Biður minkabændur innilegrar afsökunar eftir svarta skýrslu nefndar Atli Ísleifsson skrifar 1. júlí 2022 09:05 Mette Frederiksen, forsætisráðherra Danmerkur, sagði á fréttamannafundi í morgun að ákvörðunin um að lóga öllum minkum í landinu í nóvember 2020 hafi verið nauðsynleg til að hefta útbreiðslu kórónuveirunnar. Myndin er úr safni. AP Mette Frederiksen, forsætisráðherra Danmerkur, hefur beðið minkabændur í landinu afsökunar á þeim skapraunum og sorg sem ákvörðun danskra stjórnvalda um að lóga öllum minkum landsins í kórónuveirufaraldrinum hafi valdið þeim. Hún segir ákvörðunina um að fella stofninn þó hafa verið nauðsynlega. Rannsóknarnefnd danska þingsins um ákvörðunina skilaði skýrslu sinni í gær þar sem fram kom að málflutningur forsætisráðherrans á fréttamannafundi í 4. nóvember 2020 hafi verið villandi þegar hún tilkynnti að lóga ætti öllum minkum í landinu. Var það gert til að stöðva útbreiðslu kórónuveirunnar í landinu. Það var einnig niðurstaða nefndarinnar að Barbara Bertelsen, ráðuneytisstjóri í forsætisráðuneytinu og einn nánasti samstarfsmaður Frederiksen, hafi gerst brotleg við lög og reglur embættismanna í málinu og að brotin séu svo alvarleg að grunnur sé fyrir ákæru. Þá er talið að fjöldi annarra embættismanna hafi einnig brotið reglur og lög í málinu og sömuleiðis hafi embættisfærslur manna í matvælaráðuneytinu einnig verið ámælisverðar. Ákvörðun danskra stjórnvalda um að lóga öllum minkum í landinu, um sautján milljónir dýra, vakti gríðarlega athygli og olli miklu fjaðrafoki þegar ljóst var að ákvörðunin átti sér enga stoð í lögum. Rannsóknarnefndin sagði orð Frederiksen þann 4. nóvember 2020 hafa verið villandi, en var það niðurstaðan að það hafi ekki verið af ásetningi. „Afsakið. Ég get ekki ímyndað mér hvernig hafi verið að vera í ykkar sporum. Þið misstuð ævistarf ykkar, og ég biðst innilegrar afsökunar á þeim skapraunum og sorg sem þetta færði ykkur. Þess vegna vil ég biðja ykkur afsökunar,“ sagði Frederiksen á fréttamannafundi í morgun. Hún sagði ákvörðunina þó hafa verið nauðsynlega, þar sem ábyrgð Danmerkur gagnvart umheiminum hafi verið mikil. Danmörk Loðdýrarækt Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Allir minkar í Danmörku aflífaðir vegna stökkbreytts afbrigðis kórónuveiru Allir minkar í Danmörku, hátt í sautján milljónir talsins, skulu aflífaðir eins fljótt og hægt er vegna stökkbreytingar kórónuveiru, sem greinst hefur í minkum og borist í mannfólk. 4. nóvember 2020 18:32 Danskir minkabændur ósáttir Danmerkurstjórn fékk upplýsingar um að hún mætti ekki fyrirskipa að allir minkar í landinu yrðu drepnir meira en viku áður en Mette Frederiksen forsætisráðherra tilkynnti um fyrirskipun þess efnis. 11. nóvember 2020 17:04 Segir af sér vegna minkamálsins Mogens Jensen, ráðherra matvæla-, sjávarútvegs- og landbúnaðarmála Danmerkur, hefur sagt af sér embætti vegna minkamálsins. 18. nóvember 2020 11:47 Krefjast þess að minkarnir verði grafnir upp Þingmenn stjórnarandstöðunnar í Danmörku hafa kallað eftir því að milljónir minka, sem aflífaðir voru eftir að stökkbreytt afbrigði kórónuveirunnar fannst í þeim, verði grafnir upp og færðir annað. 27. nóvember 2020 18:03 Milljarða samkomulag í höfn um greiðslu bóta til minkabænda Samkomulag er í höfn milli dönsku ríkisstjórnarinnar og meirihluta flokka á þingi um greiðslu bóta vegna minkamálsins svokallaða. Samkomulagið tókst loksins í kvöld eftir ríflega tveggja mánaða viðræður og hljóðar það upp á 18,7 milljarða danskra króna, eða sem nemur tæpum 396 milljörðum íslenskra króna. 25. janúar 2021 21:46 Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Fleiri fréttir Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Sjá meira
Rannsóknarnefnd danska þingsins um ákvörðunina skilaði skýrslu sinni í gær þar sem fram kom að málflutningur forsætisráðherrans á fréttamannafundi í 4. nóvember 2020 hafi verið villandi þegar hún tilkynnti að lóga ætti öllum minkum í landinu. Var það gert til að stöðva útbreiðslu kórónuveirunnar í landinu. Það var einnig niðurstaða nefndarinnar að Barbara Bertelsen, ráðuneytisstjóri í forsætisráðuneytinu og einn nánasti samstarfsmaður Frederiksen, hafi gerst brotleg við lög og reglur embættismanna í málinu og að brotin séu svo alvarleg að grunnur sé fyrir ákæru. Þá er talið að fjöldi annarra embættismanna hafi einnig brotið reglur og lög í málinu og sömuleiðis hafi embættisfærslur manna í matvælaráðuneytinu einnig verið ámælisverðar. Ákvörðun danskra stjórnvalda um að lóga öllum minkum í landinu, um sautján milljónir dýra, vakti gríðarlega athygli og olli miklu fjaðrafoki þegar ljóst var að ákvörðunin átti sér enga stoð í lögum. Rannsóknarnefndin sagði orð Frederiksen þann 4. nóvember 2020 hafa verið villandi, en var það niðurstaðan að það hafi ekki verið af ásetningi. „Afsakið. Ég get ekki ímyndað mér hvernig hafi verið að vera í ykkar sporum. Þið misstuð ævistarf ykkar, og ég biðst innilegrar afsökunar á þeim skapraunum og sorg sem þetta færði ykkur. Þess vegna vil ég biðja ykkur afsökunar,“ sagði Frederiksen á fréttamannafundi í morgun. Hún sagði ákvörðunina þó hafa verið nauðsynlega, þar sem ábyrgð Danmerkur gagnvart umheiminum hafi verið mikil.
Danmörk Loðdýrarækt Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Allir minkar í Danmörku aflífaðir vegna stökkbreytts afbrigðis kórónuveiru Allir minkar í Danmörku, hátt í sautján milljónir talsins, skulu aflífaðir eins fljótt og hægt er vegna stökkbreytingar kórónuveiru, sem greinst hefur í minkum og borist í mannfólk. 4. nóvember 2020 18:32 Danskir minkabændur ósáttir Danmerkurstjórn fékk upplýsingar um að hún mætti ekki fyrirskipa að allir minkar í landinu yrðu drepnir meira en viku áður en Mette Frederiksen forsætisráðherra tilkynnti um fyrirskipun þess efnis. 11. nóvember 2020 17:04 Segir af sér vegna minkamálsins Mogens Jensen, ráðherra matvæla-, sjávarútvegs- og landbúnaðarmála Danmerkur, hefur sagt af sér embætti vegna minkamálsins. 18. nóvember 2020 11:47 Krefjast þess að minkarnir verði grafnir upp Þingmenn stjórnarandstöðunnar í Danmörku hafa kallað eftir því að milljónir minka, sem aflífaðir voru eftir að stökkbreytt afbrigði kórónuveirunnar fannst í þeim, verði grafnir upp og færðir annað. 27. nóvember 2020 18:03 Milljarða samkomulag í höfn um greiðslu bóta til minkabænda Samkomulag er í höfn milli dönsku ríkisstjórnarinnar og meirihluta flokka á þingi um greiðslu bóta vegna minkamálsins svokallaða. Samkomulagið tókst loksins í kvöld eftir ríflega tveggja mánaða viðræður og hljóðar það upp á 18,7 milljarða danskra króna, eða sem nemur tæpum 396 milljörðum íslenskra króna. 25. janúar 2021 21:46 Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Fleiri fréttir Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Sjá meira
Allir minkar í Danmörku aflífaðir vegna stökkbreytts afbrigðis kórónuveiru Allir minkar í Danmörku, hátt í sautján milljónir talsins, skulu aflífaðir eins fljótt og hægt er vegna stökkbreytingar kórónuveiru, sem greinst hefur í minkum og borist í mannfólk. 4. nóvember 2020 18:32
Danskir minkabændur ósáttir Danmerkurstjórn fékk upplýsingar um að hún mætti ekki fyrirskipa að allir minkar í landinu yrðu drepnir meira en viku áður en Mette Frederiksen forsætisráðherra tilkynnti um fyrirskipun þess efnis. 11. nóvember 2020 17:04
Segir af sér vegna minkamálsins Mogens Jensen, ráðherra matvæla-, sjávarútvegs- og landbúnaðarmála Danmerkur, hefur sagt af sér embætti vegna minkamálsins. 18. nóvember 2020 11:47
Krefjast þess að minkarnir verði grafnir upp Þingmenn stjórnarandstöðunnar í Danmörku hafa kallað eftir því að milljónir minka, sem aflífaðir voru eftir að stökkbreytt afbrigði kórónuveirunnar fannst í þeim, verði grafnir upp og færðir annað. 27. nóvember 2020 18:03
Milljarða samkomulag í höfn um greiðslu bóta til minkabænda Samkomulag er í höfn milli dönsku ríkisstjórnarinnar og meirihluta flokka á þingi um greiðslu bóta vegna minkamálsins svokallaða. Samkomulagið tókst loksins í kvöld eftir ríflega tveggja mánaða viðræður og hljóðar það upp á 18,7 milljarða danskra króna, eða sem nemur tæpum 396 milljörðum íslenskra króna. 25. janúar 2021 21:46