Nadal komst í undanúrslit þrátt fyrir að spila meiddur Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 7. júlí 2022 08:00 Rafael Nadal er á leið í undanúrslit Wimbeldon-mótsins. Shi Tang/Getty Images Spænski tenniskappinn Rafael Nadal nældi sér í sæti í undanúrslitum Wimbeldon-mótsins í gær, þrátt fyrir að spila meiddur gegn Bandaríkjamanninum Taylor Fritz. Eftir að hafa tapað fyrsta settinu 3-6 vann Nadal annað settið 7-5. Fritz vann svo þriðja settið 3-6, en Nadal vann fjórða og fimmta sett, 7-5 og 7-6, og tryggði sér þar með sæti í undanúrslitum. Hins vegar þurfti að gera hlé á viðureigninni eftir annað settið til að hlúa að Spánverjanum. Líkt og í 16-manna úrslitum lék Nadal með bindingar um kviðinn í gær, og meiðslin höfðu greinilega áhrif á hann. Þessi 36 ára tenniskappi lét það þó ekki á sig fá og tryggði sér sæti í undanúrslitum þar sem hann mætir ástralska skemmtikrafinum Nick Kyrgios. „Ég veit það ekki,“ sagði Nadal, aðspurður að því hvernig hann fór að því að klára þessa viðureign. „Líkaminn er nokkuð góður, en ef ég á að vera hreinskilinn þá er eitthvað sem er ekki nógu gott í kviðnum á mér. Ég þurfti að finna leið til að gefa upp aðeins öðruvísi.“ „Ég hugsaði oft með mér að ég myndi ekki ná að klára þessa viðureign, en orkan í áhorfendum kom mér í gegnum þetta. Takk fyrir það,“ sagði Nadal eftir sigurinn. Eins og áður segir mætir Nadal Ástralanum Nick Kyrgios í undanúrslitum, en í hinni undanúrslitaviðureigninni mætast Serbinn Novak Djokovic og Englendingurinn Cameron Norrie. Tennis Mest lesið Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Handbolti Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Íslenski boltinn Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Damir á leið til Asíu Íslenski boltinn Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri Fótbolti Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Enski boltinn „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Körfubolti Ísak hættur með ÍR Körfubolti Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Enski boltinn Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Fótbolti Fleiri fréttir Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Bruno til bjargar Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Kristófer áfram í Kópavogi Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Ósigraður Kolbeinn kominn með næsta andstæðing Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Damir á leið til Asíu Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Martin missir af landsleikjunum, Bjarni kemur inn og Viðar í stað Pavels Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni „Eitthvað sem maður mun muna eftir alla ævi“ Hlín fór á kostum og finnur fyrir áhuga: „Hef ekki tekið ákvörðun“ Hattarmenn senda Kanann heim Ísak hættur með ÍR Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Elanga ekki í landsliðshóp Svía og neitar að svara þjálfaranum Dagskráin í dag: Lokasóknin, Extra, píla, snóker og íshokkí Nkunku til sölu þrátt fyrir að vera markahæstur Heilsan ástæða þess að Árni lætur af störfum Sjá meira
Eftir að hafa tapað fyrsta settinu 3-6 vann Nadal annað settið 7-5. Fritz vann svo þriðja settið 3-6, en Nadal vann fjórða og fimmta sett, 7-5 og 7-6, og tryggði sér þar með sæti í undanúrslitum. Hins vegar þurfti að gera hlé á viðureigninni eftir annað settið til að hlúa að Spánverjanum. Líkt og í 16-manna úrslitum lék Nadal með bindingar um kviðinn í gær, og meiðslin höfðu greinilega áhrif á hann. Þessi 36 ára tenniskappi lét það þó ekki á sig fá og tryggði sér sæti í undanúrslitum þar sem hann mætir ástralska skemmtikrafinum Nick Kyrgios. „Ég veit það ekki,“ sagði Nadal, aðspurður að því hvernig hann fór að því að klára þessa viðureign. „Líkaminn er nokkuð góður, en ef ég á að vera hreinskilinn þá er eitthvað sem er ekki nógu gott í kviðnum á mér. Ég þurfti að finna leið til að gefa upp aðeins öðruvísi.“ „Ég hugsaði oft með mér að ég myndi ekki ná að klára þessa viðureign, en orkan í áhorfendum kom mér í gegnum þetta. Takk fyrir það,“ sagði Nadal eftir sigurinn. Eins og áður segir mætir Nadal Ástralanum Nick Kyrgios í undanúrslitum, en í hinni undanúrslitaviðureigninni mætast Serbinn Novak Djokovic og Englendingurinn Cameron Norrie.
Tennis Mest lesið Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Handbolti Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Íslenski boltinn Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Damir á leið til Asíu Íslenski boltinn Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri Fótbolti Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Enski boltinn „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Körfubolti Ísak hættur með ÍR Körfubolti Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Enski boltinn Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Fótbolti Fleiri fréttir Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Bruno til bjargar Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Kristófer áfram í Kópavogi Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Ósigraður Kolbeinn kominn með næsta andstæðing Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Damir á leið til Asíu Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Martin missir af landsleikjunum, Bjarni kemur inn og Viðar í stað Pavels Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni „Eitthvað sem maður mun muna eftir alla ævi“ Hlín fór á kostum og finnur fyrir áhuga: „Hef ekki tekið ákvörðun“ Hattarmenn senda Kanann heim Ísak hættur með ÍR Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Elanga ekki í landsliðshóp Svía og neitar að svara þjálfaranum Dagskráin í dag: Lokasóknin, Extra, píla, snóker og íshokkí Nkunku til sölu þrátt fyrir að vera markahæstur Heilsan ástæða þess að Árni lætur af störfum Sjá meira