Man Utd segir Ronaldo ekki til sölu Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 4. júlí 2022 10:32 Manchester United vill halda Cristiano Ronaldo en Portúgalinn ku vilja yfirgefa félagið. Manchester United/Getty Images Cristiano Ronaldo, hinn 37 ára gamli framherji Manchester United, er ekki til sölu ef marka má nýjustu fréttir frá Englandi. Ronaldo hafði óskað eftir sölu frá félaginu vegna metnaðarleysis á félagaskiptamarkaðnum. Þá komst Man United ekki í Meistaradeild Evrópu. Landsliðsmenn Man United mæta til æfinga í dag og greindi Sky Sports frá því að Ronaldo ætti að vera þar á meðal. Skömmu síðar var staðfest að Ronaldo yrði ekki meðal þeirra leikmanna sem myndu snúa aftur úr fríi í dag, fjölskylduástæður liggja þar að baki samkvæmt yfirlýsingu félagsins. Þeir leikmenn sem tóku þátt í landsliðsverkefnum í júní fengu eilítið lengra frí en aðrir leikmenn Man Utd mættu á sína fyrstu æfingu undir stjórn Erik ten Hag fyrir viku síðan. Það hefur lítið gengið hjá Man United á félagaskiptamarkaðnum. Ten Hag hefur verið á höttunum á eftir Frenkie de Jong, miðjumanni Barcelona, en sá vill hvorki fara frá Katalóníu né virðist Barcelona vilja selja hann. Vinstri bakvörðurinn Tyrell Malacia er genginn til liðs við félagið og er nú einn sex bakvarða í aðalliðshóp félagsins. Í frétt Sky kemur fram að Man United veit raunar ekki hvort Ronaldo mun mæta á æfingu né hvort hann sé á Bretlandseyjum yfir höfuð. Þrátt fyrir það og alla umræðuna í kringum Ronaldo undanfarna daga þá hefur Man United haldið því statt og stöðugt fram að leikmaðurinn sé ekki til sölu. #MUFC insist Cristiano Ronaldo is not for sale despite his intention to leave the club United expect Ronaldo to return to training this morning.pic.twitter.com/JPu6BagpF3— Sky Sports Premier League (@SkySportsPL) July 4, 2022 Á vef The Athletic er farið yfir stöðu mála hjá Ronaldo en Ralf Rangnick, þáverandi þjálfari liðsins, stakk upp á því að selja hinn 37 ára gamla Ronaldo í janúar og kaupa nýjan framherja í staðinn. Forráðamenn félagsins tóku það ekki í mál en rétt tæpu hálfi ári síðar vill Ronaldo sjálfur færa sig um set. Hvert hann myndi fara er stóra spurningin en Chelsea virðist eini raunhæfi möguleikinn innan Englands. París Saint-Germain vill ekki „bling bling“ lengur og það eru ekki mörg félög sem geta borgað leikmanni sem verður 38 ára í febrúar næstkomandi sömu laun og Man United en talið er að Ronaldo þéni um hálfa milljón punda á viku. #MUFC unsure when Ronaldo will report back this week Talks with Ten Hag planned + going on tour non-negotiable Rangnick proposed selling and replacing him in Jan Club adamant he stays - have not pursued a striker@stujames75 @lauriewhitwell https://t.co/1K7RgRvrQ7— The Athletic UK (@TheAthleticUK) July 4, 2022 Ronaldo er samningsbundinn Man Utd út næstu leiktíð og vill félagið vilja halda honum. Leikmaðurinn sjálfur vill samkvæmt öllum fréttum spila í Meistaradeild Evrópu enda er það sú keppni þar sem hann hefur borið höfuð og herðar yfir sína helstu keppinauta í gegnum árin. Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Fótbolti „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Fótbolti Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Enski boltinn Gaf unnustu sinni vænt olnbogaskot í leik Fótbolti Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Handbolti Tók vítið í leyfisleysi og var skipt út af þótt hann hefði skorað Fótbolti „Stundum reynir á samskipti okkar feðga“ Handbolti Jón Dagur í frystiklefa í Berlín Fótbolti Fleiri fréttir Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Í beinni: Arsenal - West Ham | Standast skyttur Arteta prófið eða falla þær? Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Ratcliffe þekkti ekki fyrirliða kvennaliðsins Arsenal aldrei aflað meira en tapaði samt þremur milljörðum Hafa verið þrettán ár af lygum „Frábær leikur en ég er ekki ánægður með úrslitin“ Jafntefli niðurstaðan í frábærum leik á Villa Park Kostaði Man. United meira en 2500 milljónir að reka Ten Hag og Ashworth Casemiro fer ekki fet Arsenal lét heitasta framherjann í frönsku deildinni fara fyrir „slikk“ Antony með fleiri mörk í febrúar en allt Man. United liðið Segir að Amorim þurfi 2-3 félagaskiptaglugga til að laga hópinn Sektaðir fyrir að öskra á Michael Oliver Arnór laus úr prísund Blackburn Biður til Guðs að Arsenal taki titilinn Pep varð fyrst hræddur um Haaland en er nú vongóður Gleymdi að gefa konunni gjöf á Valentínusardaginn Guðlaugur um Rooney: „Hann missti traustið gagnvart mér“ Maddison var að sussa á Roy Keane Ekki unnið heimaleik í 105 daga þangað til Man United kom í heimsókn Enginn lagt upp fleiri mörk en Ederson Hetjan Maddison: Er hérna til að skapa færi og skora mörk Man City fór létt með Liverpool „Staða okkar í töflunni veldur mér áhyggjum“ Dagný og Hlín komu við sögu í sigrum West Ham og Leicester Maddison tryggði langþráðan heimasigur Diaz kom Liverpool í toppmál Sjá meira
Landsliðsmenn Man United mæta til æfinga í dag og greindi Sky Sports frá því að Ronaldo ætti að vera þar á meðal. Skömmu síðar var staðfest að Ronaldo yrði ekki meðal þeirra leikmanna sem myndu snúa aftur úr fríi í dag, fjölskylduástæður liggja þar að baki samkvæmt yfirlýsingu félagsins. Þeir leikmenn sem tóku þátt í landsliðsverkefnum í júní fengu eilítið lengra frí en aðrir leikmenn Man Utd mættu á sína fyrstu æfingu undir stjórn Erik ten Hag fyrir viku síðan. Það hefur lítið gengið hjá Man United á félagaskiptamarkaðnum. Ten Hag hefur verið á höttunum á eftir Frenkie de Jong, miðjumanni Barcelona, en sá vill hvorki fara frá Katalóníu né virðist Barcelona vilja selja hann. Vinstri bakvörðurinn Tyrell Malacia er genginn til liðs við félagið og er nú einn sex bakvarða í aðalliðshóp félagsins. Í frétt Sky kemur fram að Man United veit raunar ekki hvort Ronaldo mun mæta á æfingu né hvort hann sé á Bretlandseyjum yfir höfuð. Þrátt fyrir það og alla umræðuna í kringum Ronaldo undanfarna daga þá hefur Man United haldið því statt og stöðugt fram að leikmaðurinn sé ekki til sölu. #MUFC insist Cristiano Ronaldo is not for sale despite his intention to leave the club United expect Ronaldo to return to training this morning.pic.twitter.com/JPu6BagpF3— Sky Sports Premier League (@SkySportsPL) July 4, 2022 Á vef The Athletic er farið yfir stöðu mála hjá Ronaldo en Ralf Rangnick, þáverandi þjálfari liðsins, stakk upp á því að selja hinn 37 ára gamla Ronaldo í janúar og kaupa nýjan framherja í staðinn. Forráðamenn félagsins tóku það ekki í mál en rétt tæpu hálfi ári síðar vill Ronaldo sjálfur færa sig um set. Hvert hann myndi fara er stóra spurningin en Chelsea virðist eini raunhæfi möguleikinn innan Englands. París Saint-Germain vill ekki „bling bling“ lengur og það eru ekki mörg félög sem geta borgað leikmanni sem verður 38 ára í febrúar næstkomandi sömu laun og Man United en talið er að Ronaldo þéni um hálfa milljón punda á viku. #MUFC unsure when Ronaldo will report back this week Talks with Ten Hag planned + going on tour non-negotiable Rangnick proposed selling and replacing him in Jan Club adamant he stays - have not pursued a striker@stujames75 @lauriewhitwell https://t.co/1K7RgRvrQ7— The Athletic UK (@TheAthleticUK) July 4, 2022 Ronaldo er samningsbundinn Man Utd út næstu leiktíð og vill félagið vilja halda honum. Leikmaðurinn sjálfur vill samkvæmt öllum fréttum spila í Meistaradeild Evrópu enda er það sú keppni þar sem hann hefur borið höfuð og herðar yfir sína helstu keppinauta í gegnum árin.
Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Fótbolti „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Fótbolti Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Enski boltinn Gaf unnustu sinni vænt olnbogaskot í leik Fótbolti Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Handbolti Tók vítið í leyfisleysi og var skipt út af þótt hann hefði skorað Fótbolti „Stundum reynir á samskipti okkar feðga“ Handbolti Jón Dagur í frystiklefa í Berlín Fótbolti Fleiri fréttir Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Í beinni: Arsenal - West Ham | Standast skyttur Arteta prófið eða falla þær? Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Ratcliffe þekkti ekki fyrirliða kvennaliðsins Arsenal aldrei aflað meira en tapaði samt þremur milljörðum Hafa verið þrettán ár af lygum „Frábær leikur en ég er ekki ánægður með úrslitin“ Jafntefli niðurstaðan í frábærum leik á Villa Park Kostaði Man. United meira en 2500 milljónir að reka Ten Hag og Ashworth Casemiro fer ekki fet Arsenal lét heitasta framherjann í frönsku deildinni fara fyrir „slikk“ Antony með fleiri mörk í febrúar en allt Man. United liðið Segir að Amorim þurfi 2-3 félagaskiptaglugga til að laga hópinn Sektaðir fyrir að öskra á Michael Oliver Arnór laus úr prísund Blackburn Biður til Guðs að Arsenal taki titilinn Pep varð fyrst hræddur um Haaland en er nú vongóður Gleymdi að gefa konunni gjöf á Valentínusardaginn Guðlaugur um Rooney: „Hann missti traustið gagnvart mér“ Maddison var að sussa á Roy Keane Ekki unnið heimaleik í 105 daga þangað til Man United kom í heimsókn Enginn lagt upp fleiri mörk en Ederson Hetjan Maddison: Er hérna til að skapa færi og skora mörk Man City fór létt með Liverpool „Staða okkar í töflunni veldur mér áhyggjum“ Dagný og Hlín komu við sögu í sigrum West Ham og Leicester Maddison tryggði langþráðan heimasigur Diaz kom Liverpool í toppmál Sjá meira