Þessir þurfa að sanna sig upp á nýtt Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 7. júlí 2022 09:01 Þessir fjórir eru á níu manna lista BBC yfir leikmenn sem þurfa að rífa sig í gang. EPA Stærstu knattspyrnufélög Evrópu eru byrjuð að æfa fyrir komandi leiktíð. Þó nokkur félagaskipti hafa vakið athygli en mögulega eru það helst leikmenn sem eiga enn eftir að staðfesta hvar þeir spila á komandi tímabili sem hafa mest að sanna. Á vef breska ríkisútvarpsins eru nokkrir leikmenn nefndir sem þurfa nauðsynlega að minna umheiminn á hvað þeir geta gert inn á knattspyrnuvellinum. Mikil Manchester United slagsíða er í listanum en alls eru níu leikmenn nefndir til sögunnar. Paul Pogba Paul Pogba lék með Manchester United á síðustu leiktíð.EPA-EFE/PETER POWELL Það er talið niður í endurkomu Pogba til Juventus þar sem hann gerði garðinn frægan. Lék hann nægilega vel á Ítalíu til að Man United át sokkinn sinn og keypti hann á metfé. Sýndi við og við hversu ótrúlega hæfileikaríkur hann er en náði aldrei þeim hæðum sem til var ætlast á Old Trafford. Dele Alli Dele Alli í leiknum fræga á EM 2016.Dan Mullan/Getty Images Skaust upp á stjörnuhimininn er Mauricio Pochettino stýrði Tottenham Hotspur. Tengdi einstaklega vel við Harry Kane og var með betri framherjum Englands um tíma. Allt stefndi í að hann yrði lykilmaður hjá Tottenham og enska landsliðinu en allt kom fyrir ekki. Gat lítið sem ekkert undir lokin hjá Tottenham og var seldur til Everton fyrir síðasta tímabil þar sem hann gat heldur ekki neitt. Donny van de Beek Donny í leik með Everton.EPA-EFE/ANDREW YATES Fékk ákveðna líflínu þegar Erik ten Hag var ráðinn þjálfari Man United en Van De Beek lék undir hans stjórn hjá Ajax. Þá var hann með betri miðjumönnum Evrópu en hjá Man Utd virtist enginn vita hvernig ætti að ná því besta úr Hollendingnum. Spilaði með Everton á láni á síðustu leiktíð en gerði lítið. Fær nú að öllum líkindum eitt lokatækifæri til að sýna hvað hann getur í ensku úrvalsdeildinni. Billy Gilmour Billy Gilmour í leik með Skotlandi á EM 2020.Shaun Botterill/Getty Images Ungur og efnilegur miðjumaður sem talið var að yrði lykilmaður hjá Skotlandi og vonandi Chelsea. Spilaði sem lánsmaður með Norwich City er liðið skítféll úr ensku úrvalsdeildinni á síðustu leiktíð. Það sem meira er, Gilmour spilaði aðeins 60 prósent leikja liðsins. Romelu Lukaku Romelu Lukaku nennti lítið að vera hjá Chelsea.Simon Stacpoole/Getty Images Var með betri framherjum Evrópu hjá Inter Milan. Var keyptur til Chelsea (á nýjan leik) fyrir hartnær 100 milljónir punda en gat bókstaflega ekki neitt. Var farinn að daðra við Inter nánast er hann lenti í Lundúnum og var svo lánaður til Ítalíu nýverið. Marcus Rashford Marcus Rashford var einn þeirra leikmanna sem brenndi af vítaspyrnu í úrslitaleik EM 2020.EPA-EFE/Frank Augstein Átti ekki sitt besta tímabil í fyrra eftir að hafa misst af undirbúningstímabilinu þar sem hann var að jafna sig eftir aðgerð. Hefur verið að glíma við meiðsli undanfarin ár en alltaf spilað í gegnum þau. Virðist loks hafa náð góðu sumarfríi og heilu undirbúningstímabili sem ætti að gefa gott veganesti inn í komandi leiktíð. Þarf á því að halda þar sem hann er dottinn út úr enska landsliðinu og orðinn varamaður hjá Man United. Dean Henderson Dean Henderson á æfingu með enska landsliðinu.Eddie Keogh/Getty Images Enn einn Man United leikmaðurinn. Markvörðurinn var lánaður til nýliða Nottingham Forest en eftir að hafa verið um tíma aðalmarkvörður Man Utd þá hefur hallað undan fæti. Meiðsli, Covid-19 og fleira þýddi að Henderson missti stöðu sína hjá Man Utd til David De Gea og þá datt hann út úr enska landsliðinu. Fær nú tækifæri til að sýna hvað í sér býr en reikna má með að það verði nóg að gera hjá Forest í vetur. Aleksandar Mitrović Aleksandar Mitrović skoraði og skoraði í ensku B-deildinni á síðustu leiktíð.Alex Davidson/Getty Images Serbneskur framherji sem raðaði inn mörkum með Fulham í ensku B-deildinni á síðustu leiktíð. Hefur leikið með Fulham í dágóða stund og virðist kunna vel við sig í B-deildinni en skoraði aðeins þrjú mörk með Fulham er liðið féll úr úrvalsdeildinni tímabilið 2020/2021. Þarf að gera betur ef Fulham ætlar að eiga möguleika á að halda sæti sínu. Jesse Lingard Það virðist enginn vita hvar Jesse Lingard endar.EPA-EFE/PETER POWELL Hefur verið að því virðist í einangrun undanfarin misseri. Spilaði frábærlega með West Ham United er hann var lánaður þangað á þar síðustu leiktíð. Var lofað spiltíma hjá Man Utd á síðustu leiktíð en fékk lítið að spreyta sig. Var svo kominn í fýlu undir lok tímabils og lét Ralf Rangnick, þáverandi þjálfari liðsins, Lingard heyra það fyrir slakt hugarfar. Er samningslaus í dag og enn alls óvíst hvar hann endar. Fótbolti Enski boltinn Ítalski boltinn Mest lesið „Geðveikt að sjá þennan bláa vegg“ Handbolti Gæti enn allt farið fjandans til með fjögurra marka tapi Handbolti Sér eftir því sem hann sagði Enski boltinn Myndasyrpa frá sigrinum sem kom Íslandi einu skrefi nær átta liða úrslitum Handbolti „Aron er betri handboltamaður en Óli Stef“ Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Egyptalandi: Nokkrir með fullt hús Handbolti „Þurfum að halda okkur á jörðinni“ Handbolti Þurfti að fljúga heim í keppnisbúningnum Sport „Slakiði á maður, eru þið ruglaðir?“ Handbolti Skýrsla Henrys: Það liggur eitthvað í loftinu Handbolti Fleiri fréttir Haaland fær tíu milljarða hjálp Sér eftir því sem hann sagði Cole Palmer er stolt lítillar þjóðar í Karabíska hafinu Táningur handtekinn vegna ummæla í garð Havertz og eiginkonu hans Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Jón Daði skoraði í fyrsta sigurleik Burton á árinu Grealish eftirsóttur: Færir hann sig um set í Manchester? Meistarar City halda áfram að bæta við sig „Of snemmt að kalla Liverpool besta lið í heimi“ Spilar ekki á meðan glugginn er opinn Petit baðst afsökunar á að „drepa“ Pat Rice „Ég myndi deyja fyrir Liverpool“ Englandsmeistararnir festa kaup á Khusanov Varnarmennirnir björguðu Chelsea Fowler með sína kenningu um þá samningslausu hjá Liverpool Rotta hljóp um á grasinu á Old Trafford í miðjum leik Áttundi sigur Forest í síðustu níu leikjum Yfirlýsing frá City með stórsigri Onana með skelfileg mistök þegar United tapaði enn og aftur fyrir Brighton Draumaendurkoma hjá Moyes á Goodison Park Fyrrverandi landsliðsmaður Englands mætir KSI í boxbardaga Segir Liverpool besta lið heims Antony á leið til Betis Ollie Watkins gerði Arsenal skráveifu Núnez með tvö mörk í uppbótartíma Kluivert með þrennu í fyrsta leik dagsins Haaland sagður fá yfir tólf milljónir í laun á dag næsta áratuginn Samingur Haaland slæmar fréttir fyrir Alan Shearer Denis Law látinn Sjá meira
Á vef breska ríkisútvarpsins eru nokkrir leikmenn nefndir sem þurfa nauðsynlega að minna umheiminn á hvað þeir geta gert inn á knattspyrnuvellinum. Mikil Manchester United slagsíða er í listanum en alls eru níu leikmenn nefndir til sögunnar. Paul Pogba Paul Pogba lék með Manchester United á síðustu leiktíð.EPA-EFE/PETER POWELL Það er talið niður í endurkomu Pogba til Juventus þar sem hann gerði garðinn frægan. Lék hann nægilega vel á Ítalíu til að Man United át sokkinn sinn og keypti hann á metfé. Sýndi við og við hversu ótrúlega hæfileikaríkur hann er en náði aldrei þeim hæðum sem til var ætlast á Old Trafford. Dele Alli Dele Alli í leiknum fræga á EM 2016.Dan Mullan/Getty Images Skaust upp á stjörnuhimininn er Mauricio Pochettino stýrði Tottenham Hotspur. Tengdi einstaklega vel við Harry Kane og var með betri framherjum Englands um tíma. Allt stefndi í að hann yrði lykilmaður hjá Tottenham og enska landsliðinu en allt kom fyrir ekki. Gat lítið sem ekkert undir lokin hjá Tottenham og var seldur til Everton fyrir síðasta tímabil þar sem hann gat heldur ekki neitt. Donny van de Beek Donny í leik með Everton.EPA-EFE/ANDREW YATES Fékk ákveðna líflínu þegar Erik ten Hag var ráðinn þjálfari Man United en Van De Beek lék undir hans stjórn hjá Ajax. Þá var hann með betri miðjumönnum Evrópu en hjá Man Utd virtist enginn vita hvernig ætti að ná því besta úr Hollendingnum. Spilaði með Everton á láni á síðustu leiktíð en gerði lítið. Fær nú að öllum líkindum eitt lokatækifæri til að sýna hvað hann getur í ensku úrvalsdeildinni. Billy Gilmour Billy Gilmour í leik með Skotlandi á EM 2020.Shaun Botterill/Getty Images Ungur og efnilegur miðjumaður sem talið var að yrði lykilmaður hjá Skotlandi og vonandi Chelsea. Spilaði sem lánsmaður með Norwich City er liðið skítféll úr ensku úrvalsdeildinni á síðustu leiktíð. Það sem meira er, Gilmour spilaði aðeins 60 prósent leikja liðsins. Romelu Lukaku Romelu Lukaku nennti lítið að vera hjá Chelsea.Simon Stacpoole/Getty Images Var með betri framherjum Evrópu hjá Inter Milan. Var keyptur til Chelsea (á nýjan leik) fyrir hartnær 100 milljónir punda en gat bókstaflega ekki neitt. Var farinn að daðra við Inter nánast er hann lenti í Lundúnum og var svo lánaður til Ítalíu nýverið. Marcus Rashford Marcus Rashford var einn þeirra leikmanna sem brenndi af vítaspyrnu í úrslitaleik EM 2020.EPA-EFE/Frank Augstein Átti ekki sitt besta tímabil í fyrra eftir að hafa misst af undirbúningstímabilinu þar sem hann var að jafna sig eftir aðgerð. Hefur verið að glíma við meiðsli undanfarin ár en alltaf spilað í gegnum þau. Virðist loks hafa náð góðu sumarfríi og heilu undirbúningstímabili sem ætti að gefa gott veganesti inn í komandi leiktíð. Þarf á því að halda þar sem hann er dottinn út úr enska landsliðinu og orðinn varamaður hjá Man United. Dean Henderson Dean Henderson á æfingu með enska landsliðinu.Eddie Keogh/Getty Images Enn einn Man United leikmaðurinn. Markvörðurinn var lánaður til nýliða Nottingham Forest en eftir að hafa verið um tíma aðalmarkvörður Man Utd þá hefur hallað undan fæti. Meiðsli, Covid-19 og fleira þýddi að Henderson missti stöðu sína hjá Man Utd til David De Gea og þá datt hann út úr enska landsliðinu. Fær nú tækifæri til að sýna hvað í sér býr en reikna má með að það verði nóg að gera hjá Forest í vetur. Aleksandar Mitrović Aleksandar Mitrović skoraði og skoraði í ensku B-deildinni á síðustu leiktíð.Alex Davidson/Getty Images Serbneskur framherji sem raðaði inn mörkum með Fulham í ensku B-deildinni á síðustu leiktíð. Hefur leikið með Fulham í dágóða stund og virðist kunna vel við sig í B-deildinni en skoraði aðeins þrjú mörk með Fulham er liðið féll úr úrvalsdeildinni tímabilið 2020/2021. Þarf að gera betur ef Fulham ætlar að eiga möguleika á að halda sæti sínu. Jesse Lingard Það virðist enginn vita hvar Jesse Lingard endar.EPA-EFE/PETER POWELL Hefur verið að því virðist í einangrun undanfarin misseri. Spilaði frábærlega með West Ham United er hann var lánaður þangað á þar síðustu leiktíð. Var lofað spiltíma hjá Man Utd á síðustu leiktíð en fékk lítið að spreyta sig. Var svo kominn í fýlu undir lok tímabils og lét Ralf Rangnick, þáverandi þjálfari liðsins, Lingard heyra það fyrir slakt hugarfar. Er samningslaus í dag og enn alls óvíst hvar hann endar.
Fótbolti Enski boltinn Ítalski boltinn Mest lesið „Geðveikt að sjá þennan bláa vegg“ Handbolti Gæti enn allt farið fjandans til með fjögurra marka tapi Handbolti Sér eftir því sem hann sagði Enski boltinn Myndasyrpa frá sigrinum sem kom Íslandi einu skrefi nær átta liða úrslitum Handbolti „Aron er betri handboltamaður en Óli Stef“ Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Egyptalandi: Nokkrir með fullt hús Handbolti „Þurfum að halda okkur á jörðinni“ Handbolti Þurfti að fljúga heim í keppnisbúningnum Sport „Slakiði á maður, eru þið ruglaðir?“ Handbolti Skýrsla Henrys: Það liggur eitthvað í loftinu Handbolti Fleiri fréttir Haaland fær tíu milljarða hjálp Sér eftir því sem hann sagði Cole Palmer er stolt lítillar þjóðar í Karabíska hafinu Táningur handtekinn vegna ummæla í garð Havertz og eiginkonu hans Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Jón Daði skoraði í fyrsta sigurleik Burton á árinu Grealish eftirsóttur: Færir hann sig um set í Manchester? Meistarar City halda áfram að bæta við sig „Of snemmt að kalla Liverpool besta lið í heimi“ Spilar ekki á meðan glugginn er opinn Petit baðst afsökunar á að „drepa“ Pat Rice „Ég myndi deyja fyrir Liverpool“ Englandsmeistararnir festa kaup á Khusanov Varnarmennirnir björguðu Chelsea Fowler með sína kenningu um þá samningslausu hjá Liverpool Rotta hljóp um á grasinu á Old Trafford í miðjum leik Áttundi sigur Forest í síðustu níu leikjum Yfirlýsing frá City með stórsigri Onana með skelfileg mistök þegar United tapaði enn og aftur fyrir Brighton Draumaendurkoma hjá Moyes á Goodison Park Fyrrverandi landsliðsmaður Englands mætir KSI í boxbardaga Segir Liverpool besta lið heims Antony á leið til Betis Ollie Watkins gerði Arsenal skráveifu Núnez með tvö mörk í uppbótartíma Kluivert með þrennu í fyrsta leik dagsins Haaland sagður fá yfir tólf milljónir í laun á dag næsta áratuginn Samingur Haaland slæmar fréttir fyrir Alan Shearer Denis Law látinn Sjá meira