Innlent

Áframhaldandi gæsluvarðhald vegna manndráps í Barðavogi

Bjarki Sigurðsson skrifar
Lögregla var með mikinn viðbúnað í Barðavogi eftir að maðurinn fannst látinn.
Lögregla var með mikinn viðbúnað í Barðavogi eftir að maðurinn fannst látinn. Vísir/Hallgerður

Karlmaður á þrítugsaldri sem grunaður er um að hafa orðið öðrum manni að bana í Barðagerði í byrjun mánaðar hefur verið úrskurðaður í áframhaldandi gæsluvarðhald.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni. Maðurinn var handtekinn stuttu eftir manndrápið og hefur verið í gæsluvarðhaldi síðan þá. Gæsluvarðhaldið hefur nú verið framlengt til 29. júlí á grundvelli almannahagsmuna og kröfu Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðisins í þágu rannsóknar hennar á manndrápinu.

Karlmaður á þrítugsaldri var í dag í Héraðsdómi Reykjavíkur úrskurðaður í áframhaldandi gæsluvarðhald til föstudagsins 29. júlí á grundvelli almannahagsmuna að kröfu Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu í þágu rannsóknar hennar á manndrápi í austurborginni 4. júní sl.


Tengdar fréttir

Nafn mannsins sem lést í Barða­vogi

Maðurinn sem lést í árásinni í Barðavogi í Reykjavík á laugardaginn hét Gylfi Bergmann Heimisson. Hann var fæddur árið 1975 og lætur eftir sig fjögur börn á aldrinum tveggja til 24 ára.

Margir í hverfinu hafi vitað af ógnandi hegðun hins grunaða

Morðrannsókn lögreglu í Barðavogi heldur áfram en ýmsir þættir eru nú til skoðunar. Maðurinn sem lést var á fimmtugsaldri og lætur eftir sig fjögur börn. Íbúar í hverfinu lýsa ógnvekjandi hegðun hins grunaða um árabil og segja marga hafa óttast hann. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×