Þetta kemur fram í tilkynningu á vef Vinnumálastofnunar. Um er að ræða flutning fasteignaskrár og fasteignamats frá Þjóðskrá til Húsnæðis- og mannvirkjastofnun. Var þar umræddu starfsfólki sagt upp, störf þeirra lögð niður hjá Þjóðskrá og viðkomandi boðið starf hjá HMS.
Engin hópuppsögn var tilkynnt til Vinnumálastofnunar í maímánuði, en tvær í apríl.
Með hópuppsögn er átt við uppsagnir atvinnurekanda á fastráðnum starfsmönnum þar sem fjöldi starfsmanna sem sagt er upp á þrjátíu daga tímabili er að minnsta kosti 10 starfsmenn í fyrirtækjum sem venjulega hafa 21-99 í vinnu, minnst 10% starfsmanna í fyrirtækjum með 100-299 í vinnu eða minnst 30 starfsmenn þar sem venjulega eru 300 eða fleiri.