Erlent

Fleiri fundist látin eftir jökul­hlaupið í Dólómíta­fjöllum

Atli Ísleifsson skrifar
Hlaupið var úr jöklinum Punta Rocca á fjallinu Marmolada eftir að hiti hafði náð ítrekað náð rúmum tíu gráðum í þrjú þúsund metra hæð.
Hlaupið var úr jöklinum Punta Rocca á fjallinu Marmolada eftir að hiti hafði náð ítrekað náð rúmum tíu gráðum í þrjú þúsund metra hæð. EPA

Björgunarlið í ítölsku Dólómítafjöllum hefur fundið lík þriggja til viðbótar eftir jökulhlaupið á fjallinu Marmolada síðastliðinn sunnudag. Tíu hafa því fundist látin og er tveggja enn saknað.

Ítalskir fjölmiðlar greina frá því að enn sem komið er hafi einungis tekist að bera kennsl á lík sex af þeim tíu sem fundist hafa.

Á vef Veðurstofunnar segir hlaupið hafi virst hafa átt upptök þar sem leysingarvatn hafði safnast fyrir undir jöklinum. Vatnið hafi gert það að verkum að jökullinn virðist hafa orðið óstöðugur og leitt til þess að fremsti hluti sporðsins hafi brostið og steypst niður bratta hlíðina ásamt vatninu, sem og grjóti og aur sem hlaupið hafi hrifið með sér.

Hlaupið var úr jöklinum Punta Rocca á fjallinu Marmolada eftir að hiti hafði þar ítrekað náð rúmum tíu gráðum í þrjú þúsund metra hæð.

Hópar fjallgöngumanna lentu í hlaupinu og fyrstu dagana eftir að hlaupið varð var alls óljóst um raunverulegan fjölda þeirra sem hafi lent í því. Á einum tímapunkti bárust þannig fréttir af því að allt að þrjátíu hafi lent hlaupinu en síðar kom í ljóst að flestir þeirra hafi verið óhultir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×