Hættum að brjóta lög á fólki með geðrænar áskoranir Héðinn Unnsteinsson og Sveinn Rúnar Hauksson skrifa 3. júlí 2022 13:01 Umboðsmaður Alþingis segir í nýju áliti (15. júní 2022) að ekki séu fyrir hendi fullnægjandi heimildir í lögum til vistunar á öryggisgangi réttargeðdeildar. Er þetta þriðja álit/skýrsla umboðsmanns á síðustu þremur árum þar sem fram kemur að ekki séu lagaheimildir fyrir þeim þvingandi aðgerðum sem sjúklingar á geðdeildum landsins eru beittir. Á þetta hefur Geðhjálp ítrekað bent á og þá staðreynd að brotið sé á mannréttindum inni á stofnunum landsins nær daglega. Í áliti umboðsmanns segir m.a.: „Téður skortur á lagalegri umgjörð og aðhaldi kann að skapa hættu á því að vistun á öryggisgangi verði lengri en efni standa til auk þess sem líkur á misbeitingu úrræðisins verða óhjákvæmilega meiri en ella.“ Þetta er sorgleg staða í samfélagi sem vill láta kalla sig norrænt velferðarsamfélag. Í áratugi hafa landssamtökin Geðhjálp talað fyrir umbótum á lögræðislögunum. Þeim lögum sem heimila þvingun og nauðung á fólki með geðsjúkdóma. Eða eins og það er orðað í 19. grein laganna: „Sjálfráða maður verður ekki vistaður nauðugur í sjúkrahúsi. Þó getur læknir ákveðið að sjálfráða maður skuli færður og vistaður nauðugur í sjúkrahúsi ef hann er haldinn alvarlegum geðsjúkdómi eða verulegar líkur eru taldar á að svo sé eða ástand hans er þannig að jafna megi til alvarlegs geðsjúkdóms.“ Heimildir til nauðungar eru svo auknar í 28. grein: „Vakthafandi læknir getur þó tekið ákvörðun um að nauðungarvistaður maður skuli sæta þvingaðri lyfjagjöf eða annarri þvingaðri meðferð ef hann er sjálfum sér eða öðrum hættulegur eða ef lífi hans eða heilsu er annars stefnt í voða.“ Öll þvingun, nauðung og frelsissvipting í garð notenda geðheilbrigðiskerfisins sækir lögmæti sitt til lögræðislaganna. Þessum þvingunar- og nauðungarákvæðum hafa samtökin viljað breyta um langt skeið á þeim grundvallarforsendum að nauðung og meðferð fari aldrei saman. Árið 2015 var lögunum breytt eftir mikið og breitt samráð. Breytingin var þó ekki næg að mati samtakanna. Því er það að okkar mati nú nauðsynlegt að efna til víðtæks samráðs og samtals við alla haghafa því nú stendur til að lögfesta samning Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks og sú lögfesting hefur miklar breytingar í för með sér sem nauðsynlegt er fyrir stjórnvöld að samhæfa miðlægt og þvert yfir stjórnvöld. Í því sambandi skal sérstaklega áréttað að óskert löghæfi, sjálfsákvörðunarréttur og frelsi einstaklinga og vernd gegn ofbeldi og ómannlegri eða vanvirðandi meðferð eða refsingu eru grundvallarþættir í samningnum, sbr. 12. gr. (Jöfn viðurkenning fyrir lögum), 13. gr. (Aðgangur að réttinum), 14. gr. (Frelsi og öryggi einstaklingsins) og 15. gr. (Frelsi frá pyndingum eða grimmilegri, ómannlegri eða vanvirðandi meðferð eða refsingu). Undanfarin misseri og lengra aftur hafa borist fréttir af málum sem tengjast þvingandi aðgerðum gagnvart notendum þjónustu geðsviðs Landspítalans og annarra stofnana og staða þar sem fullorðið fólk er vistað og hefur verið vistað sl. ár og áratugi. Lyfjaþvinganir, innilokun á herbergi, útivistarbann, símabann, skömmtun á mat og kaffi og jafnvel líkamlegt og andlegt ofbeldi. Hluti þessara aðgerða er tilkominn vegna mönnunarvanda og óhentugs húsnæðis, hluti vegna kerfisvanda og gamaldags hugmyndafræði sem byggir um of á öryggismenningu en allar virðast þær þó til staðar vegna þess að lögin veiti til þess heimild sem hefur verið nýtt og jafnvel á stundum útvíkkuð. Ferlar meðferðar sem boðið er upp á taka ekki alltaf tillit til þarfa notenda heldur virðast á stundum byggja á þörfum starfsmanna. Eftirlit með þessum stofnunum hefur því miður ekki verið nægjanlegt eins og skýrslur umboðsmans gefa glöggt til kynna. Mörg dæmi eru um að 28. greinin hafi verið misnotuð, það er valdi beitt, án þess að um lífshættu hafi verið að ræða. Ferlar meðferðar sem boðið er upp á taka ekki alltaf tillit til þarfa notenda heldur virðast á stundum byggja á þörfum starfsmanna. Þannig hefur fólk verið sprautað niður, sem kallað er, með valdbeitingu í því skyni að koma viðkomandi sem fyrst í ró og til að koma í veg fyrir óróa á deildum stofnanna. Dæmi eru þess að valdbeiting gangi svo langt, að hún hafi dauða sjúklings í för með sér. Á öryggis- og réttargeðdeildum Landspítalans dvelur fólk svo mánuðum og jafnvel árum skiptir. Það verður að vera hægt að treysta því að starfsemi sem fer þar fram, sem og á fleiri lokuðum deildum og stofunum standist lög og ákvæði stjórnarskrárinnar. Landssamtökin Geðhjálp ítreka mikilvægi þess að tryggja mannréttindi einstaklinga sem búa við geðrænar áskoranir. Koma þarf í veg fyrir hvers konar þvingun og nauðung. Það er í samhljómi við áeggjan helstu sérfræðinga SÞ til Evrópuráðsins þann 28. maí sl. Þar kemur m.a. fram: Sláandi niðurstöður Fötlunarráðs Evrópu, Evrópsku geðheilbrigðissamtakanna og fleiri samtaka ásamt auknum skilning innan Sameinuðu þjóðanna, þ. á m. Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar, sýna að nauðungavistanir á heilbrigðisstofnunum og þvingandi meðferðir á stofnunum hafa í för með sér skaðlegar afleiðingar fyrir notandann, svo sem sársauka, áfall, niðurlægingu, skömm, stimplun og ótta. Þvingun við meðferð geðrænna áskorana veldur skaða og við ættum ekki að fara í átt til fortíðar með því að heimila þessa úreltu nálgun. Fólk sem býr við geðfötlun á rétt á að vera hluti af samfélaginu ásamt því að hafna lyfjameðferð. Geðhjálp lagði haustið 2020 til lista með níu aðgerðum til þess að setja geðheilsu í forgang. Yfir 30 þúsund skrifuðu undir þennan lista. Ein þessara aðgerða var að útiloka nauðung og þvingun við meðferð. „Samkvæmt samningi Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks er hvers kyns nauðung og þvingum óheimil. Ísland hefur enn ekki lögfest þennan samning. Ítrekað hefur verið bent að nauðung og þvingun í meðferð einstaklinga með geðrænar áskoranir standist ekki lög. Þetta hefur OPCAT eftirlit staðfest en því sinna óháðir aðilar og heimsækja þeir staði sem hýsa einstaklinga sem eru sviptir frelsi sínu. Samhliða núverandi endurskoðun lögræðislaga leggur Geðhjálp til að Ísland verði gert að þvingunarlausu landi sem tilraunarverkefni til þriggja ára.“ Höfundar eru formaður Geðhjálpar og stjórnarmaður Geðhjálpar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Geðheilbrigði Alþingi Mest lesið Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson Skoðun Skilaboð hátíðarinnar Skúli S. Ólafsson Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Halldór 22.12.2024 Halldór Baldursson Halldór Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Nýr kafli í sögu ESB Michael Mann Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson Skoðun Skoðun Skoðun Skilaboð hátíðarinnar Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson skrifar Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir skrifar Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Dans verkalýðsleiðtoga í kringum gullkálfinn Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Jól í sól versus jóla í dimmu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Er janúar leiðinlegasti mánuður ársins? Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Svar við hótunum Eflingar Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar Skoðun Manni verður kalt ef maður pissar í skóinn sinn Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Skautun eða tvíhyggja? Þóra Pétursdóttir skrifar Skoðun Egóið er í hégómanum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Dæmalaus málflutningur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Umboðsmaður Alþingis segir í nýju áliti (15. júní 2022) að ekki séu fyrir hendi fullnægjandi heimildir í lögum til vistunar á öryggisgangi réttargeðdeildar. Er þetta þriðja álit/skýrsla umboðsmanns á síðustu þremur árum þar sem fram kemur að ekki séu lagaheimildir fyrir þeim þvingandi aðgerðum sem sjúklingar á geðdeildum landsins eru beittir. Á þetta hefur Geðhjálp ítrekað bent á og þá staðreynd að brotið sé á mannréttindum inni á stofnunum landsins nær daglega. Í áliti umboðsmanns segir m.a.: „Téður skortur á lagalegri umgjörð og aðhaldi kann að skapa hættu á því að vistun á öryggisgangi verði lengri en efni standa til auk þess sem líkur á misbeitingu úrræðisins verða óhjákvæmilega meiri en ella.“ Þetta er sorgleg staða í samfélagi sem vill láta kalla sig norrænt velferðarsamfélag. Í áratugi hafa landssamtökin Geðhjálp talað fyrir umbótum á lögræðislögunum. Þeim lögum sem heimila þvingun og nauðung á fólki með geðsjúkdóma. Eða eins og það er orðað í 19. grein laganna: „Sjálfráða maður verður ekki vistaður nauðugur í sjúkrahúsi. Þó getur læknir ákveðið að sjálfráða maður skuli færður og vistaður nauðugur í sjúkrahúsi ef hann er haldinn alvarlegum geðsjúkdómi eða verulegar líkur eru taldar á að svo sé eða ástand hans er þannig að jafna megi til alvarlegs geðsjúkdóms.“ Heimildir til nauðungar eru svo auknar í 28. grein: „Vakthafandi læknir getur þó tekið ákvörðun um að nauðungarvistaður maður skuli sæta þvingaðri lyfjagjöf eða annarri þvingaðri meðferð ef hann er sjálfum sér eða öðrum hættulegur eða ef lífi hans eða heilsu er annars stefnt í voða.“ Öll þvingun, nauðung og frelsissvipting í garð notenda geðheilbrigðiskerfisins sækir lögmæti sitt til lögræðislaganna. Þessum þvingunar- og nauðungarákvæðum hafa samtökin viljað breyta um langt skeið á þeim grundvallarforsendum að nauðung og meðferð fari aldrei saman. Árið 2015 var lögunum breytt eftir mikið og breitt samráð. Breytingin var þó ekki næg að mati samtakanna. Því er það að okkar mati nú nauðsynlegt að efna til víðtæks samráðs og samtals við alla haghafa því nú stendur til að lögfesta samning Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks og sú lögfesting hefur miklar breytingar í för með sér sem nauðsynlegt er fyrir stjórnvöld að samhæfa miðlægt og þvert yfir stjórnvöld. Í því sambandi skal sérstaklega áréttað að óskert löghæfi, sjálfsákvörðunarréttur og frelsi einstaklinga og vernd gegn ofbeldi og ómannlegri eða vanvirðandi meðferð eða refsingu eru grundvallarþættir í samningnum, sbr. 12. gr. (Jöfn viðurkenning fyrir lögum), 13. gr. (Aðgangur að réttinum), 14. gr. (Frelsi og öryggi einstaklingsins) og 15. gr. (Frelsi frá pyndingum eða grimmilegri, ómannlegri eða vanvirðandi meðferð eða refsingu). Undanfarin misseri og lengra aftur hafa borist fréttir af málum sem tengjast þvingandi aðgerðum gagnvart notendum þjónustu geðsviðs Landspítalans og annarra stofnana og staða þar sem fullorðið fólk er vistað og hefur verið vistað sl. ár og áratugi. Lyfjaþvinganir, innilokun á herbergi, útivistarbann, símabann, skömmtun á mat og kaffi og jafnvel líkamlegt og andlegt ofbeldi. Hluti þessara aðgerða er tilkominn vegna mönnunarvanda og óhentugs húsnæðis, hluti vegna kerfisvanda og gamaldags hugmyndafræði sem byggir um of á öryggismenningu en allar virðast þær þó til staðar vegna þess að lögin veiti til þess heimild sem hefur verið nýtt og jafnvel á stundum útvíkkuð. Ferlar meðferðar sem boðið er upp á taka ekki alltaf tillit til þarfa notenda heldur virðast á stundum byggja á þörfum starfsmanna. Eftirlit með þessum stofnunum hefur því miður ekki verið nægjanlegt eins og skýrslur umboðsmans gefa glöggt til kynna. Mörg dæmi eru um að 28. greinin hafi verið misnotuð, það er valdi beitt, án þess að um lífshættu hafi verið að ræða. Ferlar meðferðar sem boðið er upp á taka ekki alltaf tillit til þarfa notenda heldur virðast á stundum byggja á þörfum starfsmanna. Þannig hefur fólk verið sprautað niður, sem kallað er, með valdbeitingu í því skyni að koma viðkomandi sem fyrst í ró og til að koma í veg fyrir óróa á deildum stofnanna. Dæmi eru þess að valdbeiting gangi svo langt, að hún hafi dauða sjúklings í för með sér. Á öryggis- og réttargeðdeildum Landspítalans dvelur fólk svo mánuðum og jafnvel árum skiptir. Það verður að vera hægt að treysta því að starfsemi sem fer þar fram, sem og á fleiri lokuðum deildum og stofunum standist lög og ákvæði stjórnarskrárinnar. Landssamtökin Geðhjálp ítreka mikilvægi þess að tryggja mannréttindi einstaklinga sem búa við geðrænar áskoranir. Koma þarf í veg fyrir hvers konar þvingun og nauðung. Það er í samhljómi við áeggjan helstu sérfræðinga SÞ til Evrópuráðsins þann 28. maí sl. Þar kemur m.a. fram: Sláandi niðurstöður Fötlunarráðs Evrópu, Evrópsku geðheilbrigðissamtakanna og fleiri samtaka ásamt auknum skilning innan Sameinuðu þjóðanna, þ. á m. Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar, sýna að nauðungavistanir á heilbrigðisstofnunum og þvingandi meðferðir á stofnunum hafa í för með sér skaðlegar afleiðingar fyrir notandann, svo sem sársauka, áfall, niðurlægingu, skömm, stimplun og ótta. Þvingun við meðferð geðrænna áskorana veldur skaða og við ættum ekki að fara í átt til fortíðar með því að heimila þessa úreltu nálgun. Fólk sem býr við geðfötlun á rétt á að vera hluti af samfélaginu ásamt því að hafna lyfjameðferð. Geðhjálp lagði haustið 2020 til lista með níu aðgerðum til þess að setja geðheilsu í forgang. Yfir 30 þúsund skrifuðu undir þennan lista. Ein þessara aðgerða var að útiloka nauðung og þvingun við meðferð. „Samkvæmt samningi Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks er hvers kyns nauðung og þvingum óheimil. Ísland hefur enn ekki lögfest þennan samning. Ítrekað hefur verið bent að nauðung og þvingun í meðferð einstaklinga með geðrænar áskoranir standist ekki lög. Þetta hefur OPCAT eftirlit staðfest en því sinna óháðir aðilar og heimsækja þeir staði sem hýsa einstaklinga sem eru sviptir frelsi sínu. Samhliða núverandi endurskoðun lögræðislaga leggur Geðhjálp til að Ísland verði gert að þvingunarlausu landi sem tilraunarverkefni til þriggja ára.“ Höfundar eru formaður Geðhjálpar og stjórnarmaður Geðhjálpar.
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun
Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar
Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun