LOGOS fékk alls 6,2 milljónir frá Bankasýslunni Ólafur Björn Sverrisson skrifar 2. júlí 2022 18:37 Lárus Blöndal, stjórnarformaður Bankasýslunnar, og Jón Gunnar Jónsson, forstjóri stofnunarinnar. vísir/stefán Lögmannsstofan LOGOS fékk samtals greitt 1.475.750 krónur fyrir vinnu við lögfræðiálit um hvort sölumeðferð á 22,5% eignarhluta ríkisins í Íslandsbanka stæðist reglur um jafnræði. Lögmannsstofan hafði áður veitt Bankasýslunni ráðgjöf í aðdraganda sölunnar en var þá ekki sérstaklega beðin um að meta hvort salan stæðist reglur um jafnræði. Þetta er meðal þess sem fram kemur í svari Bjarna Benediktssonar, fjármála- og efnahagsráðherra, við fyrirspurn frá Jóhanni Páli Jóhannssyni, þingmanni Samfylkingarinnar. Niðurstaða LOGOS, í minnisblaði sem send var bankasýslunni, var sú að salan á eignarhlut ríkisins hafi ekki brotið gegn jafnræðisreglu stjórnarskrár. Ákvörðun Bankasýslunnar, að skerða að fullu tilboð tveggja „kvikra fjárfesta“ – sem bárust frá eigin viðskiptum Landsbankans og Kviku banka - hafi stuðst við málefnaleg sjónarmið. Kom áður að söluferlinu Í fyrirspurninni er einnig krafist svara við því hvers vegna LOGOS hafi verið falið að meta hvort salan stæðist reglur um jafnræði, í ljósi þess að lögmannsstofan kom áður að söluferlinu sem innlendur ráðgjafi. Í svari Bjarna Benediktssonar segir að LOGOS hafi verið Bankasýslunni til ráðgjafar eftir söluna í tengslum við ýmis álitaefni og fyrirspurnir sem upp hafa komið enda sé stofnuninni heimilt að leita sér ráðgjafar við þau verkefni og ákvarðanir sem hún hefur með höndum. „Tekið skal fram að LOGOS kom ekki að ákvörðunum um skerðingu áskrifta og úthlutun til bjóðenda og hafði því ekki áður lagt mat á þau álitaefni sem til umfjöllunar voru í minnisblaði lögmannsstofunnar. Af þeim sökum m.a. þótti ekki sérstakt tilefni til að leita annað um ráðgjöf vegna þessara atriða,“ segir í svari Bjarna. Samtals greiddi Bankasýslan LOGOS tæpar 6,2 milljónir króna á árinu 2022 en ekki kemur fram fyrir hve marga klukkustundir stofan rukkaði. Nánari sundurliðun á verkefnum og vinnuskýrslum má nálgast á vef Alþingis. Morgunblaðinu veittur forgangur Einnig var farið fram á svör um hvers vegna jafnræðis hafi ekki verið gætt gagnvart fjölmiðlum við birtingu lögfræðiálitsins 18. maí síðastliðinn en fréttatilkynning var send á fjölmiðla klukkan sex að morgni en þá hafði frétt um álitið þegar birst á forsíðu Morgunblaðsins. Í svari Bjarna segir að hringt hafi verið í ritstjórnir þeirra prentmiðla sem komu út um miðvikudagsmorguninn, Morgunblaðið og Fréttablaðið. Ekki hafi náðst samband símleiðis við ritstjórn Fréttablaðsins en aðili á ritstjórn Morgunblaðsins óskaði eftir að fá tilkynningu senda eftir að hafa samþykkt skilyrði um að efni hennar yrði ekki gert opinbert fyrr en tilkynning hefði verið send helstu fjölmiðlum 18. maí kl. 06.00. „Þar sem aðeins náðist samband símleiðis við ritstjórn Morgunblaðsins var tilkynningin einungis send Morgunblaðinu daginn áður til birtingar á sama tíma og tilkynning var send öðrum miðlum 18. maí,“ segir í svarinu. Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Salan á Íslandsbanka Samfylkingin Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Jóhann Páll gengur í stað Ölmu Innlent Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Innlent „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Innlent Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Erlent Myrti sjö konur og þrjá karla Erlent Verða ekki krafin um endurgreiðslu Innlent Sjónvarpskokkur ásakaður um áralanga óviðeigandi hegðun Erlent Kóngurinn ógangfær eftir að eldingum laust niður í hann Innlent Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman Innlent Sagði upp hjá DOGE vegna rasískra ummæla Erlent Fleiri fréttir Styrkir til stjórnmálaflokka og galin áform um uppbyggingu Fuglaflensugreiningum fækkar Fundi frestað fram yfir helgi Mál Zuism fyrir Hæstarétt síðar í þessum mánuði Ráðinn aðstoðarmaður Sigurðar Inga Tæplega 1.400 heimili og fyrirtæki urðu fyrir truflunum Fyrsta bílaapótekið á Suðurlandi Hættir sem formaður Rafiðnaðarsambandsins Jóhann Páll gengur í stað Ölmu Sáttasemjari hafi óskað eftir skrifstofustjóra Ásthildar í Karphúsið Vonar að hreinsunarstarfi ljúki að mestu í dag Vísa kjaradeilu við Sorpu til sáttasemjara vegna umboðsleysis samninganefndar Verða ekki krafin um endurgreiðslu Styrkir ekki endurgreiddir og óveðrinu slotar Veiðar höfðu áhrif á þorsksstofninn við Ísland strax á miðöldum Eiga eftir að taka afstöðu til birtingar lista yfir umsækjendur Taka upp þráðinn eftir hádegi Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Kóngurinn ógangfær eftir að eldingum laust niður í hann „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Þjófur náðist eftir að hafa haft í hótunum Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Vel yfir 10 milljónir fyrir rafmagn á mánuði hjá garðyrkjubændum Umboðsmaður vill útskýringar á svörum forsetaembættisins Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Skautað framhjá ýmsu í tilkynningu menntamálaráðherra „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ Sjá meira
Þetta er meðal þess sem fram kemur í svari Bjarna Benediktssonar, fjármála- og efnahagsráðherra, við fyrirspurn frá Jóhanni Páli Jóhannssyni, þingmanni Samfylkingarinnar. Niðurstaða LOGOS, í minnisblaði sem send var bankasýslunni, var sú að salan á eignarhlut ríkisins hafi ekki brotið gegn jafnræðisreglu stjórnarskrár. Ákvörðun Bankasýslunnar, að skerða að fullu tilboð tveggja „kvikra fjárfesta“ – sem bárust frá eigin viðskiptum Landsbankans og Kviku banka - hafi stuðst við málefnaleg sjónarmið. Kom áður að söluferlinu Í fyrirspurninni er einnig krafist svara við því hvers vegna LOGOS hafi verið falið að meta hvort salan stæðist reglur um jafnræði, í ljósi þess að lögmannsstofan kom áður að söluferlinu sem innlendur ráðgjafi. Í svari Bjarna Benediktssonar segir að LOGOS hafi verið Bankasýslunni til ráðgjafar eftir söluna í tengslum við ýmis álitaefni og fyrirspurnir sem upp hafa komið enda sé stofnuninni heimilt að leita sér ráðgjafar við þau verkefni og ákvarðanir sem hún hefur með höndum. „Tekið skal fram að LOGOS kom ekki að ákvörðunum um skerðingu áskrifta og úthlutun til bjóðenda og hafði því ekki áður lagt mat á þau álitaefni sem til umfjöllunar voru í minnisblaði lögmannsstofunnar. Af þeim sökum m.a. þótti ekki sérstakt tilefni til að leita annað um ráðgjöf vegna þessara atriða,“ segir í svari Bjarna. Samtals greiddi Bankasýslan LOGOS tæpar 6,2 milljónir króna á árinu 2022 en ekki kemur fram fyrir hve marga klukkustundir stofan rukkaði. Nánari sundurliðun á verkefnum og vinnuskýrslum má nálgast á vef Alþingis. Morgunblaðinu veittur forgangur Einnig var farið fram á svör um hvers vegna jafnræðis hafi ekki verið gætt gagnvart fjölmiðlum við birtingu lögfræðiálitsins 18. maí síðastliðinn en fréttatilkynning var send á fjölmiðla klukkan sex að morgni en þá hafði frétt um álitið þegar birst á forsíðu Morgunblaðsins. Í svari Bjarna segir að hringt hafi verið í ritstjórnir þeirra prentmiðla sem komu út um miðvikudagsmorguninn, Morgunblaðið og Fréttablaðið. Ekki hafi náðst samband símleiðis við ritstjórn Fréttablaðsins en aðili á ritstjórn Morgunblaðsins óskaði eftir að fá tilkynningu senda eftir að hafa samþykkt skilyrði um að efni hennar yrði ekki gert opinbert fyrr en tilkynning hefði verið send helstu fjölmiðlum 18. maí kl. 06.00. „Þar sem aðeins náðist samband símleiðis við ritstjórn Morgunblaðsins var tilkynningin einungis send Morgunblaðinu daginn áður til birtingar á sama tíma og tilkynning var send öðrum miðlum 18. maí,“ segir í svarinu.
Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Salan á Íslandsbanka Samfylkingin Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Jóhann Páll gengur í stað Ölmu Innlent Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Innlent „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Innlent Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Erlent Myrti sjö konur og þrjá karla Erlent Verða ekki krafin um endurgreiðslu Innlent Sjónvarpskokkur ásakaður um áralanga óviðeigandi hegðun Erlent Kóngurinn ógangfær eftir að eldingum laust niður í hann Innlent Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman Innlent Sagði upp hjá DOGE vegna rasískra ummæla Erlent Fleiri fréttir Styrkir til stjórnmálaflokka og galin áform um uppbyggingu Fuglaflensugreiningum fækkar Fundi frestað fram yfir helgi Mál Zuism fyrir Hæstarétt síðar í þessum mánuði Ráðinn aðstoðarmaður Sigurðar Inga Tæplega 1.400 heimili og fyrirtæki urðu fyrir truflunum Fyrsta bílaapótekið á Suðurlandi Hættir sem formaður Rafiðnaðarsambandsins Jóhann Páll gengur í stað Ölmu Sáttasemjari hafi óskað eftir skrifstofustjóra Ásthildar í Karphúsið Vonar að hreinsunarstarfi ljúki að mestu í dag Vísa kjaradeilu við Sorpu til sáttasemjara vegna umboðsleysis samninganefndar Verða ekki krafin um endurgreiðslu Styrkir ekki endurgreiddir og óveðrinu slotar Veiðar höfðu áhrif á þorsksstofninn við Ísland strax á miðöldum Eiga eftir að taka afstöðu til birtingar lista yfir umsækjendur Taka upp þráðinn eftir hádegi Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Kóngurinn ógangfær eftir að eldingum laust niður í hann „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Þjófur náðist eftir að hafa haft í hótunum Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Vel yfir 10 milljónir fyrir rafmagn á mánuði hjá garðyrkjubændum Umboðsmaður vill útskýringar á svörum forsetaembættisins Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Skautað framhjá ýmsu í tilkynningu menntamálaráðherra „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ Sjá meira