Talinn líklegur til að fremja fleiri árásir og spilla sönnunargögnum Vésteinn Örn Pétursson skrifar 4. júlí 2022 13:46 Mynd af vettvangi sýnir vopnaðan mann inni í Field's-verslunarmiðstöðinni í Kaupmannahöfn í gær. MAHDI AL WAZNI Maðurinn sem er grunaður um að hafa myrt þrjá og sært fjóra alvarlega í skotárás á verslunarmiðstöð í Kaupmannahöfn í gær hefur verið úrskurðaður í 24 daga varðhald á lokaðri geðdeild. Maðurinn er 22 ára Dani og er talinn hafa verið einn að verki. Maðurinn var leiddur fyrir dómara í dag sem tók ákvörðun um að skýrslutaka og málflutningur fyrir dómi skyldi fara fram fyrir lokuðum dyrum. Að málflutningi loknum var fjölmiðlum hleypt inn í dómsalinn þar sem dómarinn kvað upp úrskurð sinn. Sagðist dómarinn telja að sönnunargögn í málinu bentu til sektar mannsins. Þá teldi hann líkur á því að maðurinn myndi halda áfram að brjóta af sér ef hann yrði látinn laus, auk þess sem hætta væri á því að hann myndi reyna að hafa áhrif á framvindu rannsóknar málsins með því að spilla sönnunargögnum. Yfirheyrður að nýju Við ákvörðun sína lagði dómari sérstaka áherslu á myndbönd, ljósmyndir viðtöl við vitni og þá staðreynd að maðurinn var vopnaður riffli þegar hann var handtekinn. Taldi hann þessi atriði benda til sektar mannsins. Maðurinn verður nú yfirheyrður að nýju, auk þess sem fjölskylda hans og vinir verða boðuð í skýrslutöku. Þá verða aftur teknar skýrslur af vitnum. Talinn einn að verki Dómari hefur bannað nafnbirtingu þess ákærða og þeirra tíu fórnarlamba sem nefnd eru í ákærunni á hendur honum. Maðurinn er ákærður fyrir þrjú manndráp og sjö tilraunir til manndráps. Lögreglan í Kaupmannahöfn hefur þó greint frá því að maðurinn sé danskur og að hann hafi átt við geðræn veikindi að stríða, auk þess sem lögregla hafi þekkt til hans. Maðurinn er talinn hafa verið einn að verki og ekki átt sér vitorðsmenn. Þá er hann talinn hafa valið sér fórnarlömb af handahófi inni í verslunarmiðstöðinni en árásin er ekki rannsökuð sem hryðjuverkaárás. Danmörk Skotárás í Field's í Kaupmannahöfn Tengdar fréttir „Ég heyrði skothljóð en ætlaði samt ekki að trúa þessu“ Íslensk kona sem var við störf í verslunarmiðstöðinni Fields í Kaupmannahöfn í gær þegar árásarmaður hóf skothríð segir upplifunina bæði skelfilega og óraunverulega. Sendiherra Íslands í Kaupmannahöfn segir borgarbúa slegna. Opið hús verður í Jónshúsi í Kaupmannahöfn þar sem Íslendingar geta rætt við prest og starfsmenn sendiráðsins. 4. júlí 2022 12:18 Óskað eftir áfallahjálp og aðstoð við að komast heim til Íslands Haft hefur verið samband við borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins vegna sex Íslendinga eftir árásina í Fields-verslunarmiðstöðinni í Kaupmannahöfn í gær. Yfirleitt hefur verið óskað eftir aðstoð við að komast heim til Íslands sem fyrst, að sögn Sveins H. Guðmarssonar, upplýsingafulltrúa í utanríkisráðuneytinu. 4. júlí 2022 11:17 Mest lesið „Það var reitt hátt til höggs“ Innlent „Ég get ekki séð að það sé einokun þegar samkeppnin kemur erlendis frá“ Innlent Segist vita hver vó Geirfinn Innlent „Lærið af mistökum okkar!“ Innlent Brugðist við vaxtalækkun: „Ævintýralegur halli“ og „verðbólga í frjálsu falli“ Innlent Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Erlent Vita ekki hvað fór úrskeiðis Innlent Sá hvítt eftir árás með járnkarli Innlent Viðurkenndi árás á hinn látna en segist ekki bera ábyrgð á áverkum Innlent Fundu heitt vatn á Kjalarnesi og Geldingarnesi Innlent Fleiri fréttir Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Stofnandi World Wrestling Entertainment verður menntamálaráðherra Úkraínuforseti hvetur Vesturlönd til einbeittari stuðnings Ungar danskar konur taldar hafa látist af metanóleitrun Þúsund dagar af grimmd og eyðileggingu Börn Pelicot biðla til föður síns um að játa brot sín að fullu Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Hjálpargögnum stolið af tæplega hundrað flutningabifreiðum Tugur lýðræðissinna í Hong Kong dæmdur í fangelsi Segist ætla að siga hernum á farand- og flóttafólk Segir Biden „hella olíu á eldinn“ Verða fyrst í heimi til að skattleggja losun frá búfénaði Stefnir í slag við samfélagsmiðla og sjónvarpsstöðvar Ferskvatnsforði jarðar ekki náð sér á strik eftir þráláta þurrka Grímuklæddir menn keyrðu niður hlið við Windsor Scholz ver símtal sitt við Pútín Leita einstaklinga sem hafa lifað óvenjulengi eftir greiningu Úkraínumönnum heimilt að beita langdrægum eldflaugum Felldu talsmann Hezbollah í miðborg Beirút Stefna lögreglu og leyniþjónustu vegna morðsins á Malcolm X Norsku skipagöngin á leið í útboðsferli Einar umfangsmestu loftárásir Rússa á orkuvinnviði Úkraínu Viss um að stríðinu muni ljúka fyrr en ella vegna kjörs Trump Tíu ungbörn létust og sextán særðust í eldsvoða á nýburadeild Sjá meira
Maðurinn var leiddur fyrir dómara í dag sem tók ákvörðun um að skýrslutaka og málflutningur fyrir dómi skyldi fara fram fyrir lokuðum dyrum. Að málflutningi loknum var fjölmiðlum hleypt inn í dómsalinn þar sem dómarinn kvað upp úrskurð sinn. Sagðist dómarinn telja að sönnunargögn í málinu bentu til sektar mannsins. Þá teldi hann líkur á því að maðurinn myndi halda áfram að brjóta af sér ef hann yrði látinn laus, auk þess sem hætta væri á því að hann myndi reyna að hafa áhrif á framvindu rannsóknar málsins með því að spilla sönnunargögnum. Yfirheyrður að nýju Við ákvörðun sína lagði dómari sérstaka áherslu á myndbönd, ljósmyndir viðtöl við vitni og þá staðreynd að maðurinn var vopnaður riffli þegar hann var handtekinn. Taldi hann þessi atriði benda til sektar mannsins. Maðurinn verður nú yfirheyrður að nýju, auk þess sem fjölskylda hans og vinir verða boðuð í skýrslutöku. Þá verða aftur teknar skýrslur af vitnum. Talinn einn að verki Dómari hefur bannað nafnbirtingu þess ákærða og þeirra tíu fórnarlamba sem nefnd eru í ákærunni á hendur honum. Maðurinn er ákærður fyrir þrjú manndráp og sjö tilraunir til manndráps. Lögreglan í Kaupmannahöfn hefur þó greint frá því að maðurinn sé danskur og að hann hafi átt við geðræn veikindi að stríða, auk þess sem lögregla hafi þekkt til hans. Maðurinn er talinn hafa verið einn að verki og ekki átt sér vitorðsmenn. Þá er hann talinn hafa valið sér fórnarlömb af handahófi inni í verslunarmiðstöðinni en árásin er ekki rannsökuð sem hryðjuverkaárás.
Danmörk Skotárás í Field's í Kaupmannahöfn Tengdar fréttir „Ég heyrði skothljóð en ætlaði samt ekki að trúa þessu“ Íslensk kona sem var við störf í verslunarmiðstöðinni Fields í Kaupmannahöfn í gær þegar árásarmaður hóf skothríð segir upplifunina bæði skelfilega og óraunverulega. Sendiherra Íslands í Kaupmannahöfn segir borgarbúa slegna. Opið hús verður í Jónshúsi í Kaupmannahöfn þar sem Íslendingar geta rætt við prest og starfsmenn sendiráðsins. 4. júlí 2022 12:18 Óskað eftir áfallahjálp og aðstoð við að komast heim til Íslands Haft hefur verið samband við borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins vegna sex Íslendinga eftir árásina í Fields-verslunarmiðstöðinni í Kaupmannahöfn í gær. Yfirleitt hefur verið óskað eftir aðstoð við að komast heim til Íslands sem fyrst, að sögn Sveins H. Guðmarssonar, upplýsingafulltrúa í utanríkisráðuneytinu. 4. júlí 2022 11:17 Mest lesið „Það var reitt hátt til höggs“ Innlent „Ég get ekki séð að það sé einokun þegar samkeppnin kemur erlendis frá“ Innlent Segist vita hver vó Geirfinn Innlent „Lærið af mistökum okkar!“ Innlent Brugðist við vaxtalækkun: „Ævintýralegur halli“ og „verðbólga í frjálsu falli“ Innlent Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Erlent Vita ekki hvað fór úrskeiðis Innlent Sá hvítt eftir árás með járnkarli Innlent Viðurkenndi árás á hinn látna en segist ekki bera ábyrgð á áverkum Innlent Fundu heitt vatn á Kjalarnesi og Geldingarnesi Innlent Fleiri fréttir Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Stofnandi World Wrestling Entertainment verður menntamálaráðherra Úkraínuforseti hvetur Vesturlönd til einbeittari stuðnings Ungar danskar konur taldar hafa látist af metanóleitrun Þúsund dagar af grimmd og eyðileggingu Börn Pelicot biðla til föður síns um að játa brot sín að fullu Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Hjálpargögnum stolið af tæplega hundrað flutningabifreiðum Tugur lýðræðissinna í Hong Kong dæmdur í fangelsi Segist ætla að siga hernum á farand- og flóttafólk Segir Biden „hella olíu á eldinn“ Verða fyrst í heimi til að skattleggja losun frá búfénaði Stefnir í slag við samfélagsmiðla og sjónvarpsstöðvar Ferskvatnsforði jarðar ekki náð sér á strik eftir þráláta þurrka Grímuklæddir menn keyrðu niður hlið við Windsor Scholz ver símtal sitt við Pútín Leita einstaklinga sem hafa lifað óvenjulengi eftir greiningu Úkraínumönnum heimilt að beita langdrægum eldflaugum Felldu talsmann Hezbollah í miðborg Beirút Stefna lögreglu og leyniþjónustu vegna morðsins á Malcolm X Norsku skipagöngin á leið í útboðsferli Einar umfangsmestu loftárásir Rússa á orkuvinnviði Úkraínu Viss um að stríðinu muni ljúka fyrr en ella vegna kjörs Trump Tíu ungbörn létust og sextán særðust í eldsvoða á nýburadeild Sjá meira
„Ég heyrði skothljóð en ætlaði samt ekki að trúa þessu“ Íslensk kona sem var við störf í verslunarmiðstöðinni Fields í Kaupmannahöfn í gær þegar árásarmaður hóf skothríð segir upplifunina bæði skelfilega og óraunverulega. Sendiherra Íslands í Kaupmannahöfn segir borgarbúa slegna. Opið hús verður í Jónshúsi í Kaupmannahöfn þar sem Íslendingar geta rætt við prest og starfsmenn sendiráðsins. 4. júlí 2022 12:18
Óskað eftir áfallahjálp og aðstoð við að komast heim til Íslands Haft hefur verið samband við borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins vegna sex Íslendinga eftir árásina í Fields-verslunarmiðstöðinni í Kaupmannahöfn í gær. Yfirleitt hefur verið óskað eftir aðstoð við að komast heim til Íslands sem fyrst, að sögn Sveins H. Guðmarssonar, upplýsingafulltrúa í utanríkisráðuneytinu. 4. júlí 2022 11:17