Vítalía hefur gefið skýrslu hjá lögreglu Árni Sæberg skrifar 7. júlí 2022 13:50 Samkvæmt Fréttablaðinu hafa þremenningarnir fengið staðfest hjá ríkislögreglustjóra að engin kæra hafi borist á hendur þeim. Vítalía Lazareva er búin að gefa skýrslu hjá lögreglu í tengslum við kæru hennar á hendur Ara Edwald, Hreggviði Jónssyni og Þórði Má Jóhannessyni. Kolbrún Garðarsdóttir, réttargæslumaður Vítalíu, staðfestir þetta í samtali við Vísi. Ástæða þess að Vítalía hafi farið svo seint í skýrslutöku hafi einfaldlega verið að illa hafi gengið að finna tíma sem hentaði bæði henni og lögreglunni. Ákveðins misskilnings hafi gætt fyrst þegar hún lagði fram kæru á hendur þremenningunum. Kolbrún segist búast við að rannsókn málsins dragist eitthvað fram á næsta ár og að henni lokinni verði það ákvörðun ákæruvaldsins hvort kæran verði að dómsmáli. Hún muni leggja fram einkaréttarkröfu fyrir hönd Vítalíu fljótlega þótt vinna við hana væri ekki hafin. Krafan muni hljóða upp á sömu fjárhæð og gangi og gerist í kynferðisbrotamálum. Örlagarík bústaðarferð Líkt og frægt er orðið á kæran rætur að rekja til sumarbústaðarferðar sem Vítalía og þremenningarnir fóru í, ásamt Arnari Grant, í desember árið 2020. Vítalía hefur sakað þá Ara, Hreggvið og Þórð um að hafa brotið kynferðislega á henni í ferðinni. Mál Vítalíu komst fyrst í kastljós fjölmiðla í janúar eftir að viðtal Eddu Falak við hana í hlaðvarpinu Eigin konur var birt. Þar greindi Vítalía frá því að hún hefði orðið fyrir ofbeldi af hendi þriggja eldri karlmanna í sumarbústaðarferð, sem hún mætti í til að hitta þáverandi ástmann sinn, Arnar Grant. Eftir það var greint frá því að Ari Edwald, þáverandi framkvæmdastjóri Íseyjar útflutnings, hefði stigið til hliðar úr stjórn fyrirtækisins. Strax sama dag fór Hreggviður, þá stjórnarformaður og aðaleigandi Veritas Capital, úr stjórn þess og stjórnum tengdra fyrirækja. Hreggviður sagði í yfirlýsingu sem hann sendi út að hann harmaði að hafa ekki stigið úr aðstæðunum sem Vítalía sagði frá og honum þætti þungbært að heyra um hennar reynslu. Hann teldi sig þó ekki hafa gerst brotlegan við lög. Þórður Már sagði sig sömuleiðis úr stjórn Festi vegna ásakananna og Arnar Grant hætti tímabundið störfum hjá World Class, þar sem hann starfaði sem einkaþjálfari í verktakavinnu. Á dögunum var samningi Arnars endanlega sagt upp. Mál Vítalíu Lazarevu Kynferðisofbeldi Lögreglumál MeToo Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbriðgum“ Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Erlent Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard Erlent Háværar framkvæmdir stöðvaðar Innlent Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Innlent Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Erlent Fleiri fréttir Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbriðgum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Sjá meira
Kolbrún Garðarsdóttir, réttargæslumaður Vítalíu, staðfestir þetta í samtali við Vísi. Ástæða þess að Vítalía hafi farið svo seint í skýrslutöku hafi einfaldlega verið að illa hafi gengið að finna tíma sem hentaði bæði henni og lögreglunni. Ákveðins misskilnings hafi gætt fyrst þegar hún lagði fram kæru á hendur þremenningunum. Kolbrún segist búast við að rannsókn málsins dragist eitthvað fram á næsta ár og að henni lokinni verði það ákvörðun ákæruvaldsins hvort kæran verði að dómsmáli. Hún muni leggja fram einkaréttarkröfu fyrir hönd Vítalíu fljótlega þótt vinna við hana væri ekki hafin. Krafan muni hljóða upp á sömu fjárhæð og gangi og gerist í kynferðisbrotamálum. Örlagarík bústaðarferð Líkt og frægt er orðið á kæran rætur að rekja til sumarbústaðarferðar sem Vítalía og þremenningarnir fóru í, ásamt Arnari Grant, í desember árið 2020. Vítalía hefur sakað þá Ara, Hreggvið og Þórð um að hafa brotið kynferðislega á henni í ferðinni. Mál Vítalíu komst fyrst í kastljós fjölmiðla í janúar eftir að viðtal Eddu Falak við hana í hlaðvarpinu Eigin konur var birt. Þar greindi Vítalía frá því að hún hefði orðið fyrir ofbeldi af hendi þriggja eldri karlmanna í sumarbústaðarferð, sem hún mætti í til að hitta þáverandi ástmann sinn, Arnar Grant. Eftir það var greint frá því að Ari Edwald, þáverandi framkvæmdastjóri Íseyjar útflutnings, hefði stigið til hliðar úr stjórn fyrirtækisins. Strax sama dag fór Hreggviður, þá stjórnarformaður og aðaleigandi Veritas Capital, úr stjórn þess og stjórnum tengdra fyrirækja. Hreggviður sagði í yfirlýsingu sem hann sendi út að hann harmaði að hafa ekki stigið úr aðstæðunum sem Vítalía sagði frá og honum þætti þungbært að heyra um hennar reynslu. Hann teldi sig þó ekki hafa gerst brotlegan við lög. Þórður Már sagði sig sömuleiðis úr stjórn Festi vegna ásakananna og Arnar Grant hætti tímabundið störfum hjá World Class, þar sem hann starfaði sem einkaþjálfari í verktakavinnu. Á dögunum var samningi Arnars endanlega sagt upp.
Mál Vítalíu Lazarevu Kynferðisofbeldi Lögreglumál MeToo Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbriðgum“ Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Erlent Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard Erlent Háværar framkvæmdir stöðvaðar Innlent Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Innlent Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Erlent Fleiri fréttir Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbriðgum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Sjá meira