Innlent

Bein útsending: Kvöldfréttir Stöðvar 2

Heimir Már Pétursson skrifar
Sindri Sindrason les kvöldfréttir klukkan hálf sjö.
Sindri Sindrason les kvöldfréttir klukkan hálf sjö. Vísir/Vilhelm

Í kvöldfréttum heyrum við í forseta Alþingis og formanni Dómararafélagsins vegna ákvörðunar fjármálaráðuneytisins um að 260 æðstu embættismenn ríkisins endurgreiði samanlagt um 105 milljónir króna sem þeir fengu í ofgreidd laun á undanförnum þremur árum. Formaður Dómarafélagsins segir kröfuna ólöglega en fjármálaráðherra segir það vera auman málflutning hjá þeim sem telji óeðlilegt að endurgreiða það sem ofgreitt hafi verið úr sjóðum almennings.

Útlendingastofnun virðist ætla að senda barnafólk og einstæðar mæður úr landi til Grikklands, þvert á fyrri yfirlýsingar að sögn lögmanns, sem segir þessar áætlanir forkastanlegar.

Forseti Úkraínu segir enga tilviljun að Rússar skutu tveimur eldflaugum að íbúðabyggð í bæ skammt frá hafnarborginni Odessa. Hann ítrekaði í dag nauðsyn þess að Úkraína fái aðild að fjölskyldu evrópuþjóða og að umsóknarferlið mætti ekki taka mörg ár eða áratugi.

Og við bregðum okkur í röðina þar sem spenntir aðdáendur breska rapparans Skepta bíða eftir því að komast á tónleika með honum í kvöld.

Þetta og margt fleira á samtengdum rásum Bylgjunnar og Stöðvar 2 klukkan hálf sjö.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×