í harðari verkfallsaðgerðir Aukaþingmaður leikur enn lausum hala Baráttan í Bandaríkjunum á lokametrunum Málið komið á „endastöð“ og rannsókn lokið Bergþór hæðist að Bjarna og Sigurði Inga Enginn stjórnmálamaður á loftslagsráðstefnu „Brottfararúrræði þurfa ekki að vera grimm eða harðneskjuleg” Enginn verið stuðaður með rafbyssu ennþá Þétt skjálftavirkni í nótt en ekki nægur kraftur fyrir kvikuhlaup Verkfallið hafi mikil áhrif á fáar fjölskyldur og lítil áhrif á samfélagið Umræða á Bylgjunni ekki ígildi stjórnvaldsákvörðunar Selur íbúð sem hann gerði upp og flytur í ódýrari íbúð Banaslys við Tungufljót Íbúum fjölgar og fjölgar í Fjallabyggð E. coli-sýking á Mánagarði: „Hræðilegt að horfa upp á barnið svona veikt“ „Dæmi um hvernig rafræn skilríki geta verið útilokandi“ Fara með Intuens-málið fyrir dómstóla sem gæti reynst afdrifaríkt Fjölskyldan hrædd og brotin vegna sýkingarinnar á Mánagarði Maðurinn kominn upp úr fljótinu Segir Bjarna ekki hafa ruglast og Pawel fari sjálfur með rangt mál Risa vatnsrennibraut keypt í Þorlákshöfn fyrir 150 milljónir Þrír frambjóðendur detta út Bein útsending: Landskjörstjórn tilkynnir um gild framboð Sjá meira
Samþykkt var á fundi sveitarstjórnar Bláskógabyggðar í gær að engir leigusamningar yrðu endurnýjaðir við hjólhýsaeigendur á Laugarvatni og þeir þyrftu því að víkja af svæðinu með hjólhýsin og allt sem þeim fylgir sem allra fyrst og í allra síðasta lagi um áramótin. „Svæðið eins og það er uppfyllir engan vegin kröfur, sem eru gerðar hvað varðar öryggi staða þar sem fólk dvelur,“ segir Ásta Stefánsdóttir, sveitarstjóri Bláskógabyggðar. Samhjól, Samtök hjólhýsaeigenda á Laugarvatni gerði Bláskógabyggð ýmis tilboð gegn því að fá að vera áfram á svæðinu, eins og að greiða allan kostnað vegna endurbóta á svæðinu en því var alfarið hafnað. „Það er ekki verið að taka þessa á ákvörðun af því að sveitarstjórn vilji gera fólki eitthvað illt. Ástandið eins og það er þarna núna er bara ekki viðunandi, öryggi er ekki tryggt og sveitarfélagið ætlar ekki að fara í aðgerðir til að greiða kostnað við það,“ bætir Ásta við. Ásta Stefánsdóttir, sveitarstjóri Bláskógabyggðar.Magnús Hlynur Hreiðarsson En hvernig er hljóðið í eigendum hjólhýsanna á Laugarvatni? „Ég ætla bara að lýsa vonbrigðum og við erum sár. Fólk er bara niðurbrotið, þetta hefur gríðarleg andleg áhrif á fólkið. Líka það að það skuli vera annað hjólhýsasvæði risið þarna á sama tíma og það er verið að bola okkur í burtu úr sveitarfélaginu. Við töldum okkur skipta meira máli,“ segir Hrafnhildur Bjarnadóttir, formaður Samhjóls. Og hér á Hrafnhildur við hjólhýsasvæðið í Úthlíð. Og þú ert með regnhlíf og himnarnir gráta eða hvað? „Já, þeir gráta með okkur og það er ekki í fyrsta sinn, sem þeir gera það og vonandi getur svo sólin skinið með okkur og sveitarstjórn og allir lifað í sátt og samlyndi. Hrafnhildur Bjarnadóttir, formaður Samhjóls á Laugarvatni.Magnús Hlynur Hreiðarsson Fundargerð sveitarstjórnar þar sem hjólhýsamálið var m.a. tekið fyrir 29. júní 2022.“
Bláskógabyggð Húsnæðismál Tjaldsvæði Deilur um hjólhýsabyggð við Laugarvatn Mest lesið Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Verkfallið hafi mikil áhrif á fáar fjölskyldur og lítil áhrif á samfélagið Innlent Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Innlent „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Erlent Málið komið á „endastöð“ og rannsókn lokið Innlent Selur íbúð sem hann gerði upp og flytur í ódýrari íbúð Innlent Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Innlent Sigurður Ingi sat þögull við ríkisstjórnarborðið Innlent Aukaþingmaður leikur enn lausum hala Innlent Fleiri fréttir Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi sat þögull við ríkisstjórnarborðið Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Sjálfstæðismenn vilja taka upp samræmd próf Sjónum beint til vinstri í kosningapallborðinu Ríkið þrýsti læknum út í harðari verkfallsaðgerðir Aukaþingmaður leikur enn lausum hala Baráttan í Bandaríkjunum á lokametrunum Málið komið á „endastöð“ og rannsókn lokið Bergþór hæðist að Bjarna og Sigurði Inga Enginn stjórnmálamaður á loftslagsráðstefnu „Brottfararúrræði þurfa ekki að vera grimm eða harðneskjuleg” Enginn verið stuðaður með rafbyssu ennþá Þétt skjálftavirkni í nótt en ekki nægur kraftur fyrir kvikuhlaup Verkfallið hafi mikil áhrif á fáar fjölskyldur og lítil áhrif á samfélagið Umræða á Bylgjunni ekki ígildi stjórnvaldsákvörðunar Selur íbúð sem hann gerði upp og flytur í ódýrari íbúð Banaslys við Tungufljót Íbúum fjölgar og fjölgar í Fjallabyggð E. coli-sýking á Mánagarði: „Hræðilegt að horfa upp á barnið svona veikt“ „Dæmi um hvernig rafræn skilríki geta verið útilokandi“ Fara með Intuens-málið fyrir dómstóla sem gæti reynst afdrifaríkt Fjölskyldan hrædd og brotin vegna sýkingarinnar á Mánagarði Maðurinn kominn upp úr fljótinu Segir Bjarna ekki hafa ruglast og Pawel fari sjálfur með rangt mál Risa vatnsrennibraut keypt í Þorlákshöfn fyrir 150 milljónir Þrír frambjóðendur detta út Bein útsending: Landskjörstjórn tilkynnir um gild framboð Sjá meira