Rannsaka hverastrýtur í Eyjafirði til að öðlast skilning á upphafi lífs Kristján Már Unnarsson skrifar 5. júlí 2022 23:31 Vísindamennirnir sigla inn í höfnina á Hjalteyri eftir rannsóknarköfun niður að hverastrýtunum. strýtan.is Alþjóðlegur hópur vísindamanna, kostaður af geimvísindastofnun Bandaríkjanna, NASA, rannsakar nú hverastrýturnar í Eyjafirði í því skyni að kanna hvort líf hafi getað þróast á Mars og til undirbúnings frekari könnunarleiðöngrum til reikistjörnunnar. Jafnframt er vonast til að strýturnar gefi svör um líkur á lífi á öðrum hnöttum í sólkerfinu. Fjallað var um málið í fréttum Stöðvar 2 en einhverjir myndu kannski segja að bandarísku og ítölsku vísindamennirnir, sem Erlendur Bogason kafari var að koma með í land á Hjalteyri, væru að rannsaka sjálfan guðdóminn. Þeir eru nefnilega að leita svara um upphaf lífs í alheiminum með því að rannsaka hverastrýturnar á botni Eyjafjarðar, sem rannsóknarprófessorinn Roy Price segir einstakar á Jörðinni. Roy Price er rannsóknarprófessor við Stony Brook-háskóla í New York. Viðtalið er tekið við Hallgrímskirkju í Reykjavík.Einar Árnason Það sem þykir sérlega spennandi eru efnasambönd í strýtunum sem einnig hafa fundist á reikistjörnunni Mars. „Þau eru mjög lík útfellingum steinefna á Mars sem eru allt að fjórum milljörðum ára gömul. Fyrir fjórum milljörðum ára var Mars hnöttur þakinn vatni. Þá voru þar höf eins og á Jörðinni,“ segir Roy Price, rannsóknarprófessor við Stony Brook-háskóla í New York, en hann fer fyrir rannsókninni. Til að afla borkjarnasýna úr strýtunum, sem eru friðlýstar, fengu vísindamennirnir leyfi frá Umhverfisstofnun, Orkustofnun og Náttúrufræðistofnum en holunum er síðan lokað. Megintilgangurinn er að öðlast betri skilning á Mars. Borkjarnasýni tekin úr hverastrýtu. Götum eftir sýnatökuna er síðan lokað og sárið grær og hverfur með útfellingum úr strýtunum.Erlendur Bogason „Við viljum öðlast skilning á Mars í árdaga og hvort líf þreifst þar. Var Mars í árdaga staður þar sem líf gat þrifist, lifað af, þróast eða jafnvel orðið til? Þetta varðar ekki aðeins Mars heldur líf á öðrum himinhnöttum í sólkerfinu,“ segir prófessorinn. Í gömlu síldarverksmiðjunni, í kerjum sem áður nýttust lúðueldi, hefur vísindamönnunum tekist að endurskapa strýtur úr jarðhitavatni frá Hjalteyri en það hefur sömu efnasamsetningu og það hveravatn sem streymir upp í gegnum strýturnar og myndar þær. „Eftir því sem þekking okkar eykst á þessum frumstæðu efnaskiptum sem við nefnum berglíf - líf sem lifir á bergi og efnahvörfum vatns og samsetningu þeirra - eftir því sem þekking á þessu eykst, því meira vitum við um upphaf lífs á Jörðinni, hugsanlegt líf á öðrum reikistjörnum og hvernig líf þróaðist,“ segir Price. Frá Hjalteyri við Eyjafjörð. Þar leita vísindamenn svara um upphaf lífs í sólkerfinu.Arnar Halldórsson Niðurstöðurnar úr Eyjafirði telur hann geta hjálpað NASA til að leita vísbendinga um líf á Mars. „Ef við vitum hvar þetta umhverfi er getum við beint könnunarförum, gervihnöttum, könnunartækjum framtíðarinnar að þessum stöðum til að rannsaka þá betur. Þannig að með því að rannsaka umhverfi fjarðar á norðanverðu Íslandi getum við aflað meiri upplýsinga um hvernig þessu er háttað og nýtt þær til að ákveða hvert á Mars eigi að beina eigi könnunarferðum í framtíðinni, til dæmis,“ segir rannsóknarprófessorinn. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Vísindi Mars Hörgársveit Grýtubakkahreppur Umhverfismál Geimurinn Tengdar fréttir Erlendur er verndari eins af neðansjávarundrum heims Erlendur Bogason, kafari á Hjalteyri, sýndi áhorfendum inn í ævintýraheim undirdjúpanna í Eyjafirði í þættinum "Um land allt“ á Stöð 2. Þar er að finna hinar mögnuðu hverastrýtur sem voru friðlýstar sem náttúruvætti árið 2001. 13. nóvember 2019 09:27 Kafarinn fær að strjúka steinbítnum í Eyjafirði Steinbíturinn vill láta strjúka sér á hökunni og maganum, segir Erlendur Bogason, kafari á Hjalteyri, en hann hefur náð að tengjast steinbít í köfunarferðum sínum niður að hinum mögnuðu hverastrýtum á botni Eyjafjarðar. 11. nóvember 2019 09:33 Mest lesið Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Fjárfesta 70 billjónum í gervigreind Erlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Innlent Sýklalyfjaónæmi raunveruleg ógn Fréttir Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Innlent Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Innlent Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin Innlent Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Innlent Fleiri fréttir Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Rýnt í fyrsta dag Trumps í embætti og deilt um Reykjavíkurflugvöll Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Einhver heimili enn keyrð á varaafli Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Sjá auknar líkur á eldgosi í kortunum Öllum rýmingum aflétt Sagði skilaboð þar sem hann sagðist fullur eftirsjár fölsuð Þúsund skref aukalega skila 15 prósent lægri dánartíðni Undirbúa móttöku þeirra sem verða sendir frá Bandaríkjunum Ætla að breytast í stjórnmálaflokk á fyrsta landsfundinum í sex ár Rýmingum aflétt í Neskaupstað en ekki Seyðisfirði Ákærður fyrir tilraun til manndráps á Vopnafirði Búast við afléttingu fyrir austan í hádeginu Kaldasta árið á landinu í rúman aldarfjórðung Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Bein útsending: Veður og veitur – áskoranir fráveitna vegna loftslagsbreytinga Ráðast í átaksverkefni í kjölfar sýkingarinnar á Mánagarði Rýmingum væntanlega aflétt og fært um Fjarðarheiðina Kviknaði í pappírsgámi í Kópavogi Flokkur fólksins fengið 240 milljónir þrátt fyrir ranga skráningu Kæru VÁ á hendur MAST vísað frá Engar framkvæmdir á árinu hafi áhrif á vatnshlot Þjórsár Malbika veginn að Ólafsdal í Gilsfirði Sjá meira
Fjallað var um málið í fréttum Stöðvar 2 en einhverjir myndu kannski segja að bandarísku og ítölsku vísindamennirnir, sem Erlendur Bogason kafari var að koma með í land á Hjalteyri, væru að rannsaka sjálfan guðdóminn. Þeir eru nefnilega að leita svara um upphaf lífs í alheiminum með því að rannsaka hverastrýturnar á botni Eyjafjarðar, sem rannsóknarprófessorinn Roy Price segir einstakar á Jörðinni. Roy Price er rannsóknarprófessor við Stony Brook-háskóla í New York. Viðtalið er tekið við Hallgrímskirkju í Reykjavík.Einar Árnason Það sem þykir sérlega spennandi eru efnasambönd í strýtunum sem einnig hafa fundist á reikistjörnunni Mars. „Þau eru mjög lík útfellingum steinefna á Mars sem eru allt að fjórum milljörðum ára gömul. Fyrir fjórum milljörðum ára var Mars hnöttur þakinn vatni. Þá voru þar höf eins og á Jörðinni,“ segir Roy Price, rannsóknarprófessor við Stony Brook-háskóla í New York, en hann fer fyrir rannsókninni. Til að afla borkjarnasýna úr strýtunum, sem eru friðlýstar, fengu vísindamennirnir leyfi frá Umhverfisstofnun, Orkustofnun og Náttúrufræðistofnum en holunum er síðan lokað. Megintilgangurinn er að öðlast betri skilning á Mars. Borkjarnasýni tekin úr hverastrýtu. Götum eftir sýnatökuna er síðan lokað og sárið grær og hverfur með útfellingum úr strýtunum.Erlendur Bogason „Við viljum öðlast skilning á Mars í árdaga og hvort líf þreifst þar. Var Mars í árdaga staður þar sem líf gat þrifist, lifað af, þróast eða jafnvel orðið til? Þetta varðar ekki aðeins Mars heldur líf á öðrum himinhnöttum í sólkerfinu,“ segir prófessorinn. Í gömlu síldarverksmiðjunni, í kerjum sem áður nýttust lúðueldi, hefur vísindamönnunum tekist að endurskapa strýtur úr jarðhitavatni frá Hjalteyri en það hefur sömu efnasamsetningu og það hveravatn sem streymir upp í gegnum strýturnar og myndar þær. „Eftir því sem þekking okkar eykst á þessum frumstæðu efnaskiptum sem við nefnum berglíf - líf sem lifir á bergi og efnahvörfum vatns og samsetningu þeirra - eftir því sem þekking á þessu eykst, því meira vitum við um upphaf lífs á Jörðinni, hugsanlegt líf á öðrum reikistjörnum og hvernig líf þróaðist,“ segir Price. Frá Hjalteyri við Eyjafjörð. Þar leita vísindamenn svara um upphaf lífs í sólkerfinu.Arnar Halldórsson Niðurstöðurnar úr Eyjafirði telur hann geta hjálpað NASA til að leita vísbendinga um líf á Mars. „Ef við vitum hvar þetta umhverfi er getum við beint könnunarförum, gervihnöttum, könnunartækjum framtíðarinnar að þessum stöðum til að rannsaka þá betur. Þannig að með því að rannsaka umhverfi fjarðar á norðanverðu Íslandi getum við aflað meiri upplýsinga um hvernig þessu er háttað og nýtt þær til að ákveða hvert á Mars eigi að beina eigi könnunarferðum í framtíðinni, til dæmis,“ segir rannsóknarprófessorinn. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Vísindi Mars Hörgársveit Grýtubakkahreppur Umhverfismál Geimurinn Tengdar fréttir Erlendur er verndari eins af neðansjávarundrum heims Erlendur Bogason, kafari á Hjalteyri, sýndi áhorfendum inn í ævintýraheim undirdjúpanna í Eyjafirði í þættinum "Um land allt“ á Stöð 2. Þar er að finna hinar mögnuðu hverastrýtur sem voru friðlýstar sem náttúruvætti árið 2001. 13. nóvember 2019 09:27 Kafarinn fær að strjúka steinbítnum í Eyjafirði Steinbíturinn vill láta strjúka sér á hökunni og maganum, segir Erlendur Bogason, kafari á Hjalteyri, en hann hefur náð að tengjast steinbít í köfunarferðum sínum niður að hinum mögnuðu hverastrýtum á botni Eyjafjarðar. 11. nóvember 2019 09:33 Mest lesið Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Fjárfesta 70 billjónum í gervigreind Erlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Innlent Sýklalyfjaónæmi raunveruleg ógn Fréttir Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Innlent Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Innlent Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin Innlent Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Innlent Fleiri fréttir Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Rýnt í fyrsta dag Trumps í embætti og deilt um Reykjavíkurflugvöll Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Einhver heimili enn keyrð á varaafli Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Sjá auknar líkur á eldgosi í kortunum Öllum rýmingum aflétt Sagði skilaboð þar sem hann sagðist fullur eftirsjár fölsuð Þúsund skref aukalega skila 15 prósent lægri dánartíðni Undirbúa móttöku þeirra sem verða sendir frá Bandaríkjunum Ætla að breytast í stjórnmálaflokk á fyrsta landsfundinum í sex ár Rýmingum aflétt í Neskaupstað en ekki Seyðisfirði Ákærður fyrir tilraun til manndráps á Vopnafirði Búast við afléttingu fyrir austan í hádeginu Kaldasta árið á landinu í rúman aldarfjórðung Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Bein útsending: Veður og veitur – áskoranir fráveitna vegna loftslagsbreytinga Ráðast í átaksverkefni í kjölfar sýkingarinnar á Mánagarði Rýmingum væntanlega aflétt og fært um Fjarðarheiðina Kviknaði í pappírsgámi í Kópavogi Flokkur fólksins fengið 240 milljónir þrátt fyrir ranga skráningu Kæru VÁ á hendur MAST vísað frá Engar framkvæmdir á árinu hafi áhrif á vatnshlot Þjórsár Malbika veginn að Ólafsdal í Gilsfirði Sjá meira
Erlendur er verndari eins af neðansjávarundrum heims Erlendur Bogason, kafari á Hjalteyri, sýndi áhorfendum inn í ævintýraheim undirdjúpanna í Eyjafirði í þættinum "Um land allt“ á Stöð 2. Þar er að finna hinar mögnuðu hverastrýtur sem voru friðlýstar sem náttúruvætti árið 2001. 13. nóvember 2019 09:27
Kafarinn fær að strjúka steinbítnum í Eyjafirði Steinbíturinn vill láta strjúka sér á hökunni og maganum, segir Erlendur Bogason, kafari á Hjalteyri, en hann hefur náð að tengjast steinbít í köfunarferðum sínum niður að hinum mögnuðu hverastrýtum á botni Eyjafjarðar. 11. nóvember 2019 09:33