Þungavigtin: Miloš varnarsinnaðri en Arnar betri þjálfari Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 8. júlí 2022 13:30 Milos Milojevic og Arnar Gunnlaugsson mætast í Víkinni næstkomandi þriðjudag. Vísir/Bára/Getty Einar Guðnason, fyrrverandi aðstoðarmaður Arnars Gunnlaugssonar og Miloš Milojević var gestur í hlaðvarpsþættinum Þungavigtin í vikunni. Hann reyndi meðal annars að leggja mat á það hvor væri betri þjálfari, Arnar eða Miloš, og hver munurinn á leikstíl þessara tveggja þjálfara væri. „Hver er munurinn á Miloš og Arnari sem þjálfurum og bara sem karakterum?“ spurði Ríkharð Óskar Guðnason, Rikki G, stjórnandi þáttarins, í upphafi umræðunnar. „Þeir eru náttúrulega gjörólíkir. Báðir frábærir þjálfarar þannig séð, en mjög ólíkir,“ svaraði Einar. Einar Guðnason hefur bæði verið aðstoðarmaður hjá Milos og Arnari. Hann starfar nú hjá Örebro í Svíþjóð.Örebro „Arnar fer í leikina til að sækja og fer í leikina til að vinna þá. Á meðan Miloš er kannski örlítið varnarsinnaðri og örlítið passívari. Hann [Miloš] hugsar líka svolítið mikið um andstæðinginn og greinir hann kannski meira en sjálfan sig.“ „Arnar skoðar náttúrulega alltaf andstæðinginn og veit nákvæmlega hvað hann er að fara að gera, en leitar frekar leiða til að sigra þá með sóknarleik frekar en að reyna að koma í veg fyrir eitthvað.“ Rikki færði sig þá í næstu spurningu og henti Einari beint í djúpu laugina þegar hann spurði einfaldlega hvor þeirra væri betri þjálfari. „Arnar Gunnlaugsson,“ svaraði Einar án þess að hika. „Arnar Gunnlaugsson gæti þjálfað hvaða lið sem er á norðurlöndunum. Hann er svo faglegur og hefur þessi mannlegu samskipti líka. Hann er taktískt klókari en flestir sem ég hef hitt þannig hann myndi rúlla upp hvaða deild á norðurlöndunum sem er,“ sagði Einar að lokum. Klippa: Einar Guðna ræðir muninn á Arnari og Milos Víkingur og Malmö eigast við í sienni leik liðanna í 1. umferð forkeppni Meistaradeildar Evrópu næstkomandi þriðjdag. Leikurinn verður sýndur í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport, en útsendingin hefst klukkan 19:15. Þungavigtin er hlaðvarpsþáttur sem fjallar fyrst og fremst um knattspyrnu og öllu henni tengdri bæði hér á landi sem og erlendis. Hægt er að nálgast allan þáttinn og kaupa áskrift af Þungavigtinni á tal.is/vigtin. Þungavigtin Fótbolti Víkingur Reykjavík Mest lesið „Hér er allt mögulegt“ Fótbolti Hefði fengið 20 ára bann fyrir samskonar mál og Sinner Sport Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Fótbolti „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Sport Van Dijk fær 68 milljónir á viku Enski boltinn Lagði egóið til hliðar fyrir liðið Körfubolti Dramatík á Hlíðarenda Handbolti Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Umspilið í NBA, 1. deild kvenna í körfubolta og margt fleira Sport Móðir Eyglóar afhenti henni sögulegt EM-gull Sport Fleiri fréttir „Hér er allt mögulegt“ Van Dijk fær 68 milljónir á viku Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Solanke skaut Tottenham í undanúrslit Chelsea í undanúrslit þrátt fyrir tap Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Albert og félagar í undanúrslit Slæmur skellur á móti nágrönnunum Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Sönderjyske vann Íslendingaslaginn Neymar fór grátandi af velli Sky Sports: Ancelotti hættir með Real Madrid eftir bikarúrslitaleikinn Tevez vill að Ronaldo og Messi spili saman í kveðjuleiknum hans Fimmtán ára og skoraði í fyrsta byrjunarliðsleiknum í efstu deild Óvenjuleg taktík Real Madrid á móti Arsenal fær falleinkunn frá Ferdinand Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Sjáðu Arsenal slá út Real Madrid, vítið sem dæmt og vítið sem var dæmt af Veltu fyrir sér hvort það hafi verið rétt að taka Rashford af velli Uppbótartíminn: „Draumar eru til þess að stefna hátt“ Aubameyang syrgir fallinn félaga „Þetta var skrýtinn leikur“ „Höfum afsannað allar spár sem hafa komið og ætlum að halda því áfram“ Newcastle upp í þriðja sætið „Hugur minn er bara hjá henni“ Leik lokið: Valur - FH 0-0 | Markalaust í leik sem litaðist af ljótum meiðslum Tvö mörk á þremur mínútum sendu Inter í undanúrslit Skytturnar í undanúrslit Meistaradeildar Evrópu Sjá meira
„Hver er munurinn á Miloš og Arnari sem þjálfurum og bara sem karakterum?“ spurði Ríkharð Óskar Guðnason, Rikki G, stjórnandi þáttarins, í upphafi umræðunnar. „Þeir eru náttúrulega gjörólíkir. Báðir frábærir þjálfarar þannig séð, en mjög ólíkir,“ svaraði Einar. Einar Guðnason hefur bæði verið aðstoðarmaður hjá Milos og Arnari. Hann starfar nú hjá Örebro í Svíþjóð.Örebro „Arnar fer í leikina til að sækja og fer í leikina til að vinna þá. Á meðan Miloš er kannski örlítið varnarsinnaðri og örlítið passívari. Hann [Miloš] hugsar líka svolítið mikið um andstæðinginn og greinir hann kannski meira en sjálfan sig.“ „Arnar skoðar náttúrulega alltaf andstæðinginn og veit nákvæmlega hvað hann er að fara að gera, en leitar frekar leiða til að sigra þá með sóknarleik frekar en að reyna að koma í veg fyrir eitthvað.“ Rikki færði sig þá í næstu spurningu og henti Einari beint í djúpu laugina þegar hann spurði einfaldlega hvor þeirra væri betri þjálfari. „Arnar Gunnlaugsson,“ svaraði Einar án þess að hika. „Arnar Gunnlaugsson gæti þjálfað hvaða lið sem er á norðurlöndunum. Hann er svo faglegur og hefur þessi mannlegu samskipti líka. Hann er taktískt klókari en flestir sem ég hef hitt þannig hann myndi rúlla upp hvaða deild á norðurlöndunum sem er,“ sagði Einar að lokum. Klippa: Einar Guðna ræðir muninn á Arnari og Milos Víkingur og Malmö eigast við í sienni leik liðanna í 1. umferð forkeppni Meistaradeildar Evrópu næstkomandi þriðjdag. Leikurinn verður sýndur í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport, en útsendingin hefst klukkan 19:15. Þungavigtin er hlaðvarpsþáttur sem fjallar fyrst og fremst um knattspyrnu og öllu henni tengdri bæði hér á landi sem og erlendis. Hægt er að nálgast allan þáttinn og kaupa áskrift af Þungavigtinni á tal.is/vigtin.
Þungavigtin Fótbolti Víkingur Reykjavík Mest lesið „Hér er allt mögulegt“ Fótbolti Hefði fengið 20 ára bann fyrir samskonar mál og Sinner Sport Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Fótbolti „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Sport Van Dijk fær 68 milljónir á viku Enski boltinn Lagði egóið til hliðar fyrir liðið Körfubolti Dramatík á Hlíðarenda Handbolti Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Umspilið í NBA, 1. deild kvenna í körfubolta og margt fleira Sport Móðir Eyglóar afhenti henni sögulegt EM-gull Sport Fleiri fréttir „Hér er allt mögulegt“ Van Dijk fær 68 milljónir á viku Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Solanke skaut Tottenham í undanúrslit Chelsea í undanúrslit þrátt fyrir tap Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Albert og félagar í undanúrslit Slæmur skellur á móti nágrönnunum Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Sönderjyske vann Íslendingaslaginn Neymar fór grátandi af velli Sky Sports: Ancelotti hættir með Real Madrid eftir bikarúrslitaleikinn Tevez vill að Ronaldo og Messi spili saman í kveðjuleiknum hans Fimmtán ára og skoraði í fyrsta byrjunarliðsleiknum í efstu deild Óvenjuleg taktík Real Madrid á móti Arsenal fær falleinkunn frá Ferdinand Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Sjáðu Arsenal slá út Real Madrid, vítið sem dæmt og vítið sem var dæmt af Veltu fyrir sér hvort það hafi verið rétt að taka Rashford af velli Uppbótartíminn: „Draumar eru til þess að stefna hátt“ Aubameyang syrgir fallinn félaga „Þetta var skrýtinn leikur“ „Höfum afsannað allar spár sem hafa komið og ætlum að halda því áfram“ Newcastle upp í þriðja sætið „Hugur minn er bara hjá henni“ Leik lokið: Valur - FH 0-0 | Markalaust í leik sem litaðist af ljótum meiðslum Tvö mörk á þremur mínútum sendu Inter í undanúrslit Skytturnar í undanúrslit Meistaradeildar Evrópu Sjá meira