„Minntu mig á að flytja út í geim ef að 2012 tískan kemur aftur“ Dóra Júlía Agnarsdóttir skrifar 10. júlí 2022 07:00 Ísak Emanúel er viðmælandi vikunnar í Tískutali. Aðsend Ísak Emanúel Glad Róbertsson er lífskúnstner og tískuspégúlant sem hefur farið í gegnum hin ýmsu tísku tímabil. Hann sækir meðal annars innblástur í gamla búbónda og nettar gellur og er mikill jakka-kall. Ísak Emanúel er viðmælandi vikunnar í Tískutali. Tískutal er fastur liður á Vísi þar sem rætt er við ólíka einstaklinga um þeirra persónulega stíl og hvernig tíska nýtist þeim í daglegu lífi. Klæðaburður er sannarlega fjölbreytt listform en við fáum að skyggnast inn í ólíka fataskápa og fræðast nánar um það merkilega tjáningarform sem tíska er fyrir hverjum og einum viðmælanda. View this post on Instagram A post shared by @isakemanuel Hvað finnst þér skemmtilegast við tískuna? Ég myndi segja að mér finnist skemmtilegast að sjá hvernig hún er útfærð á mismunandi vegu og hvað hún þýðir fyrir mismunandi einstaklingum. Hvernig eitt trend getur verið tekið og gjörsamlega gert að manns eigin persónuleika. Tökum til dæmis 70's, 90’s og 00’s tískuna. Ég myndi segja að þessi tímabil í tísku séu ein þau mikilvægustu og merkilegustu tímabil fyrir tískuna. Maður er að sjá þessi trend lifa að eilífu, eins og 00’s tískan sem er gjörsamlega að tröllríða heiminum núna. Það er magnað að sjá yngri kynslóðir útfæra þetta trend og gera það að einu mikilvægasta tímabili tískunnar, þetta mun lifa að eilífu eins og 70’s trendið virðist vera búið að gera. Hver er uppáhalds flíkin þín og af hverju Það er erfitt að gera upp á milli þegar flíkurnar eru margar. Eins og er þá er það sennilega svartur leðurjakki sem ég keypti frá vini mínum sem rekur eina bestu vintage online búð á íslandi, Einusinnienn. Þetta er svona leðurjakki sem maður leitar og leitar að alla sína ævi og ég var svo heppinn að finna hann. En eins og ég segi, þá er erfitt að gera uppá milli, þannig ég verð líka að segja brúnrauður Marlboro Classics leðurjakki sem að pabbi minn átti. Ég er mjög mikill jakka-kall. View this post on Instagram A post shared by @isakemanuel Eyðirðu miklum tíma í að velja föt hverju sinni? Já, og nei. Ég get tekið mér minn tíma, en stundum smellur allt saman á no time. Stundum sé ég eitthvað fyrir mér og prófa það síðan daginn eftir og það virkar, eða alls ekki. En stíllinn hjá mér núna er ansi minímalískur, þannig að ég þarf ekki að eyða eins miklum tíma í þetta. Það sem er oftast mesta vesenið hjá mér er að finna rétta bolinn, ég er með algjört blæti fyrir bolum, og á orðið allt of marga. Góður bolur getur gert margt. View this post on Instagram A post shared by @isakemanuel Hvernig myndirðu lýsa stílnum þínum? Ég hef alltaf verið mikið fyrir svart, og hef nánast alltaf farið þá leið. En ef ég myndi setja stimpil á stílinn minn í dag, þá væri það sennilega kúreka 70’s/90’s gellu vibe, frá búgarði í Montana. Hefur stíllinn þinn breyst mikið í gegnum tíðina og hvernig þá? Hann hefur gert það, heilan helling. Ég var mikið að elta trendin þegar ég var yngri, eða aðeins meira en ég geri núna. Við gerum það auðvitað öll og sum án þess að kannski fatta það, jafnvel þegar maður er ekki að reyna það einu sinni. En ég fór alltaf all in í þetta, ég var með gelað hár í 7 ára bekk og pældi mikið í hvaða GAP peysu ég ætti að vera í þann daginn. Svo varð ég algjör rokkari og pældi ekkert í þessu, var með sítt hár og í KISS bol, byrjaði á skater lookinu þegar ég varð aðeins eldri (ég kunni NB ekkert á hjólabretti) og gekk þá mikið í DC og þannig merkjum. Ég safnaði til dæmis Stussy bolum. Svo fór ég all in í hnakka trendið, skinny jeans, d:fi og kawasaki skór, en ég man að ég var reyndar alltaf kallaður metal hnakki. Það er sennilega af því ég klæddi mig eins og hnakki en hlustaði á rokk, ég veit ekki. Kannski var ég bara emo, það er ekkert svo mikill munur á emo og hnökkum ef maður pælir í því. Öðruvísi hár kannski og hnakkar fara í ljós. Síðan seinna fór ég í smá hippa hiatus, svona í byrjun menntaskóla. Svo þróaðist það út í það sem ég kalla mögulega leiðinlegasta og ómerkilegasta tísku tímabil mannkynssögunnar, en það er sirka 2012-2015. Þar sem ég var í spandex þröngum buxum og ljótri skyrtu úr Primark eða Pull&Bear. Ég tók líka eitt sumar þar sem ég þóttist vera svona svakalegur merkjakall, þóttist hafa áhuga á Gucci og svona high end merkjum, en það var bara alls ekki ég. Í dag kaupi ég bara vintage, og þá sérstaklega Levis, Carhartt, Wrangler eða önnur vinnufata merki. En einstaka sinnum læðist ein ný flík inn hér og þar. Minntu mig á að flytja út í geim ef að 2012 tískan kemur aftur. Hvaðan sækirðu innblástur í tískunni? Frá kúrekum og gellum aðallega. Ég elska hvernig gamli búbóndinn klæðir sig í bandaríkjunum, Marlboro maðurinn er svona eins og goðsögn fyrir mér. En svo klæða gamlir karlar frá bandaríkjunum sig, þá aðallega suðurríkjunum, eða norðvesturríkjunum, alveg æðislega. Þeir vita örugglega ekkert að gaurar eins og ég líti upp til þeirra í tísku. Bara gamlar Wrangler buxur, boots, sólbleiktur (e. sunbleached) bolur og eldgamall olíublettaður vinnukalla jakki. Svo sæki ég líka innblástur frá algjörri andstæðu, gellunum. Mér finnst stelpur yfirleitt miklu nettari en strákar og ég fæ oft innblástur frá nettum gellum. Einnig sæki ég oft innblástur frá tónlist, ég klæði mig oft út frá því sem ég hlusta, sem er aðallega country. Líka bara bíómyndir, tónlistarmyndbönd og alls konar þannig efni. Ég hef sennilega klætt mig í ákveðnar flíkur í margar vikur bara út frá einhverjum leikara sem var í nettum bol og með kúlvibe í einhverri bíómynd eða þætti. Besta dæmið sem ég man eftir er Ryan Gosling í myndinni The Place Beyond the Pines. Mig vantar bara flúrin í andlitið. Djók. View this post on Instagram A post shared by @isakemanuel Ertu með einhver boð og bönn þegar það kemur að klæðaburði? Ef að þú efaðist um lookið í góðan tíma áður en þú fórst í því út þá hefðirðu átt að sleppa því. Þú átt ekki að klæða þig í eitthvað ef þú ætlar ekki að owna það. Ekki heldur fara yfir um í aukahlutum (e. accessories), það er alveg óþolandi að sjá sumt fólk með 13 kg af skartgripum á sér. Nema að þú ownir það, þá ertu OK. Annars veit ég ekkert, ég er enginn postuli. Gerið það sem ykkur finnst flott en ekki þvinga ykkur í það. Áfram þú. View this post on Instagram A post shared by @isakemanuel Hver er eftirminnilegasta flík sem þú hefur klæðst og af hverju? Það eru sennilega svartar gallabuxur sem ég breytti sjálfur. Ég klippti þær upp að hné, setti bót og gerði þær extra flared. Ég gekk í þeim á hverjum degi í meira en heilt ár, eða þangað til að það var ekki hægt að laga þær lengur. Vasarnir voru götóttir í gegn og beltisgötin öll rifin. Núna eru þetta málningabuxurnar mínar, þær munu lifa að eilífu þannig. Ég mæli sterklega með því að prufa að ganga í einni flík í heilt ár. Svo verð ég að nefna einn bol, en það er vintage Ed Hardy bolur sem ég keypti á tónleikaferðalagi í Berlín fyrir nokkrum árum. Hann er hot. Býrðu yfir einhverju góðu ráði þegar það kemur að tísku? Prófaðu að fara út fyrir þægindaramman þinn. Slepptu takinu á því sem þú heldur að sé inn eða vinsælt. Það er fátt leiðinlegra en að sjá fólk sem er augljóslega ekki að klæða sig eftir sínum persónuleika, heldur eftir því sem það heldur að samfélagið vilji sjá það í. Við eigum öll skilið að líta vel út og að líða vel í því sem við klæðumst. Ég mæli líka með því að fara á bólakaf í vintage búðirnar, taka sinn tíma og taka þessu bara rólega. Við erum hérna for a good time, not a long time. Tískutal Tíska og hönnun Tengdar fréttir „Klæðaburður er í raun tungumál, tjáning og samskiptakerfi án orða“ Tanja Huld Levý Guðmundsdóttir er búninga-, tísku-, textíl- og leikmyndahönnuður sem hefur gaman af litagleði og elskar fjölbreytileikann sem tískan býr yfir. Hún lýsir stílnum sínum sem mjög flæðandi en rauði þráðurinn í klæðaburði hjá henni hefur alltaf verið dass af húmor. Tanja er viðmælandi vikunnar í Tískutali. 3. júlí 2022 07:01 „Flík lítur aldrei vel út á manneskju sem líður illa í henni“ Stílistinn og listræni stjórnandinn Ellen Loftsdóttir er sérfræðingur þegar það kemur að tísku og hefur unnið í heimi tískunnar í áratugi. Hún var meðal annars stílisti Systra á Eurovision í ár og hefur unnið með einhverjum stærstu tískuhúsum heimsins. Ellen klæðist gjarnan svörtu og segir innsæið sterkasta tólið við að finna sinn eigin stíl. Ellen Loftsdóttir er viðmælandi vikunnar í Tískutali. 26. júní 2022 07:01 „Hef oftast hugsað um tísku sem eins konar ofurhetjubúning“ Sindri Snær Einarsson er þrítugur Reykvíkingur sem hefur alla tíð haft brennandi áhuga á tísku. Hann hefur aldrei trúað á boð og bönn þegar það kemur að klæðaburði og man eiginlega alltaf í hverju hann var hverju sinni. Sindri Snær er viðmælandi vikunnar í Tískutali. 19. júní 2022 07:01 „Mér finnst að það eigi ekki að vera neinar reglur þegar kemur að tísku“ Plötusnúðurinn Sóley Þöll Bjarnadóttir er mikil áhugakona um tísku og er óhrædd við að fara eigin leiðir í klæðaburði. Sóley er fyrsti viðmælandi Tískutals. 12. júní 2022 07:01 Mest lesið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Lífið Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Tónlist Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Lífið Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Lífið Barst með snjóflóði út í sjó og fékk hjartaáfall á tíu metra dýpi Lífið Fleiri fréttir Skemmtileg tískuslys og eftirminnileg jólaföt Stjörnum prýtt hönnunar húllumhæ í Húrra Fagnaði tvítugsafmælinu í Vivienne Westwood Opnuðu sjóðheitt hönnunarstúdíó með stæl Best klæddu Íslendingarnir 2024 Sænsk tískudrottning sögð kúga starfsfólk sitt Húrrandi stemning í opnun Húrra Rúbínrauðu skór Dóróteu seldust á 3,8 milljarða Seldist upp daginn eftir kosningasigur Kristrúnar Logi Pedro með hönnunarlínu: „Ég verð að gera þetta sjálfur“ Djörf á dreglinum Laxahattar komnir aftur í tísku hjá háhyrningum Steldu stílnum af Samfylkingar-Rögnu Steldu stílnum af Áslaugu Örnu Heitustu tískuskvísur landsins fögnuðu Ógleymanlegt að vinna fyrir Rihönnu Flott klæddir feðgar Fagurfræði: Hvernig förðum við mismunandi húðtýpur? Hönnunarverðlaunin 2024: Verðlaunuð fyrir Smiðju Stappað á sjóðheitri tískusýningu hönnuða framtíðarinnar Galvaskar Gucci gellur á galakvöldi Líf og fjör hjá Íslendingum á virtri hátíð í Berlín Fagurfræði: Það sem flestir hræðast þegar kemur að förðun Sjá meira
Tískutal er fastur liður á Vísi þar sem rætt er við ólíka einstaklinga um þeirra persónulega stíl og hvernig tíska nýtist þeim í daglegu lífi. Klæðaburður er sannarlega fjölbreytt listform en við fáum að skyggnast inn í ólíka fataskápa og fræðast nánar um það merkilega tjáningarform sem tíska er fyrir hverjum og einum viðmælanda. View this post on Instagram A post shared by @isakemanuel Hvað finnst þér skemmtilegast við tískuna? Ég myndi segja að mér finnist skemmtilegast að sjá hvernig hún er útfærð á mismunandi vegu og hvað hún þýðir fyrir mismunandi einstaklingum. Hvernig eitt trend getur verið tekið og gjörsamlega gert að manns eigin persónuleika. Tökum til dæmis 70's, 90’s og 00’s tískuna. Ég myndi segja að þessi tímabil í tísku séu ein þau mikilvægustu og merkilegustu tímabil fyrir tískuna. Maður er að sjá þessi trend lifa að eilífu, eins og 00’s tískan sem er gjörsamlega að tröllríða heiminum núna. Það er magnað að sjá yngri kynslóðir útfæra þetta trend og gera það að einu mikilvægasta tímabili tískunnar, þetta mun lifa að eilífu eins og 70’s trendið virðist vera búið að gera. Hver er uppáhalds flíkin þín og af hverju Það er erfitt að gera upp á milli þegar flíkurnar eru margar. Eins og er þá er það sennilega svartur leðurjakki sem ég keypti frá vini mínum sem rekur eina bestu vintage online búð á íslandi, Einusinnienn. Þetta er svona leðurjakki sem maður leitar og leitar að alla sína ævi og ég var svo heppinn að finna hann. En eins og ég segi, þá er erfitt að gera uppá milli, þannig ég verð líka að segja brúnrauður Marlboro Classics leðurjakki sem að pabbi minn átti. Ég er mjög mikill jakka-kall. View this post on Instagram A post shared by @isakemanuel Eyðirðu miklum tíma í að velja föt hverju sinni? Já, og nei. Ég get tekið mér minn tíma, en stundum smellur allt saman á no time. Stundum sé ég eitthvað fyrir mér og prófa það síðan daginn eftir og það virkar, eða alls ekki. En stíllinn hjá mér núna er ansi minímalískur, þannig að ég þarf ekki að eyða eins miklum tíma í þetta. Það sem er oftast mesta vesenið hjá mér er að finna rétta bolinn, ég er með algjört blæti fyrir bolum, og á orðið allt of marga. Góður bolur getur gert margt. View this post on Instagram A post shared by @isakemanuel Hvernig myndirðu lýsa stílnum þínum? Ég hef alltaf verið mikið fyrir svart, og hef nánast alltaf farið þá leið. En ef ég myndi setja stimpil á stílinn minn í dag, þá væri það sennilega kúreka 70’s/90’s gellu vibe, frá búgarði í Montana. Hefur stíllinn þinn breyst mikið í gegnum tíðina og hvernig þá? Hann hefur gert það, heilan helling. Ég var mikið að elta trendin þegar ég var yngri, eða aðeins meira en ég geri núna. Við gerum það auðvitað öll og sum án þess að kannski fatta það, jafnvel þegar maður er ekki að reyna það einu sinni. En ég fór alltaf all in í þetta, ég var með gelað hár í 7 ára bekk og pældi mikið í hvaða GAP peysu ég ætti að vera í þann daginn. Svo varð ég algjör rokkari og pældi ekkert í þessu, var með sítt hár og í KISS bol, byrjaði á skater lookinu þegar ég varð aðeins eldri (ég kunni NB ekkert á hjólabretti) og gekk þá mikið í DC og þannig merkjum. Ég safnaði til dæmis Stussy bolum. Svo fór ég all in í hnakka trendið, skinny jeans, d:fi og kawasaki skór, en ég man að ég var reyndar alltaf kallaður metal hnakki. Það er sennilega af því ég klæddi mig eins og hnakki en hlustaði á rokk, ég veit ekki. Kannski var ég bara emo, það er ekkert svo mikill munur á emo og hnökkum ef maður pælir í því. Öðruvísi hár kannski og hnakkar fara í ljós. Síðan seinna fór ég í smá hippa hiatus, svona í byrjun menntaskóla. Svo þróaðist það út í það sem ég kalla mögulega leiðinlegasta og ómerkilegasta tísku tímabil mannkynssögunnar, en það er sirka 2012-2015. Þar sem ég var í spandex þröngum buxum og ljótri skyrtu úr Primark eða Pull&Bear. Ég tók líka eitt sumar þar sem ég þóttist vera svona svakalegur merkjakall, þóttist hafa áhuga á Gucci og svona high end merkjum, en það var bara alls ekki ég. Í dag kaupi ég bara vintage, og þá sérstaklega Levis, Carhartt, Wrangler eða önnur vinnufata merki. En einstaka sinnum læðist ein ný flík inn hér og þar. Minntu mig á að flytja út í geim ef að 2012 tískan kemur aftur. Hvaðan sækirðu innblástur í tískunni? Frá kúrekum og gellum aðallega. Ég elska hvernig gamli búbóndinn klæðir sig í bandaríkjunum, Marlboro maðurinn er svona eins og goðsögn fyrir mér. En svo klæða gamlir karlar frá bandaríkjunum sig, þá aðallega suðurríkjunum, eða norðvesturríkjunum, alveg æðislega. Þeir vita örugglega ekkert að gaurar eins og ég líti upp til þeirra í tísku. Bara gamlar Wrangler buxur, boots, sólbleiktur (e. sunbleached) bolur og eldgamall olíublettaður vinnukalla jakki. Svo sæki ég líka innblástur frá algjörri andstæðu, gellunum. Mér finnst stelpur yfirleitt miklu nettari en strákar og ég fæ oft innblástur frá nettum gellum. Einnig sæki ég oft innblástur frá tónlist, ég klæði mig oft út frá því sem ég hlusta, sem er aðallega country. Líka bara bíómyndir, tónlistarmyndbönd og alls konar þannig efni. Ég hef sennilega klætt mig í ákveðnar flíkur í margar vikur bara út frá einhverjum leikara sem var í nettum bol og með kúlvibe í einhverri bíómynd eða þætti. Besta dæmið sem ég man eftir er Ryan Gosling í myndinni The Place Beyond the Pines. Mig vantar bara flúrin í andlitið. Djók. View this post on Instagram A post shared by @isakemanuel Ertu með einhver boð og bönn þegar það kemur að klæðaburði? Ef að þú efaðist um lookið í góðan tíma áður en þú fórst í því út þá hefðirðu átt að sleppa því. Þú átt ekki að klæða þig í eitthvað ef þú ætlar ekki að owna það. Ekki heldur fara yfir um í aukahlutum (e. accessories), það er alveg óþolandi að sjá sumt fólk með 13 kg af skartgripum á sér. Nema að þú ownir það, þá ertu OK. Annars veit ég ekkert, ég er enginn postuli. Gerið það sem ykkur finnst flott en ekki þvinga ykkur í það. Áfram þú. View this post on Instagram A post shared by @isakemanuel Hver er eftirminnilegasta flík sem þú hefur klæðst og af hverju? Það eru sennilega svartar gallabuxur sem ég breytti sjálfur. Ég klippti þær upp að hné, setti bót og gerði þær extra flared. Ég gekk í þeim á hverjum degi í meira en heilt ár, eða þangað til að það var ekki hægt að laga þær lengur. Vasarnir voru götóttir í gegn og beltisgötin öll rifin. Núna eru þetta málningabuxurnar mínar, þær munu lifa að eilífu þannig. Ég mæli sterklega með því að prufa að ganga í einni flík í heilt ár. Svo verð ég að nefna einn bol, en það er vintage Ed Hardy bolur sem ég keypti á tónleikaferðalagi í Berlín fyrir nokkrum árum. Hann er hot. Býrðu yfir einhverju góðu ráði þegar það kemur að tísku? Prófaðu að fara út fyrir þægindaramman þinn. Slepptu takinu á því sem þú heldur að sé inn eða vinsælt. Það er fátt leiðinlegra en að sjá fólk sem er augljóslega ekki að klæða sig eftir sínum persónuleika, heldur eftir því sem það heldur að samfélagið vilji sjá það í. Við eigum öll skilið að líta vel út og að líða vel í því sem við klæðumst. Ég mæli líka með því að fara á bólakaf í vintage búðirnar, taka sinn tíma og taka þessu bara rólega. Við erum hérna for a good time, not a long time.
Tískutal Tíska og hönnun Tengdar fréttir „Klæðaburður er í raun tungumál, tjáning og samskiptakerfi án orða“ Tanja Huld Levý Guðmundsdóttir er búninga-, tísku-, textíl- og leikmyndahönnuður sem hefur gaman af litagleði og elskar fjölbreytileikann sem tískan býr yfir. Hún lýsir stílnum sínum sem mjög flæðandi en rauði þráðurinn í klæðaburði hjá henni hefur alltaf verið dass af húmor. Tanja er viðmælandi vikunnar í Tískutali. 3. júlí 2022 07:01 „Flík lítur aldrei vel út á manneskju sem líður illa í henni“ Stílistinn og listræni stjórnandinn Ellen Loftsdóttir er sérfræðingur þegar það kemur að tísku og hefur unnið í heimi tískunnar í áratugi. Hún var meðal annars stílisti Systra á Eurovision í ár og hefur unnið með einhverjum stærstu tískuhúsum heimsins. Ellen klæðist gjarnan svörtu og segir innsæið sterkasta tólið við að finna sinn eigin stíl. Ellen Loftsdóttir er viðmælandi vikunnar í Tískutali. 26. júní 2022 07:01 „Hef oftast hugsað um tísku sem eins konar ofurhetjubúning“ Sindri Snær Einarsson er þrítugur Reykvíkingur sem hefur alla tíð haft brennandi áhuga á tísku. Hann hefur aldrei trúað á boð og bönn þegar það kemur að klæðaburði og man eiginlega alltaf í hverju hann var hverju sinni. Sindri Snær er viðmælandi vikunnar í Tískutali. 19. júní 2022 07:01 „Mér finnst að það eigi ekki að vera neinar reglur þegar kemur að tísku“ Plötusnúðurinn Sóley Þöll Bjarnadóttir er mikil áhugakona um tísku og er óhrædd við að fara eigin leiðir í klæðaburði. Sóley er fyrsti viðmælandi Tískutals. 12. júní 2022 07:01 Mest lesið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Lífið Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Tónlist Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Lífið Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Lífið Barst með snjóflóði út í sjó og fékk hjartaáfall á tíu metra dýpi Lífið Fleiri fréttir Skemmtileg tískuslys og eftirminnileg jólaföt Stjörnum prýtt hönnunar húllumhæ í Húrra Fagnaði tvítugsafmælinu í Vivienne Westwood Opnuðu sjóðheitt hönnunarstúdíó með stæl Best klæddu Íslendingarnir 2024 Sænsk tískudrottning sögð kúga starfsfólk sitt Húrrandi stemning í opnun Húrra Rúbínrauðu skór Dóróteu seldust á 3,8 milljarða Seldist upp daginn eftir kosningasigur Kristrúnar Logi Pedro með hönnunarlínu: „Ég verð að gera þetta sjálfur“ Djörf á dreglinum Laxahattar komnir aftur í tísku hjá háhyrningum Steldu stílnum af Samfylkingar-Rögnu Steldu stílnum af Áslaugu Örnu Heitustu tískuskvísur landsins fögnuðu Ógleymanlegt að vinna fyrir Rihönnu Flott klæddir feðgar Fagurfræði: Hvernig förðum við mismunandi húðtýpur? Hönnunarverðlaunin 2024: Verðlaunuð fyrir Smiðju Stappað á sjóðheitri tískusýningu hönnuða framtíðarinnar Galvaskar Gucci gellur á galakvöldi Líf og fjör hjá Íslendingum á virtri hátíð í Berlín Fagurfræði: Það sem flestir hræðast þegar kemur að förðun Sjá meira
„Klæðaburður er í raun tungumál, tjáning og samskiptakerfi án orða“ Tanja Huld Levý Guðmundsdóttir er búninga-, tísku-, textíl- og leikmyndahönnuður sem hefur gaman af litagleði og elskar fjölbreytileikann sem tískan býr yfir. Hún lýsir stílnum sínum sem mjög flæðandi en rauði þráðurinn í klæðaburði hjá henni hefur alltaf verið dass af húmor. Tanja er viðmælandi vikunnar í Tískutali. 3. júlí 2022 07:01
„Flík lítur aldrei vel út á manneskju sem líður illa í henni“ Stílistinn og listræni stjórnandinn Ellen Loftsdóttir er sérfræðingur þegar það kemur að tísku og hefur unnið í heimi tískunnar í áratugi. Hún var meðal annars stílisti Systra á Eurovision í ár og hefur unnið með einhverjum stærstu tískuhúsum heimsins. Ellen klæðist gjarnan svörtu og segir innsæið sterkasta tólið við að finna sinn eigin stíl. Ellen Loftsdóttir er viðmælandi vikunnar í Tískutali. 26. júní 2022 07:01
„Hef oftast hugsað um tísku sem eins konar ofurhetjubúning“ Sindri Snær Einarsson er þrítugur Reykvíkingur sem hefur alla tíð haft brennandi áhuga á tísku. Hann hefur aldrei trúað á boð og bönn þegar það kemur að klæðaburði og man eiginlega alltaf í hverju hann var hverju sinni. Sindri Snær er viðmælandi vikunnar í Tískutali. 19. júní 2022 07:01
„Mér finnst að það eigi ekki að vera neinar reglur þegar kemur að tísku“ Plötusnúðurinn Sóley Þöll Bjarnadóttir er mikil áhugakona um tísku og er óhrædd við að fara eigin leiðir í klæðaburði. Sóley er fyrsti viðmælandi Tískutals. 12. júní 2022 07:01