Erlent

Örplast­mengun finnst í nauta- og svína­kjöti í fyrsta sinn

Gunnar Reynir Valþórsson skrifar
Örplastið fannst í þremur fjórðu allra kjöt- og mjólkursýna sem tekin voru í viðamikilli rannsókn og í öllum blóðsýnum.
Örplastið fannst í þremur fjórðu allra kjöt- og mjólkursýna sem tekin voru í viðamikilli rannsókn og í öllum blóðsýnum. Getty

Örplastmengun hefur fundist í nauta- og svínakjöti í fyrsta sinn og einnig í blóði kúa og svína á bóndabæjum í Hollandi.

Guardian greinir frá og vísar í niðurstöður vísindamanna við háskólann í Amsterdam.

Örplastið fannst í þremur fjórðu allra kjöt- og mjólkursýna sem tekin voru í viðamikilli rannsókn og í öllum blóðsýnum. Þá fundust plastagnirnar einnig í öllum tegundum dýrafóðurs sem rannsökuð voru sem þykir gefa vísbendingu um hvaðan mengunin berst í dýrin.

Sömu vísindamenn sýndu fram á örplastmengun í blóði úr mönnum í fyrsta sinn í mars í fyrra en niðurstöðurnar sýna að agnirnar ferðast um líkamann í blóðrásinni og eiga það til að festast í líffærum og safnast upp.

Að sögn blaðsins er enn óljóst hvaða áhrif þetta hefur á menn og skepnur en vísindamennirnir eru áhyggjufullir því sýnt hefur verið fram á það á rannsóknarstofu að örplast hafi neikvæð áhrif á frumur mannslíkamans.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×