Nýr forsætisráðherra og enn einar kosningarnar framundan Atli Ísleifsson skrifar 1. júlí 2022 08:13 Naftali Bennett og Yair Lapid á ísraelska þinginu í gær þegar búið var að rjúfa þing og boða til kosninga. AP Yair Lapid hefur tekur við embætti forsætisráðherra Ísraels, en hann tekur við af Naftali Bennett sem gegnt hafði stöðunni í um eitt ár. Lapid er leiðtogi eins af miðjuflokkunum á ísraelska þinginu og mun hann leiða landið fram að þingkosningum sem boðaðar hafa verið 1. nóvember næstkomandi. Lapid tekur við stöðu forsætisráðherra eftir að samsteypustjórnin, sem Lapid myndaði ásamt Bennett og fleirum, riðaði til falls í síðustu viku. Þingkosningarnar í nóvember verða þær fimmtu í landinu á innan við fjórum árum. Benjamín Netanjahú, fyrrverandi forsætisráðherra, hefur sagt að hann stefni að því að setjast í forsætisráðherrastólinn á ný. BBC segir að þrátt fyrir að Lapid hafi áður sagt að hann sé hlynntur tveggja ríkja lausn í málefnum Ísraels og Palestínu þá sé ólíklegt að hann ráðist í róttækar aðgerðir í málaflokknum fram að kosningum. Hinn 58 ára Lapid, sem er fyrrverandi fréttaþulur, tók við völdum af Naftali Bennett í samræmi við samkomulag milli flokka þeirra um að þeir myndu hafa stólaskipti, en Bennett mun því gegna embætti aðstoðarforsætisráðherra fram að kosningunum. Bennett hefur sjálfur sagt að hann muni ekki bjóða sig fram í kosningunum í nóvember. Fráfarandi samsteypustjórn samanstóð af alls átta flokkum, bæði af miðjunni og vinstri og hægrivæng stjórnmálanna. Sömuleiðis var þar að finna flokk óháðra araba, en þetta var í fyrsta sinn sem flokkur araba átti aðild að ríkisstjórn Ísraels frá stofnun landsins árið 1948. Skoðanakannanir benda til að Netanjahú og flokkur hans muni í kosningunum fá flest atkvæði, en líkur eru á að erfiðlega gæti reynst fyrir Netanjahú að mynda meirihluta. Ísrael Tengdar fréttir Möguleiki á fimmtu þingkosningum í Ísrael á minna en fjórum árum Vara forsætisráðherra Ísrael, Yair Lapid tekur við af núverandi forsætisráðherra landsins, Naftali Bennett. Samkvæmt umfjöllun BBC um málið hefur stjórnarsamstarfið þar í landi hangið á bláþræði en álitsgjafar segja möguleika á þingkosningum í október. 20. júní 2022 21:03 Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Innlent Fleiri fréttir Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Sjá meira
Lapid tekur við stöðu forsætisráðherra eftir að samsteypustjórnin, sem Lapid myndaði ásamt Bennett og fleirum, riðaði til falls í síðustu viku. Þingkosningarnar í nóvember verða þær fimmtu í landinu á innan við fjórum árum. Benjamín Netanjahú, fyrrverandi forsætisráðherra, hefur sagt að hann stefni að því að setjast í forsætisráðherrastólinn á ný. BBC segir að þrátt fyrir að Lapid hafi áður sagt að hann sé hlynntur tveggja ríkja lausn í málefnum Ísraels og Palestínu þá sé ólíklegt að hann ráðist í róttækar aðgerðir í málaflokknum fram að kosningum. Hinn 58 ára Lapid, sem er fyrrverandi fréttaþulur, tók við völdum af Naftali Bennett í samræmi við samkomulag milli flokka þeirra um að þeir myndu hafa stólaskipti, en Bennett mun því gegna embætti aðstoðarforsætisráðherra fram að kosningunum. Bennett hefur sjálfur sagt að hann muni ekki bjóða sig fram í kosningunum í nóvember. Fráfarandi samsteypustjórn samanstóð af alls átta flokkum, bæði af miðjunni og vinstri og hægrivæng stjórnmálanna. Sömuleiðis var þar að finna flokk óháðra araba, en þetta var í fyrsta sinn sem flokkur araba átti aðild að ríkisstjórn Ísraels frá stofnun landsins árið 1948. Skoðanakannanir benda til að Netanjahú og flokkur hans muni í kosningunum fá flest atkvæði, en líkur eru á að erfiðlega gæti reynst fyrir Netanjahú að mynda meirihluta.
Ísrael Tengdar fréttir Möguleiki á fimmtu þingkosningum í Ísrael á minna en fjórum árum Vara forsætisráðherra Ísrael, Yair Lapid tekur við af núverandi forsætisráðherra landsins, Naftali Bennett. Samkvæmt umfjöllun BBC um málið hefur stjórnarsamstarfið þar í landi hangið á bláþræði en álitsgjafar segja möguleika á þingkosningum í október. 20. júní 2022 21:03 Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Innlent Fleiri fréttir Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Sjá meira
Möguleiki á fimmtu þingkosningum í Ísrael á minna en fjórum árum Vara forsætisráðherra Ísrael, Yair Lapid tekur við af núverandi forsætisráðherra landsins, Naftali Bennett. Samkvæmt umfjöllun BBC um málið hefur stjórnarsamstarfið þar í landi hangið á bláþræði en álitsgjafar segja möguleika á þingkosningum í október. 20. júní 2022 21:03