Stjörnur A-riðils: Fyrirliði Bayern, undraverður bakvörður og einn albesti framherji allra tíma Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 3. júlí 2022 10:00 Ada Hegerberg er spennt fyrir EM. En þú? EPA-EFE/TERJE PEDERSEN Vísir heldur áfram að telja niður í Evrópumót kvenna sem fram fer í Englandi. Ísland er að fara á sitt fjórða Evrópumót í röð en hér að neðan verður farið yfir bestu leikmenn landanna sem skipa A-riðil. Þau eru Austurríki, England, Norður-Írland og Noregur. Það má eflaust færa ágætis rök fyrir því að það séu fleiri en einn leikmaður sem eiga skilið að vera titlaðar „stjörnur“ sinna liða. Hér að neðan höldum við okkur þó við einn leikmenn í hverju liði. Sarah Zadrazil (Austurríki) Sarah Zadrazil í leik með Bayern.Christian Kaspar-Bartke/Getty Images Hin 29 ára gamla Zadrazil spilar með Íslendingaliði Bayern München og ber þar fyrirliðabandið. Hefur spilað í Þýskalandi frá árinu 2016. Leikur vanalega á miðjunni og er lýst sem leikmanni með mikla sendingagetu ásamt því að vera mjög lunkin með boltann. View this post on Instagram A post shared by Sarah Zadrazil (@sarah_zadrazil27) Lucy Bronze (England) Lucy Bronze er með betri leikmönnum heims í dag.James Gill/Getty Images Hin þrítuga gamla Lucy Bronze gekk nýverið í raðir Spánarmeistara Barcelona en hefur einnig leikið með Lyon, Manchester City Liverpool, Everton og Sunderland á ferli sínum. Fæddist í Skotlandi en á enska móður og portúgalskan föður, virðist sú blanda virka vel en Bronze er með hægri bakvörðum, og leikmönnum, heims í dag þrátt fyrir að hafa gengist undir fimm hnéaðgerðir á ferli sínum. View this post on Instagram A post shared by Lucy Bronze (@lucybronze) Rachel Furness (Norður-Írland) Rachel Furness er klár.Karl Bridgeman/Getty Images Hin 33 ára gamla Furness leikur í dag með Liverpool og mun því leika í ensku úrvalsdeildinni á nýjan leik á næsta ári. Er markahæsti leikmaður N-Írlands frá upphafi og er með ágætis tengingu við Ísland þar sem hún lék með Grindavík sumarið 2010. View this post on Instagram A post shared by Rachel Furness (@furness_4_) Ada Hegerberg (Noregur) Markavélin Ada Hegerberg lætur ekki smá rigningu hafa áhrif á sig.EPA-EFE/Stian Lysberg Solum Hin 26 ára gamla Ada Martine Stolsmo Hegerberg er ein besta knattspyrnukona allra tíma. Sneri til baka í vetur eftir gríðarlega erfið hnémeiðsli og spilaði stóran þátt í því að Lyon sigraði Barcelona í úrslitum Meistaradeildar Evrópu. Er markaskorari af guðsnáð sem hefur skorað 154 mörk í 134 leikjum fyrir Lyon og 42 mörk í 70 leikjum fyrir norska landsliðið. Stóð í stappi við norska knattspyrnusambandið þar sem hún taldi halla á kvennalandsliðið. Er nú snúin aftur og missa varnarmenn annarra landa A-riðils eflaust svefn yfir því að mæta Noregi. View this post on Instagram A post shared by Ada Stolsmo Hegerberg (@ahegerberg) Fótbolti EM 2022 í Englandi Mest lesið McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Körfubolti Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Enski boltinn Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar Körfubolti Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ Körfubolti „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Körfubolti Olís-deild karla: FH vann stórsigur í Breiðholti og önnur úrslit Handbolti Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Handbolti Dagskráin í dag: Knicks ásamt íslenskum körfubolta og íslenskri pílu Sport Fleiri fréttir Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Meistararnir og Skytturnar missa út lykilmenn Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Annað áfall fyrir Hörð sem fór til sama læknis og Rodri Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Alexia Putellas með sitt tvö hundruðasta mark fyrir Barcelona Nýr Etihad leikvangur hinum megin við Atlantshafið Guardiola samdi til ársins 2027 Segja að Haaland og félagar fái gjafapakka frá FIFA Sædís og félagar fyrstar til að stoppa Bæjara Rannsókn á hegðun David Coote enn í fullum gangi Tuchel „stelur“ Hilario frá Chelsea og tekur hann inn í teymið Danir vilja halda úrslitakeppni Þjóðadeildarinnar Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Amorim vill að United fái Gomes aftur Martröð fyrirliða Chelsea heldur áfram Neville gagnrýnir Bandaríkjaför Rashford og Casemiro Alfreð hættur: „Takk fyrir allt sem þú hefur gefið mér og minni fjölskyldu“ Kósovó áfrýjar og Svíar bíða spenntir: „Barátta gegn rasisma“ Sagður hafa tvo leiki til að bjarga starfinu Leið Íslands á HM skýrari: Í þriðja flokki og fá þrjá mótherja UEFA viðurkennir mistök í myndbandsdómgælu í Þjóðadeildinni Systur sömdu á sama tíma Amanda lagði upp mark í Meistaradeildinni Svíar tapa á því að Rúmenum var dæmdur sigur á móti Kósóvó Sjá meira
Það má eflaust færa ágætis rök fyrir því að það séu fleiri en einn leikmaður sem eiga skilið að vera titlaðar „stjörnur“ sinna liða. Hér að neðan höldum við okkur þó við einn leikmenn í hverju liði. Sarah Zadrazil (Austurríki) Sarah Zadrazil í leik með Bayern.Christian Kaspar-Bartke/Getty Images Hin 29 ára gamla Zadrazil spilar með Íslendingaliði Bayern München og ber þar fyrirliðabandið. Hefur spilað í Þýskalandi frá árinu 2016. Leikur vanalega á miðjunni og er lýst sem leikmanni með mikla sendingagetu ásamt því að vera mjög lunkin með boltann. View this post on Instagram A post shared by Sarah Zadrazil (@sarah_zadrazil27) Lucy Bronze (England) Lucy Bronze er með betri leikmönnum heims í dag.James Gill/Getty Images Hin þrítuga gamla Lucy Bronze gekk nýverið í raðir Spánarmeistara Barcelona en hefur einnig leikið með Lyon, Manchester City Liverpool, Everton og Sunderland á ferli sínum. Fæddist í Skotlandi en á enska móður og portúgalskan föður, virðist sú blanda virka vel en Bronze er með hægri bakvörðum, og leikmönnum, heims í dag þrátt fyrir að hafa gengist undir fimm hnéaðgerðir á ferli sínum. View this post on Instagram A post shared by Lucy Bronze (@lucybronze) Rachel Furness (Norður-Írland) Rachel Furness er klár.Karl Bridgeman/Getty Images Hin 33 ára gamla Furness leikur í dag með Liverpool og mun því leika í ensku úrvalsdeildinni á nýjan leik á næsta ári. Er markahæsti leikmaður N-Írlands frá upphafi og er með ágætis tengingu við Ísland þar sem hún lék með Grindavík sumarið 2010. View this post on Instagram A post shared by Rachel Furness (@furness_4_) Ada Hegerberg (Noregur) Markavélin Ada Hegerberg lætur ekki smá rigningu hafa áhrif á sig.EPA-EFE/Stian Lysberg Solum Hin 26 ára gamla Ada Martine Stolsmo Hegerberg er ein besta knattspyrnukona allra tíma. Sneri til baka í vetur eftir gríðarlega erfið hnémeiðsli og spilaði stóran þátt í því að Lyon sigraði Barcelona í úrslitum Meistaradeildar Evrópu. Er markaskorari af guðsnáð sem hefur skorað 154 mörk í 134 leikjum fyrir Lyon og 42 mörk í 70 leikjum fyrir norska landsliðið. Stóð í stappi við norska knattspyrnusambandið þar sem hún taldi halla á kvennalandsliðið. Er nú snúin aftur og missa varnarmenn annarra landa A-riðils eflaust svefn yfir því að mæta Noregi. View this post on Instagram A post shared by Ada Stolsmo Hegerberg (@ahegerberg)
Fótbolti EM 2022 í Englandi Mest lesið McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Körfubolti Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Enski boltinn Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar Körfubolti Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ Körfubolti „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Körfubolti Olís-deild karla: FH vann stórsigur í Breiðholti og önnur úrslit Handbolti Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Handbolti Dagskráin í dag: Knicks ásamt íslenskum körfubolta og íslenskri pílu Sport Fleiri fréttir Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Meistararnir og Skytturnar missa út lykilmenn Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Annað áfall fyrir Hörð sem fór til sama læknis og Rodri Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Alexia Putellas með sitt tvö hundruðasta mark fyrir Barcelona Nýr Etihad leikvangur hinum megin við Atlantshafið Guardiola samdi til ársins 2027 Segja að Haaland og félagar fái gjafapakka frá FIFA Sædís og félagar fyrstar til að stoppa Bæjara Rannsókn á hegðun David Coote enn í fullum gangi Tuchel „stelur“ Hilario frá Chelsea og tekur hann inn í teymið Danir vilja halda úrslitakeppni Þjóðadeildarinnar Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Amorim vill að United fái Gomes aftur Martröð fyrirliða Chelsea heldur áfram Neville gagnrýnir Bandaríkjaför Rashford og Casemiro Alfreð hættur: „Takk fyrir allt sem þú hefur gefið mér og minni fjölskyldu“ Kósovó áfrýjar og Svíar bíða spenntir: „Barátta gegn rasisma“ Sagður hafa tvo leiki til að bjarga starfinu Leið Íslands á HM skýrari: Í þriðja flokki og fá þrjá mótherja UEFA viðurkennir mistök í myndbandsdómgælu í Þjóðadeildinni Systur sömdu á sama tíma Amanda lagði upp mark í Meistaradeildinni Svíar tapa á því að Rúmenum var dæmdur sigur á móti Kósóvó Sjá meira
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti