Erlent

Hinn grunaði verði vistaður á lokaðri geð­deild

Gunnar Reynir Valþórsson, Ellen Geirsdóttir Håkansson og Magnús Jochum Pálsson skrifa
Varðstjórinn Dannie Rise sem fer fyrir rannsókninni hélt blaðamannafund um stöðu málsins klukkan 16 að staðartíma í dag.
Varðstjórinn Dannie Rise sem fer fyrir rannsókninni hélt blaðamannafund um stöðu málsins klukkan 16 að staðartíma í dag. EPA-EFE/Martin Sylvest

Maðurinn sem var handtekinn í gær vegna skotárásar í verslunarmiðstöðinni Field's hefur verið úrskurðaður í 24 daga gæsluvarðhald. Þrjú létu lífið í skotárásinni í Kaupmannahöfn í gær. Hin látnu eru sautján ára piltur og stúlka, bæði dönsk og fjörutíu og sjö ára gamall maður sem var rússneskur ríkisborgari.

Fjórir aðrir voru særðir skotsárum og eru þau öll í lífshættu. Þau sem særðust eru fjörutíu ára og nítján ára danskar konur auk tveggja sænskra ríkisborgara, fimmtugs manns og sextán ára stúlku. 

Þar fyrir utan slösuðust margir í óðagotinu sem varð í verslunarmiðstöðinni þegar maðurinn hóf skothríðina en enginn þó alvarlega, að sögn Sören Thomassen, lögreglustjóra Kaupmannahafnar, á blaðamannafundi nú í morgun. 

Vísir fylgist með framgangi mála, hægt er að fylgjast með vaktinni hér að neðan.


Tengdar fréttir

Höfuðborginni breytt á svipstundu

Mette Frederiksen, forsætisráðherra Danmerkur, sendi frá sér yfirlýsingu vegna skotárásarinnar í Kaupmannahöfn í kvöld. Drottning landsins gerði slíkt hið sama sem og Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra.

Skothríð í verslunarmiðstöð í Kaupmannahöfn

Skotmaður vopnaður haglabyssu hóf skothríð inni í verslunarmiðstöðinni Field's í Kaupmannahöfn upp úr sex að staðartíma í dag. Lögreglan segir að nokkrir séu látnir eftir árásina og nokkrir særðir. Þá hefur 22 ára danskur karlmaður verið handtekinn vegna málsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira
×