Nostalgíumynd ársins í NBA-deildinni Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 4. júlí 2022 16:31 Stephen Curry og sonur hans Canon mættu um helgina á leik Golden State Warriors og Sacramento Kings í Sumardeild NBA. Getty/Scott Strazzante Stephen Curry fetaði í fótspor föður síns og varð stjarna í NBA-deildinni í körfubolta. Fjölmiðlar hafa í gegnum tíðina verið duglegir að rifja upp mynd sem var tekin af þeim feðgum þegar Steph var fjögurra ára. Nú hefur Steph „endurtekið“ leikinn. Ljósmyndarar náðu nefnilega mynd af Stephen Curry með ungum syni sínum Canon Curry á körfuboltaleik á dögunum og þá voru minnugir fljótir að bera hana saman við myndina sem var tekin fyrir þrjátíu árum síðan. Úr varð þá mögulega nostalgíumynd ársins í NBA-deildinni en hana má sjá hér fyrir neðan. 30 YEARS APART!!! (1992) Dell Curry with his 4-year old son Stephen Curry (2022) Stephen Curry with his 4-year old son Canon Curry #NBAReact Zeus Posted by NBA REACT on Sunnudagur, 3. júlí 2022 Canon Curry (fæddur 2018) er þriðja barn þeirra Steph og Ayeshu Curry en fyrir áttu þau stelpurnar Riley (2012) og Ryan (2015). Steph var að klára frábært tímabil þar sem hann varð NBA-meistari í fjórða sinn með liði Golden State Warriors og var nú í fyrsta sinn kosinn besti leikmaður úrslitaeinvígsins. Steph er nú búinn að spila 826 deildarleiki í NBA-deildinni og er með 24,3 stig, 6,5 stoðsendingare og 3,8 þriggja stiga körfur að meðaltali í þeim. Hann hefur skorað fleiri þriggja stiga körfur en nokkur annar í deildinni eða alls 3117 talsins. Steph var með 31,2 stig, 5,0 stoðsendingar og 5,2 þrista í leik í lokaúrslitunum á móti Boston Celtics. Dell Curry, faðir Steph, spilaði 1083 deildarleiki í NBA-deildinni frá 1986 til 2002 en byrjaði þó aðeins 99 af þessum leikjum. Hann skoraði 11,7 stig að meðaltali í þessum leikjum og setti niður 1245 þriggja stiga skot. Dell spilaði með fimm félögum í deildinni en tíu af sextán tímabilum sínum með liði Charlotte Hornets. Steph Curry fæddist í Cleveland í mars 1988 þegar Dell faðir hans var á sínu eina tímabili með Cleveland Cavaliers. NBA Mest lesið Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Fótbolti Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Fótbolti Uppgjörið: KR - ÍA 5-0 | Skemmtikraftarnir slógu ekki slöku við Íslenski boltinn Iðunn og Guðrún Fanney Norðurlandameistarar í skák Sport „Þetta er fallegasti klúbbur í heimi“ Fótbolti „Við ætlum að klára að Íslandsmeistaratitilinn“ Handbolti Lið Hákonar hefur grætt mest á leikmannasölum í allri Evrópu Fótbolti Uppgjörið: Fram - FH 34-33 | Fram í úrslit eftir tvíframlengdan leik Handbolti „Kom bara í hörkustandi inn í þennan leik“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 101-89 | Njarðvík með sópinn á lofti Körfubolti Fleiri fréttir Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 101-89 | Njarðvík með sópinn á lofti Sá tíundi í röð hjá Jóni Axel og félögum eftir dramatík í lokin Almar Orri til Miami háskólans „Get ekki sagt að þetta hafi verið auðvelt“ Ármann í úrslit um sæti í efstu deild Uppgjörið: Haukar - Valur 79-64 | Sópurinn á lofti í Ólafssal Elvar stigahæstur í öruggum sigri „Ég saknaði þín“ Stórleikur LeBron James dugði ekki Lakers og Celtics töpuðu líka „Hann er tekinn út úr leiknum“ „Ég get ekki lýst þessu, ég á engin orð“ Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 94-82 | Einvígið jafnt eftir mikinn hasar Aldrei selst fleiri miðar á heimaleik hjá Álftanesi Treyja Bryants margfaldast í verði og varð sú fjórða dýrasta í sögunni Klósettpappír út um allt á vellinum „Ég er bara svo fúll út í okkur sjálfa“ „Bara eitthvað úrslitakeppnisrugl“ Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 99-100 | Ótrúlegur endir kostaði Grindvíkinga sigurinn „Mjög auðveld aðlögun fyrir mig“ Ítölsk stelpa ferðaðist 1.800 kílómetra til að sjá Jón Axel „Gott að sjá honum blæða á vellinum“ „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Hvergerðingar í úrslit umspilsins „Þjöppuðum okkur saman og kláruðum þetta“ Jón Axel og félagar upp í spænsku úrvalsdeildina Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 73-76 | Njarðvíkur-sigur í spennutrylli Tryggvi Evrópumeistari með Bilbao Basket Fyrrum nýliði ársins í NBA reynir fyrir sér í hnefaleikum „Þessar stelpur kalla ekki allt ömmu sína“ Sjá meira
Ljósmyndarar náðu nefnilega mynd af Stephen Curry með ungum syni sínum Canon Curry á körfuboltaleik á dögunum og þá voru minnugir fljótir að bera hana saman við myndina sem var tekin fyrir þrjátíu árum síðan. Úr varð þá mögulega nostalgíumynd ársins í NBA-deildinni en hana má sjá hér fyrir neðan. 30 YEARS APART!!! (1992) Dell Curry with his 4-year old son Stephen Curry (2022) Stephen Curry with his 4-year old son Canon Curry #NBAReact Zeus Posted by NBA REACT on Sunnudagur, 3. júlí 2022 Canon Curry (fæddur 2018) er þriðja barn þeirra Steph og Ayeshu Curry en fyrir áttu þau stelpurnar Riley (2012) og Ryan (2015). Steph var að klára frábært tímabil þar sem hann varð NBA-meistari í fjórða sinn með liði Golden State Warriors og var nú í fyrsta sinn kosinn besti leikmaður úrslitaeinvígsins. Steph er nú búinn að spila 826 deildarleiki í NBA-deildinni og er með 24,3 stig, 6,5 stoðsendingare og 3,8 þriggja stiga körfur að meðaltali í þeim. Hann hefur skorað fleiri þriggja stiga körfur en nokkur annar í deildinni eða alls 3117 talsins. Steph var með 31,2 stig, 5,0 stoðsendingar og 5,2 þrista í leik í lokaúrslitunum á móti Boston Celtics. Dell Curry, faðir Steph, spilaði 1083 deildarleiki í NBA-deildinni frá 1986 til 2002 en byrjaði þó aðeins 99 af þessum leikjum. Hann skoraði 11,7 stig að meðaltali í þessum leikjum og setti niður 1245 þriggja stiga skot. Dell spilaði með fimm félögum í deildinni en tíu af sextán tímabilum sínum með liði Charlotte Hornets. Steph Curry fæddist í Cleveland í mars 1988 þegar Dell faðir hans var á sínu eina tímabili með Cleveland Cavaliers.
NBA Mest lesið Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Fótbolti Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Fótbolti Uppgjörið: KR - ÍA 5-0 | Skemmtikraftarnir slógu ekki slöku við Íslenski boltinn Iðunn og Guðrún Fanney Norðurlandameistarar í skák Sport „Þetta er fallegasti klúbbur í heimi“ Fótbolti „Við ætlum að klára að Íslandsmeistaratitilinn“ Handbolti Lið Hákonar hefur grætt mest á leikmannasölum í allri Evrópu Fótbolti Uppgjörið: Fram - FH 34-33 | Fram í úrslit eftir tvíframlengdan leik Handbolti „Kom bara í hörkustandi inn í þennan leik“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 101-89 | Njarðvík með sópinn á lofti Körfubolti Fleiri fréttir Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 101-89 | Njarðvík með sópinn á lofti Sá tíundi í röð hjá Jóni Axel og félögum eftir dramatík í lokin Almar Orri til Miami háskólans „Get ekki sagt að þetta hafi verið auðvelt“ Ármann í úrslit um sæti í efstu deild Uppgjörið: Haukar - Valur 79-64 | Sópurinn á lofti í Ólafssal Elvar stigahæstur í öruggum sigri „Ég saknaði þín“ Stórleikur LeBron James dugði ekki Lakers og Celtics töpuðu líka „Hann er tekinn út úr leiknum“ „Ég get ekki lýst þessu, ég á engin orð“ Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 94-82 | Einvígið jafnt eftir mikinn hasar Aldrei selst fleiri miðar á heimaleik hjá Álftanesi Treyja Bryants margfaldast í verði og varð sú fjórða dýrasta í sögunni Klósettpappír út um allt á vellinum „Ég er bara svo fúll út í okkur sjálfa“ „Bara eitthvað úrslitakeppnisrugl“ Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 99-100 | Ótrúlegur endir kostaði Grindvíkinga sigurinn „Mjög auðveld aðlögun fyrir mig“ Ítölsk stelpa ferðaðist 1.800 kílómetra til að sjá Jón Axel „Gott að sjá honum blæða á vellinum“ „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Hvergerðingar í úrslit umspilsins „Þjöppuðum okkur saman og kláruðum þetta“ Jón Axel og félagar upp í spænsku úrvalsdeildina Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 73-76 | Njarðvíkur-sigur í spennutrylli Tryggvi Evrópumeistari með Bilbao Basket Fyrrum nýliði ársins í NBA reynir fyrir sér í hnefaleikum „Þessar stelpur kalla ekki allt ömmu sína“ Sjá meira