Hatari er hvað þekktust fyrir að vera andkapítalísk verðlaunasveit og vöktu þau gífurlega athygli með þátttöku sinni á Eurovision árið 2019. Lagið Dansið eða deyið er fyrsta útgáfa Hatara síðan heimsfaraldur hófst og er tónlistarmyndband væntanlegt á allra næstu dögum.
Sveitin lék fyrir dansi á stórhátíðinni Provinssi í Finnlandi síðastliðið föstudagskvöld. Þar með hófst tónleikasumar Hatara en sveitin leggur land undir fót síðar í mánuðinum og spilar í Slóvakíu, Tékklandi, Hollandi og Bretlandi, svo eitthvað sé nefnt.
Hér má heyra nýja lagið frá Hatara: