Bæði Manchester-liðin vilja Gnabry Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 4. júlí 2022 16:01 Serge Gnabry gæti verið á leið til Englands á nýjan leik. EPA-EFE/MATTHIAS BALK Serge Gnabry, framherji Bayern München og þýska landsliðsins, virðist fáanlegur fyrir rétta upphæð. Hann á ár eftir af samningi sínum í Bæjaralandi og renna bæði Manchester-liðin hýru auga til leikmannsins. Hinn 26 ára gamli Gnabry hefur ekki enn skrifað undir nýjan samning við Bayern og virðist sem endurkoma til Englands gæti verið í kortunum. Gnabry spilaði með Arsenal á sínum yngri árum áður en hann hélt aftur til heimalandsins. Þar hefur hann getið af sér gott orð og verið mikilvægur hlekkur í sigurmaskínu Bayern á undanförnum árum. Enska götublaðið The Sun heldur því fram að bæði Englandsmeistarar Manchester City sem og Manchester United séu tilbúin að festa kaup á leikmanninum sem ku vera falur fyrir aðeins 35 milljónir punda þar sem Bayern vill ekki missa hann frítt næsta sumar. Mætti flokka það sem rán um hábjartan dag miðað við núverandi markað. Both Pep Guardiola and Erik ten Hag 'want to sign £35m Bayern Munich winger Serge Gnabry' https://t.co/zAotaLUBJw— MailOnline Sport (@MailSport) July 3, 2022 Pep Guardiola vill fá Gnabry til Man City til að fylla skarð Raheem Sterling sem virðist vera á leið til Chelsea í leit að meiri spiltíma. Sá þýski getur spilað á báðum vængjum eða sem fremsti maður og ætti því að nýtast liði Guardiola vel. Erik ten Hag, nýráðinn þjálfari Manchester United, vill auka gæðin sem og breiddina í sóknarlínu Rauðu djöflanna. Gnabry myndi gera bæði sem og hann yrði þetta stóra nafn sem Man United virðist reyna kaupa hvert sumar. Bayern vill halda Gnabry í sínum röðum og bauð félagið honum 200 þúsund pund í vikulaun til að vera áfram. Leikmaðurinn neitaði og miðað við hvað Manchester-liðin borga mönnum oft á tíðum í laun gæti sú tala hækkað verulega færi Gnabry sig yfir til Bretlandseyja. Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Handbolti Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Íslenski boltinn Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Damir á leið til Asíu Íslenski boltinn Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri Fótbolti „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Körfubolti Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Enski boltinn Ísak hættur með ÍR Körfubolti Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Enski boltinn „Eitthvað sem maður mun muna eftir alla ævi“ Fótbolti Fleiri fréttir Bruno til bjargar Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Nkunku til sölu þrátt fyrir að vera markahæstur Nistelrooy yfirgefur Man United með tilkomu Amorim Fékk símtal frá Arteta en bætti Ödegaard í hópinn Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Fundað um framtíð Guardiola í vikunni Amorim getur ekki byrjað alveg strax í nýju vinnunni Arteta svekktur eftir jafntefli á Brúnni: „Snýst um að vinna“ „Frammistaðan var góð“ Nistelrooy þakklátur en veit ekki hvað tekur nú við Jafntefli sem gerir lítið fyrir bæði lið Nýliðarnir sóttu þrjú stig til Tottenham og Newcastle skellti Forest United menn á allt öðrum og betri stað eftir inngrip Van Nistelrooy Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Willum Þór lagði upp þegar Birmingham tapaði óvænt stigum Brighton sá til þess að Man City tapaði fjórða leiknum í röð „Ég held að hann sé betri útgáfa af Haaland“ Guardiola skilur ekkert í valinu á Grealish Arsenal skoraði óvænt fimm gegn Maríu og félögum Sjá meira
Hinn 26 ára gamli Gnabry hefur ekki enn skrifað undir nýjan samning við Bayern og virðist sem endurkoma til Englands gæti verið í kortunum. Gnabry spilaði með Arsenal á sínum yngri árum áður en hann hélt aftur til heimalandsins. Þar hefur hann getið af sér gott orð og verið mikilvægur hlekkur í sigurmaskínu Bayern á undanförnum árum. Enska götublaðið The Sun heldur því fram að bæði Englandsmeistarar Manchester City sem og Manchester United séu tilbúin að festa kaup á leikmanninum sem ku vera falur fyrir aðeins 35 milljónir punda þar sem Bayern vill ekki missa hann frítt næsta sumar. Mætti flokka það sem rán um hábjartan dag miðað við núverandi markað. Both Pep Guardiola and Erik ten Hag 'want to sign £35m Bayern Munich winger Serge Gnabry' https://t.co/zAotaLUBJw— MailOnline Sport (@MailSport) July 3, 2022 Pep Guardiola vill fá Gnabry til Man City til að fylla skarð Raheem Sterling sem virðist vera á leið til Chelsea í leit að meiri spiltíma. Sá þýski getur spilað á báðum vængjum eða sem fremsti maður og ætti því að nýtast liði Guardiola vel. Erik ten Hag, nýráðinn þjálfari Manchester United, vill auka gæðin sem og breiddina í sóknarlínu Rauðu djöflanna. Gnabry myndi gera bæði sem og hann yrði þetta stóra nafn sem Man United virðist reyna kaupa hvert sumar. Bayern vill halda Gnabry í sínum röðum og bauð félagið honum 200 þúsund pund í vikulaun til að vera áfram. Leikmaðurinn neitaði og miðað við hvað Manchester-liðin borga mönnum oft á tíðum í laun gæti sú tala hækkað verulega færi Gnabry sig yfir til Bretlandseyja.
Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Handbolti Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Íslenski boltinn Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Damir á leið til Asíu Íslenski boltinn Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri Fótbolti „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Körfubolti Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Enski boltinn Ísak hættur með ÍR Körfubolti Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Enski boltinn „Eitthvað sem maður mun muna eftir alla ævi“ Fótbolti Fleiri fréttir Bruno til bjargar Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Nkunku til sölu þrátt fyrir að vera markahæstur Nistelrooy yfirgefur Man United með tilkomu Amorim Fékk símtal frá Arteta en bætti Ödegaard í hópinn Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Fundað um framtíð Guardiola í vikunni Amorim getur ekki byrjað alveg strax í nýju vinnunni Arteta svekktur eftir jafntefli á Brúnni: „Snýst um að vinna“ „Frammistaðan var góð“ Nistelrooy þakklátur en veit ekki hvað tekur nú við Jafntefli sem gerir lítið fyrir bæði lið Nýliðarnir sóttu þrjú stig til Tottenham og Newcastle skellti Forest United menn á allt öðrum og betri stað eftir inngrip Van Nistelrooy Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Willum Þór lagði upp þegar Birmingham tapaði óvænt stigum Brighton sá til þess að Man City tapaði fjórða leiknum í röð „Ég held að hann sé betri útgáfa af Haaland“ Guardiola skilur ekkert í valinu á Grealish Arsenal skoraði óvænt fimm gegn Maríu og félögum Sjá meira