Erlent

Versti þurrkur sem sést hefur í sjötíu ár

Gunnar Reynir Valþórsson skrifar
Þurrkurinn ógnar um þrjátíu prósentum af allri landbúnaðarframleiðslu Ítala.
Þurrkurinn ógnar um þrjátíu prósentum af allri landbúnaðarframleiðslu Ítala. EPA-EFE/ANDREA FASANI

Neyðarástandi hefur verið lýst yfir í fimm héröðum á Ítalíu vegna mikilla þurrka. Héröðin eru öll við ána Pó en þar geysar nú versti þurrkur sem sést hefur í sjötíu ár.

Yfirvöld hafa ákveðið að veita tæpum fjörutíu milljónum evra til svæðanna en þurrkurinn ógnar um þrjátíu prósentum af allri landbúnaðarframleiðslu Ítala. Mörg bæjarfélög á svæðinu hafa þegar gripið til skömmtunar á vatni en vatnsleysið er rakið til óvenjumikilla hita og lítillar rigningar í vetur og í vor. Þetta kemur fram á vef BBC.

Áin Pó er lengsta á Ítalíu og rennur í austurátt um 650 kílómetra leið. Bændur í grennd við ánna segja enn fremur að saltvatn sé í æ meiri mæli að sjást í ánni sem eyðileggi uppskeruna enn frekar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×