Viðbragðsteymi bráðaþjónustu ræðst í aðgerðir Magnús Jochum Pálsson skrifar 1. júlí 2022 10:00 Viðbragðsteymi bráðaþjónustu sem var komið á fót 10. júní hefur þegar ráðist í aðgerðir. Vísir/Vilhelm Viðbragðsteymi bráðaþjónustu í landinu hefur ráðist í aðgerðir. Meðal þeirra er opnun nýrra endurhæfingar- og hjúkrunarrýma, ný fjarþjónusta bráðadagdeildar lyflækninga og ráðning tveggja erlendra sérfræðinga í bráðalækningum. Viðbragðsteymið var myndað 10. júní til að bregðast við ástandi á Landspítalanum. Willum Þór Þórsson, heilbrigðisráðherra, átti fund með starfsfólki bráðamóttökunnar í Fossvogi 14. júní síðastliðinn ásamt forstjóra Landspítala til að upplýsa starfsfólk og ræða stöðu mála. Í tilkynningu frá stjórnarráðinu kemur fram að frá því að fundurinn var haldinn er búið er að ráða tvo erlenda sérfræðinga í bráðalækningum til starfa á bráðamóttökunni frá 1. júlí næstkomandi auk annarra úrræða sem voru kynnt sem nú þegar hafa raungerst. Þar á meðal eru ný fjarþjónusta bráðadagdeildar lyflækninga, úrlestur myndrannsókna og greining blóðsýna fyrir sjúkrahús á Kraganum, opnun nýrra endurhæfingar- og hjúkrunarrýma og breytt þjónusta á Vífilsstöðum. Fjarþjónusta bráðadagdeildar lyflækninga Landspítali hefur komið á fót fjarþjónustu lyflækninga sem til að byrja með verður opin frá klukkan 8 á morgnana til 21 á kvöldin alla virka daga. Þar starfa hjúkrunarfræðingar og læknar sem taka við símtölum frá tilvísandi læknum á Læknavakt, heilsugæslum, öldrunarstofnunum og sjúkraflutningafólki. Markmiðið fjarþjónustunnar er að meta hvaða farvegur henti einstaklingum best og veita ráðgjöf. Talið er að þetta fyrirkomulag geti fækkað komum sjúklinga á bráðamóttökuna um 10 til 15 prósent. Úrlestur myndrannsókna og greining blóðsýna fyrir ,,kragasjúkrahúsin“ Landspítali hefur tekið að sér að lesa úr myndrannsóknum og greina eftir þörfum blóðsýni fyrir sjúkrasvið heilbrigðisstofnananna á Suðurnesjum, Suðurlandi og Akranesi í sumar þegar þess gerist þörf utan dagvinnutíma til að efla þjónustu þessara heilbrigðisstofnanna. Með þessum aðgerðum dregur úr þörf fyrir flutning sjúklinga á bráðamóttöku Landspítala frá nærliggjandi sjúkrahúsum. Opnun nýrra endurhæfingar- og hjúkrunarrýma Þann 1. september opnar sérhæfð endurhæfingarþjónusta fyrir aldraða á vegum Sóltúns öldrunarþjónustu ehf. í Sólvangi í Hafnarfirði. Samningur liggur fyrir um þjónustuna milli Sóltúns og Sjúkratrygginga Íslands. Þar geta 39 einstaklingar dvalið til skamms tíma til endurhæfingar. Gert er ráð fyrir að árlega verði hægt að veita að minnsta kosti 400 einstaklingum þessa þjónustu. Nýtt hjúkrunarheimili í Árborg verður opnað í byrjun september og verða þar 40 rými ætluð einstaklingum af höfuðborgarsvæðinu. Um svipað leyti verða opnuð 20 ný endurhæfingarrými við hjúkrunarheimilið Eir til viðbótar við þau 5 sem þar hafa þegar verið opnuð. Breytt þjónusta á Vífilsstöðum Auglýst hefur verið eftir rekstraraðila til að sinna þjónustu fyrir aldraða á Vífilsstöðum. Annars vegar verða þar skammtímainnlagnir til að veita einfaldari meðferð sem ekki er hægt að sinna í heimahúsi en krefst ekki spítalainnlagnar. Um er að ræða legudeild fyrir aldraða sem þurfa á heilbrigðisþjónustu eða aukinni umönnun að halda tímabundið t.d. vegna breytinga á líðan eða félagslegum aðstæðum. Markmiðið er að viðkomandi geti útskrifast heim aftur innan tveggja vikna. Hins vegar verður á Vífilsstöðum boðið upp á líknarþjónustu við aldraða einstaklinga sem geta ekki dvalist heima í lokaskeiði lífsins. Gert er ráð fyrir að Velferðarsvið Reykjavíkur, Heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins og Landspítali geti vísað fólki í innlögn á Vífilsstöðum. Markmiðið verður því að Vífilsstaðir verði markviss þjónusta fyrir aldraða sem öflugur bakhjarl fyrir heimahjúkrun og heimahlynningu og millistig milli þess og Landspítala. Vonast er til að reksturinn muni sem best styðja við þjónustu aldraðra einstaklinga í heimahúsi og á sama tíma létta á innlagnarþunga á Landspítalanum. Stefnt er að því að þróa þjónustuna í samvinnu við nýjan rekstraraðila, heimahjúkrun, heilsugæslu Höfuðborgarsvæðisins og Landspítala. Heilbrigðismál Landspítalinn Heilbrigðisstofnun Suðurnesja Heilbrigðisstofnun Suðurlands Tengdar fréttir Viðbragðsteymi myndað vegna stöðu bráðaþjónustu Að frumkvæði heilbrigðisráðuneytisins og í samræmi við ráðleggingar landlæknis hefur verið myndað viðbragðsteymi um bráðaþjónustu í landinu. Fagráð Landspítalans sendi frá sér ályktun í dag þar sem lýst var yfir þungum áhyggjum af mönnun fagfólks á Landspítala 10. júní 2022 19:36 Mest lesið Fundu fíkniefni í gámi sama dag og stúlkan fannst látin Innlent Jóhannes Þór svekktur og sár vegna skrifa þingmanns Miðflokksins Innlent „Við segjum kynlífsvinna því það er okkar upplifun“ Innlent Bein útsending: Nýjustu tíðindi af viðræðunum Innlent Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Erlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins 2024 Innlent Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Erlent Brjálaðist út í barn í bíó Innlent Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Erlent Musk og Trump valda uppnámi í Washington Erlent Fleiri fréttir Andlátið á Stuðlum hafði mikil áhrif Valkyrjur ná saman, yfirfullar flugvélar og mistök ársins Þjóðin fær nýja ríkisstjórn í jólagjöf Umfangsmikið útkall í Suðurhrauni vegna mikils reyks Breytingar á Menningarnótt: Hlaupaleiðum breytt og tónleikum ljúki fyrr Bein útsending: Nýjustu tíðindi af viðræðunum Núðlusúpan reyndist 34 kíló af marijúana Fundu fíkniefni í gámi sama dag og stúlkan fannst látin Ein af hverjum fimm íbúðum tóm í nokkrum sveitarfélögum Landris heldur áfram á stöðugum hraða Telur að niðurskurður muni ýta þeim sem eftir eru út í veikindi Jóhannes Þór svekktur og sár vegna skrifa þingmanns Miðflokksins Ekki ljóst hvort þýskt nautakjöt eða íslenskt kindakjöt olli hópsýkingu Brjálaðist út í barn í bíó Enn unnið að stjórnarsáttmála og jólaverslun tekur breytingum Útlit fyrir svalasta árið í Reykjavík í þrjátíu ár Mögulega tíðindi fyrir jól Langflestir vilja ríkisstjórnina sem samið er um Heilsuvera liggur niðri Hótaði dóttur sinni svo miklum barsmíðum að hún gæti ekki andað „Við segjum kynlífsvinna því það er okkar upplifun“ Ráðist á ferðamann í borginni Stærsti skjálftinn á svæðinu frá upphafi mælinga Dagsljósið hafi gleymst í þéttingu byggðar Búkmyndavélar taka upp þegar rafbyssum er beitt Búseti segir margvíslega galla á deiliskipulaginu Hætta á að ráðherrar verði eins og flóðhestar í baði Ráðist á tíu ára gamlan dreng fyrir utan Rimaskóla Valdníðsla, rafbyssur og vitringar Sigríður óvænt hætt sem bæjarstjóri Fjallabyggðar Sjá meira
Viðbragðsteymið var myndað 10. júní til að bregðast við ástandi á Landspítalanum. Willum Þór Þórsson, heilbrigðisráðherra, átti fund með starfsfólki bráðamóttökunnar í Fossvogi 14. júní síðastliðinn ásamt forstjóra Landspítala til að upplýsa starfsfólk og ræða stöðu mála. Í tilkynningu frá stjórnarráðinu kemur fram að frá því að fundurinn var haldinn er búið er að ráða tvo erlenda sérfræðinga í bráðalækningum til starfa á bráðamóttökunni frá 1. júlí næstkomandi auk annarra úrræða sem voru kynnt sem nú þegar hafa raungerst. Þar á meðal eru ný fjarþjónusta bráðadagdeildar lyflækninga, úrlestur myndrannsókna og greining blóðsýna fyrir sjúkrahús á Kraganum, opnun nýrra endurhæfingar- og hjúkrunarrýma og breytt þjónusta á Vífilsstöðum. Fjarþjónusta bráðadagdeildar lyflækninga Landspítali hefur komið á fót fjarþjónustu lyflækninga sem til að byrja með verður opin frá klukkan 8 á morgnana til 21 á kvöldin alla virka daga. Þar starfa hjúkrunarfræðingar og læknar sem taka við símtölum frá tilvísandi læknum á Læknavakt, heilsugæslum, öldrunarstofnunum og sjúkraflutningafólki. Markmiðið fjarþjónustunnar er að meta hvaða farvegur henti einstaklingum best og veita ráðgjöf. Talið er að þetta fyrirkomulag geti fækkað komum sjúklinga á bráðamóttökuna um 10 til 15 prósent. Úrlestur myndrannsókna og greining blóðsýna fyrir ,,kragasjúkrahúsin“ Landspítali hefur tekið að sér að lesa úr myndrannsóknum og greina eftir þörfum blóðsýni fyrir sjúkrasvið heilbrigðisstofnananna á Suðurnesjum, Suðurlandi og Akranesi í sumar þegar þess gerist þörf utan dagvinnutíma til að efla þjónustu þessara heilbrigðisstofnanna. Með þessum aðgerðum dregur úr þörf fyrir flutning sjúklinga á bráðamóttöku Landspítala frá nærliggjandi sjúkrahúsum. Opnun nýrra endurhæfingar- og hjúkrunarrýma Þann 1. september opnar sérhæfð endurhæfingarþjónusta fyrir aldraða á vegum Sóltúns öldrunarþjónustu ehf. í Sólvangi í Hafnarfirði. Samningur liggur fyrir um þjónustuna milli Sóltúns og Sjúkratrygginga Íslands. Þar geta 39 einstaklingar dvalið til skamms tíma til endurhæfingar. Gert er ráð fyrir að árlega verði hægt að veita að minnsta kosti 400 einstaklingum þessa þjónustu. Nýtt hjúkrunarheimili í Árborg verður opnað í byrjun september og verða þar 40 rými ætluð einstaklingum af höfuðborgarsvæðinu. Um svipað leyti verða opnuð 20 ný endurhæfingarrými við hjúkrunarheimilið Eir til viðbótar við þau 5 sem þar hafa þegar verið opnuð. Breytt þjónusta á Vífilsstöðum Auglýst hefur verið eftir rekstraraðila til að sinna þjónustu fyrir aldraða á Vífilsstöðum. Annars vegar verða þar skammtímainnlagnir til að veita einfaldari meðferð sem ekki er hægt að sinna í heimahúsi en krefst ekki spítalainnlagnar. Um er að ræða legudeild fyrir aldraða sem þurfa á heilbrigðisþjónustu eða aukinni umönnun að halda tímabundið t.d. vegna breytinga á líðan eða félagslegum aðstæðum. Markmiðið er að viðkomandi geti útskrifast heim aftur innan tveggja vikna. Hins vegar verður á Vífilsstöðum boðið upp á líknarþjónustu við aldraða einstaklinga sem geta ekki dvalist heima í lokaskeiði lífsins. Gert er ráð fyrir að Velferðarsvið Reykjavíkur, Heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins og Landspítali geti vísað fólki í innlögn á Vífilsstöðum. Markmiðið verður því að Vífilsstaðir verði markviss þjónusta fyrir aldraða sem öflugur bakhjarl fyrir heimahjúkrun og heimahlynningu og millistig milli þess og Landspítala. Vonast er til að reksturinn muni sem best styðja við þjónustu aldraðra einstaklinga í heimahúsi og á sama tíma létta á innlagnarþunga á Landspítalanum. Stefnt er að því að þróa þjónustuna í samvinnu við nýjan rekstraraðila, heimahjúkrun, heilsugæslu Höfuðborgarsvæðisins og Landspítala.
Heilbrigðismál Landspítalinn Heilbrigðisstofnun Suðurnesja Heilbrigðisstofnun Suðurlands Tengdar fréttir Viðbragðsteymi myndað vegna stöðu bráðaþjónustu Að frumkvæði heilbrigðisráðuneytisins og í samræmi við ráðleggingar landlæknis hefur verið myndað viðbragðsteymi um bráðaþjónustu í landinu. Fagráð Landspítalans sendi frá sér ályktun í dag þar sem lýst var yfir þungum áhyggjum af mönnun fagfólks á Landspítala 10. júní 2022 19:36 Mest lesið Fundu fíkniefni í gámi sama dag og stúlkan fannst látin Innlent Jóhannes Þór svekktur og sár vegna skrifa þingmanns Miðflokksins Innlent „Við segjum kynlífsvinna því það er okkar upplifun“ Innlent Bein útsending: Nýjustu tíðindi af viðræðunum Innlent Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Erlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins 2024 Innlent Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Erlent Brjálaðist út í barn í bíó Innlent Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Erlent Musk og Trump valda uppnámi í Washington Erlent Fleiri fréttir Andlátið á Stuðlum hafði mikil áhrif Valkyrjur ná saman, yfirfullar flugvélar og mistök ársins Þjóðin fær nýja ríkisstjórn í jólagjöf Umfangsmikið útkall í Suðurhrauni vegna mikils reyks Breytingar á Menningarnótt: Hlaupaleiðum breytt og tónleikum ljúki fyrr Bein útsending: Nýjustu tíðindi af viðræðunum Núðlusúpan reyndist 34 kíló af marijúana Fundu fíkniefni í gámi sama dag og stúlkan fannst látin Ein af hverjum fimm íbúðum tóm í nokkrum sveitarfélögum Landris heldur áfram á stöðugum hraða Telur að niðurskurður muni ýta þeim sem eftir eru út í veikindi Jóhannes Þór svekktur og sár vegna skrifa þingmanns Miðflokksins Ekki ljóst hvort þýskt nautakjöt eða íslenskt kindakjöt olli hópsýkingu Brjálaðist út í barn í bíó Enn unnið að stjórnarsáttmála og jólaverslun tekur breytingum Útlit fyrir svalasta árið í Reykjavík í þrjátíu ár Mögulega tíðindi fyrir jól Langflestir vilja ríkisstjórnina sem samið er um Heilsuvera liggur niðri Hótaði dóttur sinni svo miklum barsmíðum að hún gæti ekki andað „Við segjum kynlífsvinna því það er okkar upplifun“ Ráðist á ferðamann í borginni Stærsti skjálftinn á svæðinu frá upphafi mælinga Dagsljósið hafi gleymst í þéttingu byggðar Búkmyndavélar taka upp þegar rafbyssum er beitt Búseti segir margvíslega galla á deiliskipulaginu Hætta á að ráðherrar verði eins og flóðhestar í baði Ráðist á tíu ára gamlan dreng fyrir utan Rimaskóla Valdníðsla, rafbyssur og vitringar Sigríður óvænt hætt sem bæjarstjóri Fjallabyggðar Sjá meira
Viðbragðsteymi myndað vegna stöðu bráðaþjónustu Að frumkvæði heilbrigðisráðuneytisins og í samræmi við ráðleggingar landlæknis hefur verið myndað viðbragðsteymi um bráðaþjónustu í landinu. Fagráð Landspítalans sendi frá sér ályktun í dag þar sem lýst var yfir þungum áhyggjum af mönnun fagfólks á Landspítala 10. júní 2022 19:36