Búið að handtaka árásarmanninn Samúel Karl Ólason skrifar 4. júlí 2022 23:50 Hinn 22 ára gamli Robert E. Crimo er talinn vera árásarmaðurinn. Facebook/AP Lögregluþjónar í Highland Park, úthverfi Chicago í Bandaríkjunum, hafa handtekið manninn sem hóf skothríð á skrúðgöngu í bænum í dag. Maðurinn skaut minnst sex til bana og særði 24. Maðurinn heitir Robert E. Crimo og er 22 ára gamall. Fjölmiðlar vestanhafs segja lögregluþjóna hafa séð hann á tólfta tímanum í kvöld og handtekið hann eftir stutta eftirför. Fréttin hefur verið uppfærð með tilliti til þess að Crimo var handtekinn skömmu fyrir miðnætti. BREAKING: 15 minutes ago, Robert Crimo was spotted by police. He fled from police. After a brief chase, he was stopped and arrested, police say. @cbschicago pic.twitter.com/JmIsCSXc45— Tim McNicholas (@TimMcNicholas) July 4, 2022 Búið er að hlúa að nítján af þeim sem særðust og útskrifa þau. Samkvæmt Chicago Sun-Times voru þau frá átta til 85 ára gömul. Fjögur af þeim særðu eru börn og er minnst eitt þeirra sagt í alvarlegu ástandi. Fleiri slösuðust eftir að skothríðin hófst en rúmlega fjörtíu leituðu á sjúkrahús eftir árásina. Authorities have identified a person of interest in the July 4 parade shooting in Highland Park, Illinois, which has left at least 6 dead and dozens wounded https://t.co/Wq85HDKx2j pic.twitter.com/vk2ROAE5RA— Bloomberg Quicktake (@Quicktake) July 4, 2022 Hundruð flúðu undan skothríðinni en mikill fjöldi fólks hafði komið sér fyrir við leiðina sem fara átti skrúðgönguna. Myndbönd af vettvangi sýna að maðurinn hleypti tugum skota af á stuttum tíma, áður en hann flúði. Riffill mannsins fannst á þakinu en Crimo var þrátt fyrir það sagður líklegur til að vera vopnaður og lýsti lögreglan honum sem hættulegum. Hundruð áttu fótum sínum fjör að launa þegar skothríðin hófst.AP/Tyler Pasciak LaRiviere Búið er að gefa út að fimm hinna látnu hafi verið fullorðin en ekki er vitað með þann sjötta. Flestir sem dóu gerðu það á vettvangi árásarinnar en einn lést af sárum sínum á sjúkrahúsi, samkvæmt frétt AP fréttaveitunnar. Crimo mun hafa komist upp á þak húss við götuna sem skrúðgangan fór um. Chicago Sun-Times hefur eftir lögreglunni að Crimo hafi verið vel falinn þegar hann hóf skothríðina. Verið var að halda upp á þjóðhátíðardag Bandaríkjanna en skothríðin hófst um tuttugu mínútum eftir að skrúðgangan hófst. Another shot from the Highland Park mass shooting.Hadn t seen this clip on here.Sounds like nearly 60 shots fired in this one alone. pic.twitter.com/X66gqEiGHD— Jake (@SiIentRunning) July 4, 2022 Lögregluþjóna bar tiltölulega fljótt að garði og hafa þeir varið klukkustundum í að leita að árásarmanninum en án árangurs. Hundruð lögregluþjóna og annarra útsendara löggæslustofnana koma að leitinni og rannsókn á ódæðinu í Highland Park. AP hefur eftir Joe Biden, forseta, að hann hafi skipað alríkisembættum að aðstoða við að hafa hendur í hári árásarmannsins. Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Mannskæð skotárás á skrúðgöngu í Bandaríkjunum Minnst sex liggja í valnum og minnst 24 eru særðir eftir að maður hóf skothríð á skrúðgöngu í úthverfi Chicago í Bandaríkjunum. Árásarmaðurinn gengur enn laus og er lögreglan með mikinn viðbúnað á svæðinu. 4. júlí 2022 17:56 Mest lesið Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal Innlent Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Innlent Rekstur hestaleigu stöðvaður Innlent Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Steindór Andersen er látinn Innlent Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Innlent Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Innlent Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Innlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Innlent Fleiri fréttir Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Yngsti lýðræðislega kjörni þjóðhöfðingi heims endurkjörinn Áfrýjar í von um að geta boðið sig fram til forseta Ísraelsher réðst á sjúkrahús Síðasti stjórnarandstöðuflokkur Hong Kong verður leystur upp Biðja Trump um að sýna hörku vegna vatnsdeilna við Mexíkó Tugir sagðir liggja í valnum eftir eldflaugaárás á Sumy Réðust á síðasta starfandi sjúkrahúsið í Gasaborg Fundi Bandaríkjanna og Íran lýst sem „uppbyggilegum“ Ætla í „öfluga“ yfirtöku á Gasaströndinni Sjá meira
Maðurinn heitir Robert E. Crimo og er 22 ára gamall. Fjölmiðlar vestanhafs segja lögregluþjóna hafa séð hann á tólfta tímanum í kvöld og handtekið hann eftir stutta eftirför. Fréttin hefur verið uppfærð með tilliti til þess að Crimo var handtekinn skömmu fyrir miðnætti. BREAKING: 15 minutes ago, Robert Crimo was spotted by police. He fled from police. After a brief chase, he was stopped and arrested, police say. @cbschicago pic.twitter.com/JmIsCSXc45— Tim McNicholas (@TimMcNicholas) July 4, 2022 Búið er að hlúa að nítján af þeim sem særðust og útskrifa þau. Samkvæmt Chicago Sun-Times voru þau frá átta til 85 ára gömul. Fjögur af þeim særðu eru börn og er minnst eitt þeirra sagt í alvarlegu ástandi. Fleiri slösuðust eftir að skothríðin hófst en rúmlega fjörtíu leituðu á sjúkrahús eftir árásina. Authorities have identified a person of interest in the July 4 parade shooting in Highland Park, Illinois, which has left at least 6 dead and dozens wounded https://t.co/Wq85HDKx2j pic.twitter.com/vk2ROAE5RA— Bloomberg Quicktake (@Quicktake) July 4, 2022 Hundruð flúðu undan skothríðinni en mikill fjöldi fólks hafði komið sér fyrir við leiðina sem fara átti skrúðgönguna. Myndbönd af vettvangi sýna að maðurinn hleypti tugum skota af á stuttum tíma, áður en hann flúði. Riffill mannsins fannst á þakinu en Crimo var þrátt fyrir það sagður líklegur til að vera vopnaður og lýsti lögreglan honum sem hættulegum. Hundruð áttu fótum sínum fjör að launa þegar skothríðin hófst.AP/Tyler Pasciak LaRiviere Búið er að gefa út að fimm hinna látnu hafi verið fullorðin en ekki er vitað með þann sjötta. Flestir sem dóu gerðu það á vettvangi árásarinnar en einn lést af sárum sínum á sjúkrahúsi, samkvæmt frétt AP fréttaveitunnar. Crimo mun hafa komist upp á þak húss við götuna sem skrúðgangan fór um. Chicago Sun-Times hefur eftir lögreglunni að Crimo hafi verið vel falinn þegar hann hóf skothríðina. Verið var að halda upp á þjóðhátíðardag Bandaríkjanna en skothríðin hófst um tuttugu mínútum eftir að skrúðgangan hófst. Another shot from the Highland Park mass shooting.Hadn t seen this clip on here.Sounds like nearly 60 shots fired in this one alone. pic.twitter.com/X66gqEiGHD— Jake (@SiIentRunning) July 4, 2022 Lögregluþjóna bar tiltölulega fljótt að garði og hafa þeir varið klukkustundum í að leita að árásarmanninum en án árangurs. Hundruð lögregluþjóna og annarra útsendara löggæslustofnana koma að leitinni og rannsókn á ódæðinu í Highland Park. AP hefur eftir Joe Biden, forseta, að hann hafi skipað alríkisembættum að aðstoða við að hafa hendur í hári árásarmannsins.
Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Mannskæð skotárás á skrúðgöngu í Bandaríkjunum Minnst sex liggja í valnum og minnst 24 eru særðir eftir að maður hóf skothríð á skrúðgöngu í úthverfi Chicago í Bandaríkjunum. Árásarmaðurinn gengur enn laus og er lögreglan með mikinn viðbúnað á svæðinu. 4. júlí 2022 17:56 Mest lesið Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal Innlent Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Innlent Rekstur hestaleigu stöðvaður Innlent Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Steindór Andersen er látinn Innlent Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Innlent Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Innlent Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Innlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Innlent Fleiri fréttir Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Yngsti lýðræðislega kjörni þjóðhöfðingi heims endurkjörinn Áfrýjar í von um að geta boðið sig fram til forseta Ísraelsher réðst á sjúkrahús Síðasti stjórnarandstöðuflokkur Hong Kong verður leystur upp Biðja Trump um að sýna hörku vegna vatnsdeilna við Mexíkó Tugir sagðir liggja í valnum eftir eldflaugaárás á Sumy Réðust á síðasta starfandi sjúkrahúsið í Gasaborg Fundi Bandaríkjanna og Íran lýst sem „uppbyggilegum“ Ætla í „öfluga“ yfirtöku á Gasaströndinni Sjá meira
Mannskæð skotárás á skrúðgöngu í Bandaríkjunum Minnst sex liggja í valnum og minnst 24 eru særðir eftir að maður hóf skothríð á skrúðgöngu í úthverfi Chicago í Bandaríkjunum. Árásarmaðurinn gengur enn laus og er lögreglan með mikinn viðbúnað á svæðinu. 4. júlí 2022 17:56