Hættur í Vogum eftir rúm tíu ár Magnús Jochum Pálsson skrifar 3. júlí 2022 10:48 Ásgeir hefur ákveðið að segja það gott eftir ellefu ár hjá Vogum. Vísir/Arnar Ásgeir Eiríksson, fráfarandi bæjarstjóri Voga á Vatnsleysuströnd, hefur ákveðið að segja það gott eftir ellefu ár í starfinu. Sveitarfélagið auglýsir nú eftir nýjum bæjarstjóra til að leiða „áframhaldandi uppbyggingu í ört stækkandi sveitarfélagi.“ Ásgeir hefur verið bæjarstjóri í Vogum á Vatnsleysuströnd frá árslokum 2011 eða í tæp ellefu ár. Þegar blaðamaður hringdi í Ásgeir var hann staddur á mótorhjólaferðalagi í Frakklandi en staðfesti að hann væri að hætta. „Ég ákvað að hætta. Ég er orðinn 67 ára og þetta er orðið fínt,“ sagði Ásgeir við blaðamann. Þá sagði hann að fyrir síðustu kosningar hafi hann sagt strax að hann hefði ekki áhuga á að sækjast eftir starfinu. Í fyrra var Ásgeir gagnrýndur af nokkrum íbúum Voga fyrir að hafa flutt úr sveitarfélaginu í Kópavog. Hann gaf lítið fyrir þá gagngrýni enda hefði ákvörðunin verið tekin í fullu samráði við yfirmenn og hann keyrði daglega til Voga. Leitað að kraftmiklum aðila Auglýsingu sveitarfélagsins má sjá inni á Hagvangi. Þar er leitað að kraftmiklum aðila með farsæla reynslu af stjórnun og rekstri og sóknarhug í atvinnumálum. Í auglýsingunni segir að framundan sé mikil uppbygging, þar á meðal á nýju hverfi sem muni tvöfalda íbúafjölda sveitarfélagsins. Eftir síðustu kosningar mynduðu Sjálfstæðisflokkur og E-listinn saman meirihluta í Vogum. Báðir listar fengu þrjá kjörna fulltrúa og eru því með sex manna meirihluta í sjö manna bæjarstjórn. Vogar Tímamót Mest lesið Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Innlent Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Innlent Fleiri fréttir Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sjá meira
Ásgeir hefur verið bæjarstjóri í Vogum á Vatnsleysuströnd frá árslokum 2011 eða í tæp ellefu ár. Þegar blaðamaður hringdi í Ásgeir var hann staddur á mótorhjólaferðalagi í Frakklandi en staðfesti að hann væri að hætta. „Ég ákvað að hætta. Ég er orðinn 67 ára og þetta er orðið fínt,“ sagði Ásgeir við blaðamann. Þá sagði hann að fyrir síðustu kosningar hafi hann sagt strax að hann hefði ekki áhuga á að sækjast eftir starfinu. Í fyrra var Ásgeir gagnrýndur af nokkrum íbúum Voga fyrir að hafa flutt úr sveitarfélaginu í Kópavog. Hann gaf lítið fyrir þá gagngrýni enda hefði ákvörðunin verið tekin í fullu samráði við yfirmenn og hann keyrði daglega til Voga. Leitað að kraftmiklum aðila Auglýsingu sveitarfélagsins má sjá inni á Hagvangi. Þar er leitað að kraftmiklum aðila með farsæla reynslu af stjórnun og rekstri og sóknarhug í atvinnumálum. Í auglýsingunni segir að framundan sé mikil uppbygging, þar á meðal á nýju hverfi sem muni tvöfalda íbúafjölda sveitarfélagsins. Eftir síðustu kosningar mynduðu Sjálfstæðisflokkur og E-listinn saman meirihluta í Vogum. Báðir listar fengu þrjá kjörna fulltrúa og eru því með sex manna meirihluta í sjö manna bæjarstjórn.
Vogar Tímamót Mest lesið Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Innlent Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Innlent Fleiri fréttir Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sjá meira