Lífið

Fræg pör sem giftu sig 4. júlí

Elísabet Hanna skrifar
Dagurinn virðist vera vinsæll hjá stjörnupörum.
Dagurinn virðist vera vinsæll hjá stjörnupörum. Samsett/Getty/Axelle/Bauer-Griffin/Anthony Harvey/David Livingst

Í gær var þjóðhátíðardagur Bandaríkjanna, hinn 4.júlí en hann er einnig brúðkaupsdagur margra frægra para sem völdu daginn til þess að gera að sínum. 

Ashton Kutcher og Mila Kunis

Ashton og Mila giftu sig 4. júlí árið 2015 en höfðu þá verið vinir og á tímabili samstarfsfélagar síðan 1998. Þau náðu saman sem elskhugar á Golden Globe verðlaununum árið 2012. Í viðtali við Marc Maron sagðist Mila hafa verið í margmenni og séð myndarlegan mann og þegar hann hafi snúið sér við hafi það verið Ashton sem hún hafði ekki séð í mörg ár: „Mér fannst það skrítið að ég væri að skoða þennan gaur og þetta var einhver sem ég hafði þekkt að eilífu.“

Fyrsta kossinn áttu þau í innflutningspartýinu sem hann bauð henni í kvöldið sem þau hittust á verðlaunahátíðinni. Parið byrjaði í kjölfarið að hittast en ætluðu upphaflega bara að skemmta sér saman líkt og persónurnar þeirra í „Friends with benefits“ og „No strings attached“ en enduðu á því að verða ástfangin og eiga í dag tvö börn. 

Ashton og Mila kynntust við tökur á That's the 70's show áður en þau urðu ástfangin.Getty/David Livingston

David og Victoria Beckham

Parið gifti sig árið 1999. David deildi kveðju til Victoriu í gær ásamt klippu þar sem þau voru í viðtali hjá Ali G sem spurði hvort að hann væri hrifinn að Spice Girls, hljómsveitin sem Victoria var meðlimur í og hann svaraði: „Nei en ég er hrifinn að Posh.. Fyrir 23 árum í dag varð Posh frú Beckham, en hún verður alltaf Posh. Til hamingju með afmælið WOW 23 ár & 4 fallegir krakkar. Ég elska þig , við elskum þig öll.“

Victoria setti einnig inn kveðju til eiginmannsins ásamt mynd af þeim í miklu stuði: „Þeir segja að hann sé ekki fyndinn, þeir segja að ég brosi aldrei, þeir sögðu að það myndi ekki endast. Í dag fögnum við 23 ára hjónabandi. Davíð þú ert allt mitt, ég elska þig svo mikið!!!!“

David Beckham og Victoria Beckham eru dugleg að deila ástinni á Instagram.Getty/Stephane Cardinale - Corbis

Julia Roberts og Daniel Moder

Julia og Daniel fögnuðu tuttugu ára brúðkaupsafmælinu sínu í gær og setti hún inn fallega kveðju með myllumerkjum: „#Getekkihættaðbrosa og #Getekkihættaðkyssa“

Julia Roberts og Daniel Moder giftu sig fyrir tuttugu árum.Getty/Kevin Mazur

Sharon og Ozzy Osbourne

„2022 er sérstakt ár fyrir mig. Það markar 40 ára hjónaband með elsku Ozzy mínum. Við hittumst fyrst þegar ég var 18 ára, í yfir 52 ár höfum við verið vinir, elskendur, eiginmaður og eiginkona, afar og ömmur og sálufélagar. Alltaf við hlið hvors annars. Ég elska þig Ozzy,“ sagði Sharon í fallegri kveðju til Ozzy í gær en parið gifti sig á Hawaii árið 1982.

Ozzy deildi gamalli mynd frá brúðkaupsdeginum en undir henni stóð: „40 ár síðan í dag! Til hamingju með afmælið Ástin mín.“

 

Ozzy Osbourne og Sharon Osbourne byrjuðu með raunveruleikaþættina The Osbournes árið 2002.Getty/Axelle/Bauer-Griffin

Sara Ramirez og Ryan Debolt

Sara Ramirez, úr Grey's Anatomy og And Just Like That, giftist fyrrverandi eiginmanni sínum Ryan Debolt á þessum degi en þau skildu í fyrra.

Sara Ramirez sló í gegn í And Just Like That sem Che.Getty/Jamie McCarthy

Tom Hardy og Charlotte Riley

Parið hittist fyrst árið 2009 við tökur á sjónvarpsútgáfu af Wuthering Heights og Tom var á erfiðum stað í lífinu. Parið var trúlofað ári síðar og var trúlofað í fjögur áður áður en þau giftu sig árið 2014.

Tom Hardy og Charlotte Riley giftu sig 4. júlí 2014.Getty/David M. Benett

Billy Joel og Alexis Roderick

Parið hefur verið saman síðan árið 2009 en giftu sig árið 2015 í óvæntri athöfn sem þau héltu í árlegum þjóðhátíðarfögnuði sínum. Þetta er fjórða hjónabandið hans og virðist ganga eins og í sögu: „13 ár saman, 3 hundar, 2 börn, 1 hjónaband og svo mikil ást. Til hamingju með 7 ára afmælið,“ sagði tónlistarmaðurinn í kveðju til Alexis í gær.

Billy Joel og Alexis Joel fögnuðu sjö ára brúðkaupsafmæli í gær.Getty/John Lamparski

Tina Turner og Erwin Bach

Líkt og flestir hafa heyrt af átti Tina óhamingjusamt og ofbeldisfullt hjónaband með Ike Turner. Í dag eru hún hamingjusamlega gift hinum þýska Erwin sem hún giftist árið 2013 í Sviss, tuttugu og sjö árum eftir að þau kynntust. 

Þau hittust árið 1985 þegar Erwin var að sækja hana á flugvöllinn í þýskalandi og ferja hana á tónleika og segir Tina að það hafi verið ást við fyrstu sýn. Árið 2016 greindist Tina með nýrnakrabbamein og var það ástin hennar hann Erwin sem gaf henni eitt af sínum. „Hann sagði að hann vildi ekki aðra konu eða annað líf,“ sagði Tina um veikindin.

Tina Turner og Erwin Bach upplifðu ást við fyrstu sýn, allavegana af hennar hálfu.Getty/Bertrand Rindoff Petroff

Vanessa Williams og Jim Skrip

Parið Vanessa, úr Desperate Housewives og Ugly Betty, og Jim hafa gift sig tvisvar sinnum. Fyrst giftu þau sig 4. júlí 2015 og í seinna skiptið var það 30. maí ári síðar. Þau kynntust í Eygyptalandi árið 2013 og voru trúlofuð ári síðar. „Hann er rómantískur og hann er frábært náungi,“ sagði Vanessa í viðtali á sínum tíma. 

Jim Skrip og Vanessa Williams.Getty/ Astrid Stawiarz

Teddi Mellencamp og Edwin Arroyave

Raunveruleikastjarnan úr Real Housewives of Beverly Hills giftist eiginmanni sínum árið 2011. Í kveðju til hans í gær sagði hún: „Til hamingju með afmælið ástin mín,13 ár saman. 11 ár gift. Við höfum átt bestu tímana og erfiðustu tímana saman en það sem skiptir máli er að við höfum ást og hlátur, lærðum að hafa náð og fyrirgefningu og gerum okkar besta til að ala upp ótrúleg börn. Við erum kannski andstæður en við höfum þrautseigju og trú og tengsl sem binda okkur saman að eilífu. Skál fyrir lífi með fleiri ævintýrum, kossum, mér að nöldra í þér yfir því að vera seinn og þér að nota tannþráð í rúminu. Kýlum á þetta!“

Hann sendi henni líka fallega kveðju: „Í dag eru 11 ár giftur ástinni í lífi mínu. Þakklát fyrir allar minningarnar og upplifanirnar sem við höfum búið til saman. Ég elska hversu vel við skemmtum okkur saman og hvernig við ýtum hvort öðru áfram til að verða betri. Þegar ég geri þakklætislistann minn ertu alltaf efst á listanum því án þín og guðs væri þetta líf sem við höfum ekki mögulegt.“

Edwin Arroyave og Teddi Mellencamp eru ástfangin.Getty/JB Lacroix

Tengdar fréttir

Julia Roberts og George Clooney leika fráskilið par á Bali

Julia Roberts gladdi aðdáendur sína fyrr á árinu þegar hún tilkynnti þeim að ný rómantísk gamanmynd væri á leiðinni með henni og George Clooney í aðalhlutverki. Nú hefur fyrsta stiklan úr myndinni litið dagsins ljós 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.