Ísland með Ungverjalandi í riðli á HM í handbolta Árni Jóhansson skrifar 2. júlí 2022 16:25 Bjarki Már og Ómar Ingi eru væntanlega mjög spenntir fyrir því að spila á HM í handbolta HSÍ Dregið var í riðla fyrir HM í handbolta sem fram fer í Póllandi og Svíþjóð í janúar á næsta ári. Íslendingar lentu meðal annars í riðli með Ungverjum þegar mótið verður haldið í 28. sinn. Drátturinn fór fram í Katowice í Póllandi en þar fara fram leikir í E og B riðli í mótinu. Það má segja að Íslendingar hefðu getað fengið þægilegri riðil til að miðað við að hafa verið í efsta styrkleikaflokki fyrir dráttinn. Íslendingar munu vera í D riðli sem spilaður verður í Kristianstad og mæta þeir Portúgal, Ungverjum og Suður-Kóreu. Íslendingar hafa eldað grátt silfur saman með Ungverjum á þessari öld bæði í handbolta og fótbolta og hafa leikirnir í handbolta verið hörkuleikir. Síðast þegar liðin mættust þá unnu Íslendingar með einu marki 31-30 á EM 2022 en töpuðu þar áður á EM 2020. Sárust er þó væntanlega minningin af leik liðanna á Ólympíuleikunum 2012 þegar Ungverjar slógu út Strákana okkar í átta liða úrslitum eftir framlengdan leik 33-34. Þá eru Portúgalir með okkur í riðli en það er lið sem hefur verið á uppleið undanfarin ár og leikir liðanna í fyrra og hitt í fyrra voru hörkuleikir. Að lokum þá er sigursælasta lið Asíu mótsins í handknattleik sem verða með Íslendingum í riðli en það eru Suður-Kóreu menn. Ísland mætti Suður-Kóreu á HM ´95 sem var haldið hér á landi og þar unnu Suður-Kóreumenn leikinn 26-23. Ísland mun hefja leik gegn Portúgal 12. janúar 2023 í Kristianstad en Heimsmeistaramótið hefst deginum áður með leik Frakka og Pólverja, sem eru gestgjafar, í Katowice. Hér að neðan má sjá hvernig riðlarnir á HM 2023 í handbolta líta út. Enn á eftir að leika Afríkumótið í handbolta og munu liðin sem merkt eru Afríka 1-5 raðast í riðlana eins og nefnt er hér að neðan. A Riðill Spánn Svartfjallaland Chile Íran B Riðill Frakkland Pólland Sádi Arabía Slóvenía C Riðill Svíþjóð Uruguay Brasilía Afríka 2 D Riðill Ísland Portúgal Ungverjaland Suður-Kórea E Riðill Þýskaland Katar Serbía Afríka 5 F Riðill Noregur Norður Makedónía Argentína Holland G Riðill Afríka 1 Króatía Afríka 3 Bandaríkin H Riðill Danmörk Belgía Bahrain Afríka 4 HM 2023 í handbolta Mest lesið Var með skýrar reglur um eiginkonur bræðranna Sport Ellefu Íslendingar hluti af hinu eftirsótta eina prósenti í CrossFit heiminum Sport Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu Golf Stuðningsmenn Chelsea og Man. City þurfa að afhenda lögreglu vegabréf sín Enski boltinn Arne Slot: Við vorum ekki heppnir, reglan er svona Enski boltinn Mourinho reif í nefið á stjóra mótherjanna eftir leik Fótbolti Skoraði fyrir látinn litla bróður sinn Enski boltinn Söfnuðu milljörðum og eiga nú meirihluta í leikvangi félagsins Fótbolti Kári Jóns meiddist illa á hné í kvöld Körfubolti Fjórir vinsælustu leikmennirnir eru konur Körfubolti Fleiri fréttir Ómar Ingi markahæstur í sigri í Meistaradeildinni Súrt kvöld fyrir íslensku landsliðskonurnar „Eins og draumur að rætast“ Íslendingalið í átta liða úrslit Evrópudeildarinnar Þórey aftur inn í landsliðið: „Þurftum bara aðeins að hreinsa andrúmsloftið“ Valskonur fá seinni leikinn heima KA kaus að losa sig við þjálfarann Íslendingalið í bullandi tapi og getur ekki sótt fleiri stjörnur Köstuðu blysum en segja hina hafa hrækt og hellt bjór á leikmenn „Okkar besti leikur á tímabilinu“ „Forréttindi að fá að vera hluti af þessu liði“ Skara í undanúrslit eftir vítakeppni Uppgjörið: Valur - Iuventa Michalovce 30-20 | Valskonur í úrslit Evrópubikarsins fyrstar íslenskra liða Andrea í undanúrslit eftir dramatík í vító „Getum brotið blað í sögu handboltans“ „Getum gert góða hluti gegn þessu liði“ Haukar úr leik í Evrópubikarnum eftir stórt tap úti í Bosníu Þórsarar tryggðu sér úrvalsdeildarsæti með sigri í lokaumferðinni Elvar markahæstur í endurkomu úr meiðslum „Þær eru steiktar en þær eru líka geggjaðar“ Andri Már markahæstur en Ýmir hafði betur í Íslendingaslagnum Aldís Ásta og félagar í lykilstöðu eftir stórsigur Sveinbjörn bikarmeistari í Ísrael „Væri helvíti gaman að enda ferilinn svona“ Sorrí Valdi og allir hinir Var ósátt en er nú mætt aftur í landsliðið „Trúi ekki öðru en að við fáum fullt hús af áhorfendum“ Varði fimm skot gegn gömlu félögunum Uppgjörið: Grótta - Valur 19-30 | Meistararnir eru deildarmeistarar Oddaleikur framundan milli Íslendingaliðanna Sjá meira
Drátturinn fór fram í Katowice í Póllandi en þar fara fram leikir í E og B riðli í mótinu. Það má segja að Íslendingar hefðu getað fengið þægilegri riðil til að miðað við að hafa verið í efsta styrkleikaflokki fyrir dráttinn. Íslendingar munu vera í D riðli sem spilaður verður í Kristianstad og mæta þeir Portúgal, Ungverjum og Suður-Kóreu. Íslendingar hafa eldað grátt silfur saman með Ungverjum á þessari öld bæði í handbolta og fótbolta og hafa leikirnir í handbolta verið hörkuleikir. Síðast þegar liðin mættust þá unnu Íslendingar með einu marki 31-30 á EM 2022 en töpuðu þar áður á EM 2020. Sárust er þó væntanlega minningin af leik liðanna á Ólympíuleikunum 2012 þegar Ungverjar slógu út Strákana okkar í átta liða úrslitum eftir framlengdan leik 33-34. Þá eru Portúgalir með okkur í riðli en það er lið sem hefur verið á uppleið undanfarin ár og leikir liðanna í fyrra og hitt í fyrra voru hörkuleikir. Að lokum þá er sigursælasta lið Asíu mótsins í handknattleik sem verða með Íslendingum í riðli en það eru Suður-Kóreu menn. Ísland mætti Suður-Kóreu á HM ´95 sem var haldið hér á landi og þar unnu Suður-Kóreumenn leikinn 26-23. Ísland mun hefja leik gegn Portúgal 12. janúar 2023 í Kristianstad en Heimsmeistaramótið hefst deginum áður með leik Frakka og Pólverja, sem eru gestgjafar, í Katowice. Hér að neðan má sjá hvernig riðlarnir á HM 2023 í handbolta líta út. Enn á eftir að leika Afríkumótið í handbolta og munu liðin sem merkt eru Afríka 1-5 raðast í riðlana eins og nefnt er hér að neðan. A Riðill Spánn Svartfjallaland Chile Íran B Riðill Frakkland Pólland Sádi Arabía Slóvenía C Riðill Svíþjóð Uruguay Brasilía Afríka 2 D Riðill Ísland Portúgal Ungverjaland Suður-Kórea E Riðill Þýskaland Katar Serbía Afríka 5 F Riðill Noregur Norður Makedónía Argentína Holland G Riðill Afríka 1 Króatía Afríka 3 Bandaríkin H Riðill Danmörk Belgía Bahrain Afríka 4
A Riðill Spánn Svartfjallaland Chile Íran B Riðill Frakkland Pólland Sádi Arabía Slóvenía C Riðill Svíþjóð Uruguay Brasilía Afríka 2 D Riðill Ísland Portúgal Ungverjaland Suður-Kórea E Riðill Þýskaland Katar Serbía Afríka 5 F Riðill Noregur Norður Makedónía Argentína Holland G Riðill Afríka 1 Króatía Afríka 3 Bandaríkin H Riðill Danmörk Belgía Bahrain Afríka 4
HM 2023 í handbolta Mest lesið Var með skýrar reglur um eiginkonur bræðranna Sport Ellefu Íslendingar hluti af hinu eftirsótta eina prósenti í CrossFit heiminum Sport Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu Golf Stuðningsmenn Chelsea og Man. City þurfa að afhenda lögreglu vegabréf sín Enski boltinn Arne Slot: Við vorum ekki heppnir, reglan er svona Enski boltinn Mourinho reif í nefið á stjóra mótherjanna eftir leik Fótbolti Skoraði fyrir látinn litla bróður sinn Enski boltinn Söfnuðu milljörðum og eiga nú meirihluta í leikvangi félagsins Fótbolti Kári Jóns meiddist illa á hné í kvöld Körfubolti Fjórir vinsælustu leikmennirnir eru konur Körfubolti Fleiri fréttir Ómar Ingi markahæstur í sigri í Meistaradeildinni Súrt kvöld fyrir íslensku landsliðskonurnar „Eins og draumur að rætast“ Íslendingalið í átta liða úrslit Evrópudeildarinnar Þórey aftur inn í landsliðið: „Þurftum bara aðeins að hreinsa andrúmsloftið“ Valskonur fá seinni leikinn heima KA kaus að losa sig við þjálfarann Íslendingalið í bullandi tapi og getur ekki sótt fleiri stjörnur Köstuðu blysum en segja hina hafa hrækt og hellt bjór á leikmenn „Okkar besti leikur á tímabilinu“ „Forréttindi að fá að vera hluti af þessu liði“ Skara í undanúrslit eftir vítakeppni Uppgjörið: Valur - Iuventa Michalovce 30-20 | Valskonur í úrslit Evrópubikarsins fyrstar íslenskra liða Andrea í undanúrslit eftir dramatík í vító „Getum brotið blað í sögu handboltans“ „Getum gert góða hluti gegn þessu liði“ Haukar úr leik í Evrópubikarnum eftir stórt tap úti í Bosníu Þórsarar tryggðu sér úrvalsdeildarsæti með sigri í lokaumferðinni Elvar markahæstur í endurkomu úr meiðslum „Þær eru steiktar en þær eru líka geggjaðar“ Andri Már markahæstur en Ýmir hafði betur í Íslendingaslagnum Aldís Ásta og félagar í lykilstöðu eftir stórsigur Sveinbjörn bikarmeistari í Ísrael „Væri helvíti gaman að enda ferilinn svona“ Sorrí Valdi og allir hinir Var ósátt en er nú mætt aftur í landsliðið „Trúi ekki öðru en að við fáum fullt hús af áhorfendum“ Varði fimm skot gegn gömlu félögunum Uppgjörið: Grótta - Valur 19-30 | Meistararnir eru deildarmeistarar Oddaleikur framundan milli Íslendingaliðanna Sjá meira
Uppgjörið: Valur - Iuventa Michalovce 30-20 | Valskonur í úrslit Evrópubikarsins fyrstar íslenskra liða